Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætlar að taka tillit til gagnrýni fjármálaráðs í næstu fjármálaáætlun

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, full­yrð­ir að fjár­mála­ráð sé „ánægt með þá stefnu­mót­un sem far­ið er í“ í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í álits­gerð fjár­mála­ráðs er stefnu­mót­un­in gagn­rýnd, með­al ann­ars vegna skorts á gagn­sæi.

Ætlar að taka tillit til gagnrýni fjármálaráðs í næstu fjármálaáætlun

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að taka tillit til álitsgerðar fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þegar unnið verður að gerð næstu fjármálaáætlunar, þeirrar sem lögð verður fram árið 2018.

Frá þessu greindi ráðherra í Facebook-færslu fyrir helgi, en eins og fram kom í frétt Stundarinnar á fimmtudag hefur fjármálaráð sett fram harða gagnrýni á ýmis grundvallaratriði þeirrar fjármálaáætlunar sem nú liggur fyrir þinginu. 

„Nú er umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun komin fram. Þetta er í fyrsta sinn sem fjármálaráð fer yfir fjármálaáætlun, og því er margt sem þarf að ræða í fyrsta skipti,“ skrifar Benedikt á Facebook. Ábendingarnar séu afar gagnlegar. Margar snúi að framsetningu talna og upplýsinga og taka megi undir þær. 

„Meginatriði í gagnrýni snýr að aðhaldi í ríkisrekstri og ég er sammála því að aðhaldið má ekki minna vera miðað við þær væntingar sem við höfum til hagkerfisins næstu árin. Á móti verður auðvitað að taka tillit til þess að á árunum eftir hrun hefur viðhald og uppbygging verið í lágmarki og því nauðsynlegt að fara í framkvæmdir á mörgum sviðum. Ríkisfjármál verða alltaf að feta einstigið á milli þessara sjónarmiða.“

Eins og kemur skýrt fram í álitsgerð fjármálaráðs er ráðið sammála því að á ýmsum sviðum opinberrar starfsemi sé mikil uppsöfnuð fjárfestingarþörf. Hins vegar gagnrýnir fjármálaráð að ekki séu gefnar upp tímasetningar helstu fjárfestinga og að í áætluninni komi „ekki skýrt fram hvernig ætlunin er að mæta uppsafnaðri fjárfestingarþörf, eftir samdrátt í opinberri fjárfestingu síðustu ára og hver skipting er milli nýfjárfestingar og viðhalds“. 

Segir skiptar skoðanir um hagsveifluleiðréttingu 

Benedikt bendir á að fjármálaráð telji þjóðhagslíkanið sem liggur til grundvallar áætluninni takmarkað. „Þetta er rétt og nú er að fara í gang vinna við að gera nýtt sjálfstætt þjóðhagslíkan sem fjármálaráðuneytið getur notað við áætlanir sínar. Þá verður auðveldara að gera flóknari greiningar og leggja fram sviðsmyndir, sem gjarnan mætti gera. Stefnt er að því að þetta líkan verði komið rekspöl þegar næsta áætlun verður lögð fram.“

Þá segir hann: „Um sumt er líka hægt að vera ósammála; til dæmis eru hagfræðingar mjög ósammála um hvort hagsveifluleiðrétting væri til bóta eða ekki, en fjármálaráð telur að það væri til bóta.“ 

Bæði fjármálaráð og Seðlabanki Íslands telja réttast að horfa til frumjafnaðar eftir að hann hefur verið leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar við mat á aðhaldsstigi ríkisfjármála. Þetta hefur komið skýrt fram í umsögnum þessara aðila, en miðað er við hagsveifluleiðréttan frumjöfnuð í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Samkvæmt þessum mælikvarða – þ.e. ef litið er til afkomu af reglulegum rekstri hins opinbera og hún leiðrétt fyrir hagsveiflunni – er rekstur ríkissjóðs í járnum.

Ónákvæm mynd gefin af afstöðu fjármálaráðs
til hækkunar virðisaukaskatts á ferðaþjónustu

Benedikt skrifar: „Fjármálaráð telur að aðhald í ríkisrekstri mætti gjarnan vera meiri. Þetta á sér samhljóm í gagnrýni SA og fleiri en ASÍ og aðrir vilja meiri útgjöld og/eða minni skattahækkanir. Hér er það hlutverk áætlunar að finna bil beggja án þess að ógna stöðugleika.“

Bæði SA og ASÍ hafa kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. ASÍ vill auka ríkisútgjöld en ná fram aðhaldi með því að spenna á móti uppsveiflu á tekjuhliðinni með skattahækkunum, en SA vill lækka skatta og skera niður ríkisútgjöld. 

„Fjármálaráð er sammála því mati að afnám ívilnunar ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti sé skynsamlegt,“ skrifar Benedikt. Í álitsgerð fjármálaráðs segir hins vegar að ef forsendur stjórnvalda fyrir hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu séu réttar, sé slík aðgerð óvarleg. „Sé það rétt að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hafi óveruleg áhrif á komu og neyslu erlendra ferðamanna flytur sú aðgerð skattheimtuna af innlendri eftirspurn yfir á ferðaþjónustuna. Með stöðugleika að leiðarljósi er slíkt óvarlegt, í ljósi ofangreinds, nú um stundir þar sem þess háttar aðgerð ýtir undir þenslu. Í fjármálaáætlunina vantar nánari greiningu á þessum atriðum,“ segir fjármálaráð. 

Ráðherra vekur athygli á að á næsta ári verður önnur fjármálaáætlun lögð fram og sú áætlun taki mið af stöðunni á þeim tíma. „Ef þenslan verður jafnmikil árið 2019 og hún er nú, þvert á þær spár sem núverandi áætlun gengur út frá, er hægt að uppfæra hagstjórnarákvarðanir til samræmis. Það er svo auðvitað í þágu varfærni og stöðugleika að setja fram áætlun sem er allan tímann með afgang af ríkisfjármálum og greiðir niður skuldir ríkissjóðs eins og við höfum verið að gera að undanförnu.“

Segir fjármálaráð ánægt með
stefnumótun sem það gagnrýnir 

Benedikt fullyrðir að fjármálaráð sé ánægt með þá stefnumótun sem birtist í fjármálaáætluninni. „Fjármálaráð er ánægt með þá stefnumótun sem farið er í í 34 málefnasviðum, en sú stefnumótun tekur upp stóran hluta áætlunarinnar (í blaðsíðum talið).“

Ef rýnt er í umfjöllun fjármálaráðs um stefnumótunarkafla áætlunarinnar má sjá að ráðið telur að umræddri stefnumótun sé að mörgu leyti ábótavant og að það vanti upp á að greina megi þráðinn í framsetningunni. Þá er sérstaklega fundið að undirköflum stefnumótunarhluta áætlunarinnar um fjármögnun. 

„Í lögunum segir að gera skuli grein fyrir nýtingu fjármagns og áherslum við innkaup en þó ber lítið á að svo sé gert. Í töflu um fjármögnun hvers málefnasviðs er aðeins ein lína með heildarfjármögnun til þess. Fjármögnun er ekki einu sinni flokkuð niður á málaflokka hvers málaefnasviðs. Lítið sem ekkert er minnst á innkaup í stefnumótun málefnasviða. Það vantar því upp á gagnsæi hvað þetta varðar,“ segir t.d. í álitsgerðinni. 

„Fjármögnun er ekki einu sinni flokkuð niður á málaflokka hvers málaefnasviðs“

Almennt telur fjármálaráð að fjármálaáætlunin beri þess merki að „grunngildamiðuð vinnubrögð“ – þ.e. að unnið sé í samræmi við grunngildin sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál – hafi ekki verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar. Fjármálaráð tekur sérstaklega fram að stefnumótun málefnasviðanna verði að vera grunngildamiðuð og fullyrt er að í framtíðinni þurfi „að slípa og laga“ stefnumótunina. 

„Góðar ábendingar fjármálaráðs sýna að innleiðing laga um opinber fjármál tekur tíma,“ skrifar Benedikt. „Þar er sífellt hægt að gera betur. Ríkisstjórnin og stjórnarráðið hefur lært mikið á síðustu mánuðum, og lærir enn meira með því að taka tilliti til ábendinga fjármálaráðs við gerð næstu áætlunar sem sett verður fram snemma árs 2018.“ 

Hér má lesa umfjöllun fjármálaráðs í heild og hér má lesa fyrri umfjöllun Stundarinnar um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár