Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var sam­þykkt með 32 at­kvæð­um gegn 31 í nótt. Þings­álykt­un­in geng­ur í ýms­um grund­vall­ar­at­rið­um í ber­högg við grunn­gildi laga um op­in­ber fjár­mál og hef­ur sætt harðri gagn­rýni, með­al ann­ars frá stjórn­end­um spít­ala og mennta­stofn­ana. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á mál­inu við með­ferð þess á þingi þrátt fyr­ir að hátt í 200 um­sagn­ir hafi borist.

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Allir þingmenn og varaþingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu atkvæði gegn breytingartillögum um aukningu fjárframlaga til heilbrigðis- og menntamála við afgreiðslu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar á Alþingi í nótt. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í fjárlaganefnd, þær Oddný Harðardóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lögðu fram ítarlegar tillögur um breytingar á útgjalda- og tekjurömmum áætlunarinnar með það fyrir augum að liðka fyrir frekari uppbyggingu innviða og aukinni samneyslu á kjörtímabilinu. Hver einasti liður breytingartillaganna var felldur en áætlunin samþykkt óbreytt með 32 atkvæðum gegn 31. 

Eins og Stundin fjallaði um í apríl hefur Fjármálaráð, sérfræðingahópur skipaður af fjármálaráðherra sjálfum, gefið fjármálaáætluninni falleinkunn og bent á að hún gangi í ýmsum grundvallaratriðum í berhögg við grunngildi laga um opinber fjármál. Fjármálaráð hefur fundið að því að áætlunin sé ógagnsæ og framsetningin óskýr og varað við slökun í aðhaldi ríkisfjármála, enda kunni slíkt að leiða til þess að Seðlabankinn þurfi að hækka vexti í framtíðinni. Rektor Háskóla Íslandsog stjórnendur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri hafa einnig gert alvarlegar athugasemdir við ályktunina auk þess sem lögreglustjórar þriggja lögregluumdæma segjast þurfa að segja upp fjölda lögreglumanna verði áætluninni fylgt eftir. 

Í breytingartillögu Oddnýjar Harðardóttur var meðal annars lagt til að aflað yrði aukinna tekna með sköttum á tekjur og hagnað, eignarsköttum og sköttum á vörur og þjónustu. Að sama skapi lagði hún til að útgjöld yrðu aukin, til dæmis að framlög til háskólastigsins yrðu hækkuð um samtals 15 milljarða frá því sem mælt er fyrir um í upphaflegri fjármálaáætlun og framlög til sjúkrahúsþjónustu aukin um samtals 56 milljarða.

Breytingartillaga Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur var almennari. Þar var lagt til að ný málefnasvið og nýir tekju- og útgjaldarammar myndu bætast við áætlunina þar sem gert yrði ráð fyrir tugmilljarða aukningu án þess að aukningin til hvers einasta málefnasviðs væri tilgreind. Báðar tillögurnar voru felldar. 

Frá því að fjármálaáætlunin var lögð fram á Alþingi þann 31. mars síðastliðinn hafa borist um 160 umsagnir þar sem má finna ábendingar, tillögur að breytingum og gagnrýni. Ekkert af þessu varð þess valdandi að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra.

Fjármálaáætlunin var samþykkt óbreytt með 32 atkvæðum gegn 31 í nótt.

Eftirtaldir þingmenn greiddu atkvæði með fjármálaáætluninni og gegn öllum tillögum um aukna tekjuöflun og aukin útgjöld hins opinbera:

Albert Guðmundsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Benedikt Jóhannesson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Bjarni Halldór Janusson, Björt Ólafsdóttir, Brynjar Níelsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Jónína E. Arnardóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Óttarr Proppé, Pawel Bartoszek, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Teitur Björn Einarsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Þorsteinn Víglundsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár