Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var sam­þykkt með 32 at­kvæð­um gegn 31 í nótt. Þings­álykt­un­in geng­ur í ýms­um grund­vall­ar­at­rið­um í ber­högg við grunn­gildi laga um op­in­ber fjár­mál og hef­ur sætt harðri gagn­rýni, með­al ann­ars frá stjórn­end­um spít­ala og mennta­stofn­ana. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á mál­inu við með­ferð þess á þingi þrátt fyr­ir að hátt í 200 um­sagn­ir hafi borist.

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Allir þingmenn og varaþingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu atkvæði gegn breytingartillögum um aukningu fjárframlaga til heilbrigðis- og menntamála við afgreiðslu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar á Alþingi í nótt. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í fjárlaganefnd, þær Oddný Harðardóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lögðu fram ítarlegar tillögur um breytingar á útgjalda- og tekjurömmum áætlunarinnar með það fyrir augum að liðka fyrir frekari uppbyggingu innviða og aukinni samneyslu á kjörtímabilinu. Hver einasti liður breytingartillaganna var felldur en áætlunin samþykkt óbreytt með 32 atkvæðum gegn 31. 

Eins og Stundin fjallaði um í apríl hefur Fjármálaráð, sérfræðingahópur skipaður af fjármálaráðherra sjálfum, gefið fjármálaáætluninni falleinkunn og bent á að hún gangi í ýmsum grundvallaratriðum í berhögg við grunngildi laga um opinber fjármál. Fjármálaráð hefur fundið að því að áætlunin sé ógagnsæ og framsetningin óskýr og varað við slökun í aðhaldi ríkisfjármála, enda kunni slíkt að leiða til þess að Seðlabankinn þurfi að hækka vexti í framtíðinni. Rektor Háskóla Íslandsog stjórnendur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri hafa einnig gert alvarlegar athugasemdir við ályktunina auk þess sem lögreglustjórar þriggja lögregluumdæma segjast þurfa að segja upp fjölda lögreglumanna verði áætluninni fylgt eftir. 

Í breytingartillögu Oddnýjar Harðardóttur var meðal annars lagt til að aflað yrði aukinna tekna með sköttum á tekjur og hagnað, eignarsköttum og sköttum á vörur og þjónustu. Að sama skapi lagði hún til að útgjöld yrðu aukin, til dæmis að framlög til háskólastigsins yrðu hækkuð um samtals 15 milljarða frá því sem mælt er fyrir um í upphaflegri fjármálaáætlun og framlög til sjúkrahúsþjónustu aukin um samtals 56 milljarða.

Breytingartillaga Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur var almennari. Þar var lagt til að ný málefnasvið og nýir tekju- og útgjaldarammar myndu bætast við áætlunina þar sem gert yrði ráð fyrir tugmilljarða aukningu án þess að aukningin til hvers einasta málefnasviðs væri tilgreind. Báðar tillögurnar voru felldar. 

Frá því að fjármálaáætlunin var lögð fram á Alþingi þann 31. mars síðastliðinn hafa borist um 160 umsagnir þar sem má finna ábendingar, tillögur að breytingum og gagnrýni. Ekkert af þessu varð þess valdandi að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra.

Fjármálaáætlunin var samþykkt óbreytt með 32 atkvæðum gegn 31 í nótt.

Eftirtaldir þingmenn greiddu atkvæði með fjármálaáætluninni og gegn öllum tillögum um aukna tekjuöflun og aukin útgjöld hins opinbera:

Albert Guðmundsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Benedikt Jóhannesson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Bjarni Halldór Janusson, Björt Ólafsdóttir, Brynjar Níelsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Jónína E. Arnardóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Óttarr Proppé, Pawel Bartoszek, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Teitur Björn Einarsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Þorsteinn Víglundsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár