Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var sam­þykkt með 32 at­kvæð­um gegn 31 í nótt. Þings­álykt­un­in geng­ur í ýms­um grund­vall­ar­at­rið­um í ber­högg við grunn­gildi laga um op­in­ber fjár­mál og hef­ur sætt harðri gagn­rýni, með­al ann­ars frá stjórn­end­um spít­ala og mennta­stofn­ana. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á mál­inu við með­ferð þess á þingi þrátt fyr­ir að hátt í 200 um­sagn­ir hafi borist.

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Allir þingmenn og varaþingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu atkvæði gegn breytingartillögum um aukningu fjárframlaga til heilbrigðis- og menntamála við afgreiðslu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar á Alþingi í nótt. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í fjárlaganefnd, þær Oddný Harðardóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lögðu fram ítarlegar tillögur um breytingar á útgjalda- og tekjurömmum áætlunarinnar með það fyrir augum að liðka fyrir frekari uppbyggingu innviða og aukinni samneyslu á kjörtímabilinu. Hver einasti liður breytingartillaganna var felldur en áætlunin samþykkt óbreytt með 32 atkvæðum gegn 31. 

Eins og Stundin fjallaði um í apríl hefur Fjármálaráð, sérfræðingahópur skipaður af fjármálaráðherra sjálfum, gefið fjármálaáætluninni falleinkunn og bent á að hún gangi í ýmsum grundvallaratriðum í berhögg við grunngildi laga um opinber fjármál. Fjármálaráð hefur fundið að því að áætlunin sé ógagnsæ og framsetningin óskýr og varað við slökun í aðhaldi ríkisfjármála, enda kunni slíkt að leiða til þess að Seðlabankinn þurfi að hækka vexti í framtíðinni. Rektor Háskóla Íslandsog stjórnendur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri hafa einnig gert alvarlegar athugasemdir við ályktunina auk þess sem lögreglustjórar þriggja lögregluumdæma segjast þurfa að segja upp fjölda lögreglumanna verði áætluninni fylgt eftir. 

Í breytingartillögu Oddnýjar Harðardóttur var meðal annars lagt til að aflað yrði aukinna tekna með sköttum á tekjur og hagnað, eignarsköttum og sköttum á vörur og þjónustu. Að sama skapi lagði hún til að útgjöld yrðu aukin, til dæmis að framlög til háskólastigsins yrðu hækkuð um samtals 15 milljarða frá því sem mælt er fyrir um í upphaflegri fjármálaáætlun og framlög til sjúkrahúsþjónustu aukin um samtals 56 milljarða.

Breytingartillaga Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur var almennari. Þar var lagt til að ný málefnasvið og nýir tekju- og útgjaldarammar myndu bætast við áætlunina þar sem gert yrði ráð fyrir tugmilljarða aukningu án þess að aukningin til hvers einasta málefnasviðs væri tilgreind. Báðar tillögurnar voru felldar. 

Frá því að fjármálaáætlunin var lögð fram á Alþingi þann 31. mars síðastliðinn hafa borist um 160 umsagnir þar sem má finna ábendingar, tillögur að breytingum og gagnrýni. Ekkert af þessu varð þess valdandi að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra.

Fjármálaáætlunin var samþykkt óbreytt með 32 atkvæðum gegn 31 í nótt.

Eftirtaldir þingmenn greiddu atkvæði með fjármálaáætluninni og gegn öllum tillögum um aukna tekjuöflun og aukin útgjöld hins opinbera:

Albert Guðmundsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Benedikt Jóhannesson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Bjarni Halldór Janusson, Björt Ólafsdóttir, Brynjar Níelsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Jónína E. Arnardóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Óttarr Proppé, Pawel Bartoszek, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Teitur Björn Einarsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Þorsteinn Víglundsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár