Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætlar að taka tillit til gagnrýni fjármálaráðs í næstu fjármálaáætlun

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, full­yrð­ir að fjár­mála­ráð sé „ánægt með þá stefnu­mót­un sem far­ið er í“ í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í álits­gerð fjár­mála­ráðs er stefnu­mót­un­in gagn­rýnd, með­al ann­ars vegna skorts á gagn­sæi.

Ætlar að taka tillit til gagnrýni fjármálaráðs í næstu fjármálaáætlun

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að taka tillit til álitsgerðar fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þegar unnið verður að gerð næstu fjármálaáætlunar, þeirrar sem lögð verður fram árið 2018.

Frá þessu greindi ráðherra í Facebook-færslu fyrir helgi, en eins og fram kom í frétt Stundarinnar á fimmtudag hefur fjármálaráð sett fram harða gagnrýni á ýmis grundvallaratriði þeirrar fjármálaáætlunar sem nú liggur fyrir þinginu. 

„Nú er umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun komin fram. Þetta er í fyrsta sinn sem fjármálaráð fer yfir fjármálaáætlun, og því er margt sem þarf að ræða í fyrsta skipti,“ skrifar Benedikt á Facebook. Ábendingarnar séu afar gagnlegar. Margar snúi að framsetningu talna og upplýsinga og taka megi undir þær. 

„Meginatriði í gagnrýni snýr að aðhaldi í ríkisrekstri og ég er sammála því að aðhaldið má ekki minna vera miðað við þær væntingar sem við höfum til hagkerfisins næstu árin. Á móti verður auðvitað að taka tillit til þess að á árunum eftir hrun hefur viðhald og uppbygging verið í lágmarki og því nauðsynlegt að fara í framkvæmdir á mörgum sviðum. Ríkisfjármál verða alltaf að feta einstigið á milli þessara sjónarmiða.“

Eins og kemur skýrt fram í álitsgerð fjármálaráðs er ráðið sammála því að á ýmsum sviðum opinberrar starfsemi sé mikil uppsöfnuð fjárfestingarþörf. Hins vegar gagnrýnir fjármálaráð að ekki séu gefnar upp tímasetningar helstu fjárfestinga og að í áætluninni komi „ekki skýrt fram hvernig ætlunin er að mæta uppsafnaðri fjárfestingarþörf, eftir samdrátt í opinberri fjárfestingu síðustu ára og hver skipting er milli nýfjárfestingar og viðhalds“. 

Segir skiptar skoðanir um hagsveifluleiðréttingu 

Benedikt bendir á að fjármálaráð telji þjóðhagslíkanið sem liggur til grundvallar áætluninni takmarkað. „Þetta er rétt og nú er að fara í gang vinna við að gera nýtt sjálfstætt þjóðhagslíkan sem fjármálaráðuneytið getur notað við áætlanir sínar. Þá verður auðveldara að gera flóknari greiningar og leggja fram sviðsmyndir, sem gjarnan mætti gera. Stefnt er að því að þetta líkan verði komið rekspöl þegar næsta áætlun verður lögð fram.“

Þá segir hann: „Um sumt er líka hægt að vera ósammála; til dæmis eru hagfræðingar mjög ósammála um hvort hagsveifluleiðrétting væri til bóta eða ekki, en fjármálaráð telur að það væri til bóta.“ 

Bæði fjármálaráð og Seðlabanki Íslands telja réttast að horfa til frumjafnaðar eftir að hann hefur verið leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar við mat á aðhaldsstigi ríkisfjármála. Þetta hefur komið skýrt fram í umsögnum þessara aðila, en miðað er við hagsveifluleiðréttan frumjöfnuð í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Samkvæmt þessum mælikvarða – þ.e. ef litið er til afkomu af reglulegum rekstri hins opinbera og hún leiðrétt fyrir hagsveiflunni – er rekstur ríkissjóðs í járnum.

Ónákvæm mynd gefin af afstöðu fjármálaráðs
til hækkunar virðisaukaskatts á ferðaþjónustu

Benedikt skrifar: „Fjármálaráð telur að aðhald í ríkisrekstri mætti gjarnan vera meiri. Þetta á sér samhljóm í gagnrýni SA og fleiri en ASÍ og aðrir vilja meiri útgjöld og/eða minni skattahækkanir. Hér er það hlutverk áætlunar að finna bil beggja án þess að ógna stöðugleika.“

Bæði SA og ASÍ hafa kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. ASÍ vill auka ríkisútgjöld en ná fram aðhaldi með því að spenna á móti uppsveiflu á tekjuhliðinni með skattahækkunum, en SA vill lækka skatta og skera niður ríkisútgjöld. 

„Fjármálaráð er sammála því mati að afnám ívilnunar ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti sé skynsamlegt,“ skrifar Benedikt. Í álitsgerð fjármálaráðs segir hins vegar að ef forsendur stjórnvalda fyrir hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu séu réttar, sé slík aðgerð óvarleg. „Sé það rétt að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hafi óveruleg áhrif á komu og neyslu erlendra ferðamanna flytur sú aðgerð skattheimtuna af innlendri eftirspurn yfir á ferðaþjónustuna. Með stöðugleika að leiðarljósi er slíkt óvarlegt, í ljósi ofangreinds, nú um stundir þar sem þess háttar aðgerð ýtir undir þenslu. Í fjármálaáætlunina vantar nánari greiningu á þessum atriðum,“ segir fjármálaráð. 

Ráðherra vekur athygli á að á næsta ári verður önnur fjármálaáætlun lögð fram og sú áætlun taki mið af stöðunni á þeim tíma. „Ef þenslan verður jafnmikil árið 2019 og hún er nú, þvert á þær spár sem núverandi áætlun gengur út frá, er hægt að uppfæra hagstjórnarákvarðanir til samræmis. Það er svo auðvitað í þágu varfærni og stöðugleika að setja fram áætlun sem er allan tímann með afgang af ríkisfjármálum og greiðir niður skuldir ríkissjóðs eins og við höfum verið að gera að undanförnu.“

Segir fjármálaráð ánægt með
stefnumótun sem það gagnrýnir 

Benedikt fullyrðir að fjármálaráð sé ánægt með þá stefnumótun sem birtist í fjármálaáætluninni. „Fjármálaráð er ánægt með þá stefnumótun sem farið er í í 34 málefnasviðum, en sú stefnumótun tekur upp stóran hluta áætlunarinnar (í blaðsíðum talið).“

Ef rýnt er í umfjöllun fjármálaráðs um stefnumótunarkafla áætlunarinnar má sjá að ráðið telur að umræddri stefnumótun sé að mörgu leyti ábótavant og að það vanti upp á að greina megi þráðinn í framsetningunni. Þá er sérstaklega fundið að undirköflum stefnumótunarhluta áætlunarinnar um fjármögnun. 

„Í lögunum segir að gera skuli grein fyrir nýtingu fjármagns og áherslum við innkaup en þó ber lítið á að svo sé gert. Í töflu um fjármögnun hvers málefnasviðs er aðeins ein lína með heildarfjármögnun til þess. Fjármögnun er ekki einu sinni flokkuð niður á málaflokka hvers málaefnasviðs. Lítið sem ekkert er minnst á innkaup í stefnumótun málefnasviða. Það vantar því upp á gagnsæi hvað þetta varðar,“ segir t.d. í álitsgerðinni. 

„Fjármögnun er ekki einu sinni flokkuð niður á málaflokka hvers málaefnasviðs“

Almennt telur fjármálaráð að fjármálaáætlunin beri þess merki að „grunngildamiðuð vinnubrögð“ – þ.e. að unnið sé í samræmi við grunngildin sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál – hafi ekki verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar. Fjármálaráð tekur sérstaklega fram að stefnumótun málefnasviðanna verði að vera grunngildamiðuð og fullyrt er að í framtíðinni þurfi „að slípa og laga“ stefnumótunina. 

„Góðar ábendingar fjármálaráðs sýna að innleiðing laga um opinber fjármál tekur tíma,“ skrifar Benedikt. „Þar er sífellt hægt að gera betur. Ríkisstjórnin og stjórnarráðið hefur lært mikið á síðustu mánuðum, og lærir enn meira með því að taka tilliti til ábendinga fjármálaráðs við gerð næstu áætlunar sem sett verður fram snemma árs 2018.“ 

Hér má lesa umfjöllun fjármálaráðs í heild og hér má lesa fyrri umfjöllun Stundarinnar um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár