tárunum aftur. Hún og Gabriela Mozejko, vinkona hennar frá heimalandinu, voru komnar á skrifstofu stéttarfélagsins Bárunnar, og hún fór að gráta. Hún vissi að Gabriela væri jafn niðurbrotin, en hún fann enn nægan styrk til að halda uppi grímu sinni og sitja bein í baki. „Við erum að vinna meira en var auglýst, 11–12 tíma á dag í stað 10,“ sagði Dagmara á þessum fundi. „Stundum fáum við engan frídag alla vikuna og við vinnum allar helgarnar.“
Maðurinn sem sat andspænis þeim, Hjalti Tómasson, var orðinn vanur því að sjá ungar stúlkur brotna niður fyrir framan sig — stúlkur sem voru fjarri heimalandi sínu, höfðu ekkert bakland, og áttu engan að — og þurfa að gegna hlutverki sálfræðings jafnhliða stéttarfélagsfulltrúa. „Þær voru skíthræddar við hann og sögðust trúa honum til alls,“ segir Hjalti.
Athugasemdir