Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sérfræðingahópur gefur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar falleinkunn: Ógagnsæ og ekki unnin samkvæmt grunngildum laga

Fjár­mála­ráð gagn­rýn­ir harð­lega fjár­mála­áætl­un fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var­ar við lækk­un virð­is­auka­skatts í miðri þenslu og sýn­ir hvernig fjár­mála­áætl­un­in stang­ast á við af­komu­markmið fjár­mála­stefn­unn­ar strax á næsta ári.

Sérfræðingahópur gefur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar falleinkunn: Ógagnsæ og ekki unnin samkvæmt grunngildum laga

Fjármálaráð telur að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar beri þess merki að ekki hafi verið miðað við grunngildi laga um opinber fjármál við gerð hennar. Fundið er að því að áætlunin sé að mörgu leyti ógagnsæ og framsetningin óskýr.

Þá er varað við slökun í aðhaldi ríkisfjármála og bent á að slíkt kunni að leiða til þess að Seðlabankinn þurfi að hækka vexti. Sýnt er fram á að strax á næsta ári mun fjármálaáætlunin stangast á við afkomumarkmið nýsamþykktrar fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 

Þetta kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs um fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem birtist á vef Alþingis í gær.

Álitsgerðin er þungur áfellisdómur yfir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og felur í sér harða gagnrýni á ýmis grundvallaratriði hennar. 

Að vissu leyti ógagnsærri er áætlun Bjarna

Fjármálaráð er sjálfstæður sérfræðingahópur, skipaður af fjármálaráðherra sjálfum, sem leggur mat á hvort fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fylgi þeim grunngildum sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál.

Afstaða fjármálaráðs er nokkuð skýr og kemur fram strax í inngangi: „Fjármálaráð telur að áætlunin beri þess merki að grunngildamiðuð vinnubrögð hafi almennt ekki verið höfð að leiðarljósi við gerð hennar. Vísað er á fáeinum stöðum í lagatextann og grunngildin nefnd í því samhengi en umfram það er umfjöllun hvað grunngildin varðar rýr.“

Á eftir fylgir ítarleg gagnrýni á ótal atriði fjármálaáætlunarinnar, en einkum og sér í lagi er fundið að skorti á gagnsæi. Raunar er fullyrt að áætlunin sé að vissu leyti ógagnsærri en fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Þetta kemur á óvart í ljósi þess að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og eftirmaður Bjarna í ráðuneytinu, hefur talað sérstaklega fyrir auknu gagnsæi síðan hann tók við stöðu fjármálaráðherra. Í umfjöllun fjármálaráðs um skuldaþróun hins opinbera segir: „Að vissu leyti er framlögð fjármálaáætlun ógagnsærri en sú fyrri en í henni voru settar fram sviðsmyndir af sölu eigna og samspil þeirra við skuldalækkun.“

„Spennitreyjan“ orðin að veruleika:
Ósamræmi milli stefnu og áætlunar

Í álitsgerð fjármálaráðs um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar sem birtist í febrúar var bent á að stefnan byggði á hagfelldri en óvissri efnahagsspá og afkoman hins opinbera væri næm fyrir breytingum á framvindu efnahagsmála. „Ef hagvöxtur reynist lægri en spár gera ráð fyrir gæti reynst erfitt að ná markmiði um útgjöld án aukins aðhalds,“ sagði í álitinu.

„Samkvæmt þessu geta stjórnvöld lent í spennitreyju fjármálastefnu sinnar ef atburðarásin reynist önnur en efnahagsspáin gerir ráð fyrir.“ Þrátt fyrir þessar viðvaranir samþykkti stjórnarmeirihlutinn á Alþingi fjármálastefnuna óbreytta. Hvorki var brugðist við viðvörunum fjármálaráðs né gagnrýni Seðlabankans.

Um fjármálaáætlunina segir nú fjármálaráð:

„Þegar tölur um afkomu hins opinbera eru teknar saman og hlutfall þeirra af vergri landsframleiðslu er reiknað má sjá að í fjármálaáætlun raungerist sú áhætta sem fjármálaráð varaði við í álitsgerð sinni um fjármálastefnu þar sem segir að stjórnvöld geti lent í spennitreyju fjármálastefnu sinnar.“ 

„Slíkt er ekki til þess fallið að tryggja trúverðugleika umgjarðar opinberra fjármála.“

Bent er á að á næsta ári muni fjármálaáætlunin ekki samræmast markmiði fjármálastefnunnar um heildarafkomu hins opinbera. „Slíkt er ekki til þess fallið að tryggja trúverðugleika umgjarðar opinberra fjármála.“ Bent er á að lögum samkvæmt skuli staðfest að fjármálaáætlun sé í samræmi við gildandi fjármálastefnu, en áætlunin uppfyllir þetta skilyrði ekki.

Lækkun virðisaukaskatts grafi undan stöðugleika

Fjármálaráð varar við áformum um lækkun almenna virðisaukaskattsþrepsins. „Sú sértæka aðgerð er líkleg til að ganga gegn grunngildinu um stöðugleika við þær efnahagsaðstæður sem nú ríkja.“

Þá er vikið að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu: „Sé það rétt að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hafi óveruleg áhrif á komu og neyslu erlendra ferðamanna flytur sú aðgerð skattheimtuna af innlendri eftirspurn yfir á ferðaþjónustuna. Með stöðugleika að leiðarljósi er slíkt óvarlegt, í ljósi ofangreinds, nú um stundir þar sem þess háttar aðgerð ýtir undir þenslu. Í fjármálaáætlunina vantar nánari greiningu á þessum atriðum,“ segir í álitinu. 

Fullyrðingar án rökstuðnings og skortur á upplýsingum

Fjármálaráð tekur ýmis dæmi um atriði í fjármálaáætluninni sem talin eru ganga gegn kröfunni um gagnsæi. T.d. er bent á að í fjármálaáætluninni séu lykiltölur settar fram ýmist á nafnverði hvers tíma eða sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og samræmi skorti í þeim efnum. Þá er fundið að því að í umfjöllun um fjárfestingar hins opinbera séu engar upplýsingar um tímasetningar birtar og einungis vísað til forgangsröðunar stjórnvalda. Settar séu fram fullyrðingar um hitt og þetta án rökstuðnings og greiningar.

Í 8. kafla álitsgerðarinnar er að finna sérstakar ábendingar fjármálaráðs til stjórnvalda. Þar segir meðal annars: „Stjórnvöldum ber að láta grunngildi um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi endurspeglast í vinnu, verklagi og umfjöllun fjármálaáætlunar, eins og lög kveða á um. Rök fyrir áætluninni skulu vera grunngildamiðuð. Ekki nægir að láta fjármálaráði eftir að bera kennsl á hvernig áætlanir og athafnir ríma við grunngildi. Slíkt gengur gegn grunngildi um gagnsæi.“ Hér má lesa umsögn fjármálaráðs í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár