Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nafnlaus leiðari Morgunblaðsins til stuðnings Davíð

Nafn­laus leið­ari Morg­un­blaðs­ins í dag er skrif­að­ur til stuðn­ings áherslu­mál­um Dav­íðs Odds­son­ar, for­setafram­bjóð­anda og rit­stjóra blaðs­ins. Gagn­rýni á Guðna Th. Jó­hann­es­son er enduróm­uð í leið­ar­an­um.

Nafnlaus leiðari Morgunblaðsins til stuðnings Davíð
Davíð Oddsson Ritstjóri Morgunblaðsins er sagður í leyfi en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hann fór í leyfi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Leynd hvílir yfir höfundi leiðara Morgunblaðsins sem birtist í dag en þar er gert lítið úr þeim fjölmiðlamönnum sem gagnrýnt hafa meðal annars undirskriftasöfnun sem átti sér stað á göngum Morgunblaðsins til stuðnings forsetaframboðs Davíðs Oddssonar, ritstjóra blaðsins. 

Í leiðaranum eru samtökin Modern Media Institute (IMMI) gagnrýnd og sögð eiga höfuðstöðvar á heimili Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, og gert að því skóna að skoðanir framkvæmdastjóra samtakanna, Guðjóns Idir, séu runnar undan rifjum Pírata. Sá sagði blaðamenn Morgunblaðsins setta í ankannalega stöðu þegar aðstoðarmenn Davíðs gengu blaðamanna á milli og öfluðu undirskrifta fyrir forsetaframboð ritstjórans.

Vafasamur samanburður við stöðu Þóru

Höfundi leiðarans þótti athyglisvert að formaður Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, hafi þótt það furðulegt að ritstjóri blaðsins væri að bjóða sig fram til forseta.

„Man nokkur eftir því að formaður Blaðamannafélagsins hafi lýst áhyggjum af því fyrir fjórum árum að Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóssins, væri í forsetaframboði? Enginn? Það er eðlilegt, enda gerði hann það ekki. Af hverju veldur framboð ritstjóra Morgunblaðsins honum þá áhyggjum?“

Þóra Arnórsdóttir var hins vegar ekki ritstjóri Kastljóssins þegar kom að framboði hennar. Þá viðhafði Kastsljósið ekki daglegar umfjallanir um forsetakosningarnar. Morgunblaðið sýndi hins vegar beint frá vígslu kosningaskrifstofu Davíðs á vef sínum, mbl.is, sem er mest sótti vefur landsins.

Gagnrýni á Guðna Th.

Davíð Oddsson hefur á opinberum vettvangi meðal annars gagnrýnt forsetaframbjóðandann Guðna Th. Jóhannesson fyrir stuðning sinn við Icesave-samningana og er sú gagnrýni endurómuð í leiðaranum.

Áhersla leiðara blaðsins er samhljóma áherslunum í forsetaframboði ritstjórans, þar sem vísað er til reynslu hans, vilja hans til að leggja áherslu á innanlandsmál og að tala uppbyggilega um afrek þjóðarinnar.

Þar segir meðal annars: „Mikilvægt er að kjósendur fái sem fyllstu mynd af þeim sem í framboði eru, ekki síst þeim sem útlit er fyrir að hafi nokkurt fylgi. Hvaða skoðanir hafa þeir og hvaða afstöðu hafa þeir haft til meiriháttar þjóðmála? Hvað skoðanir varðar er sagan yfirleitt ólygnust. Þá þarf að upplýsa hvaða reynslu frambjóðendur hafa sem nýst getur í slíku embætti því að ekkert starf er þess eðlis, allra síst æðsta embætti þjóðarinnar, að reynslan geti verið undanskilin við mat á þeim sem í boði eru ... Í þessu efni, eins og í öðru, hefur meðal annars þýðingu hvernig frambjóðendur hafa talað og beitt sér fram til þessa. Hafa þeir beitt sér í þágu íslenskra hagsmuna eða hafa þeir með framgangi sínum þjónað öðrum hagsmunum? Hafa þeir fjallað uppbyggilega um sögu lands og þjóðar og þau afrek sem unnin hafa verið til að koma Íslandi í þær álnir sem raun ber vitni, eða hafa þeir gert lítið úr vinnu þeirra sem á undan eru gengnir?“ spyr leiðarahöfundur Morgunblaðsins um kosningarnar sem ritstjóri blaðsins tekur nú þátt í.

„Hvort þeir telja mikilvægast að horft sé heim og embættið nýtt til að efla og styrkja þjóðina“

Þá er í leiðaranum spurt hvort frambjóðendur vilji beita embættinu á alþjóðavettvangi „eða hvort þeir telja mikilvægast að horft sé heim og embættið nýtt til að efla og styrkja þjóðina“, en Davíð hefur haldið þeim sjónarmiðum á lofti að forsetinn beri að horfa inn á við.

Guðni sagði goðsögn hafa verið búna til

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson Forsetaframbjóðandinn segist heyja sína kosningabaráttuna á sínum forsendum.

Meðal þess sem rifjað hefur verið upp um Guðna Th. undanfarið er að hann hafi sagt þorskastríðið ekki hafa verið eiginlegt stríð, og hvatti til hófsemdar í umræðu um sigur Íslendinga árið 2011. „Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Sitthvað er til í þessu en þó er sagan flóknari þegar vel er að gáð. Samstaðan er ýkt, lítið gert úr því að semja þurfti til sigurs og misskilningi um frumkvæði Íslendinga í hafréttarmálum hampað. Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann.“

„Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann.“

Davíð gagnrýndi Guðna fyrir orð hans í sjónvarpsþættinum Eyjunni. „Guðni talaði um að þorskastríðið væri goðsögn, vitleysa og hetjusagnir þegar hann var að vinna að því að fá Icesave samþykkt. Þetta finnst mér ekki hægt. Eftir hrunið hefur sálin farið svolítið úr skorðum.“

Guðni benti á í umræðu um Icesave að Íslendingar hefðu í öllum tilvikum samið við Breta í Þorskastríðunum.

Guðni vill ekki tjá sig um nafnlausan leiðara blaðs keppinautar hans í forsetaframboðinu. Hann segist vera í framboði á sínum eigin forsendum: „Ég er í forsetaframboði á mínum eigin forsendum og þær snúast um að kynna mín eigin sjónarmið og sýn á þetta embætti.“

Leynd yfir höfundi leiðarans

Stundin hafði samband við Morgunblaðið til þess að fá úr því skorið hver hafi skrifað umræddan leiðara. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, Haraldur Johannessen, var ekki til tals en aðstoðarritstjóri blaðsins, Karl Blöndal, vildi ekkert gefa upp um höfund leiðarans.

„Það er ekki gefið upp hver skrifaði leiðarann“

„Það er ekki gefið upp hver skrifaði leiðarann og það hefur aldrei verið gert.“

Er Davíð Oddsson kominn í leyfi?

„Já hann er kominn í leyfi.“

Hvenær var það?

„Ég var að koma í vinnu dag frá útlöndum þannig að ég er bara ekki viss.“

Hver veit hvenær Davíð fór í leyfi?

„Ég er bara ekki viss.“

Í ljós kom þó að einn starfsmaður Árvakurs var með það á hreinu hvenær Davíð fór í leyfi. Sú er starfsmannastjóri Árvakurs, Svanhvít Guðmundsdóttir. Hún sagði í samtali við Stundina að Davíð hafi farið í leyfi föstudaginn fyrir opinberun Davíðs í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Það var 8. maí síðastliðinn.

„Ég geng ekki að neinu gefnu, en ef hins veg­ar ein­hver ann­ar verður fyr­ir val­inu til þess­ara starfa, myndi ég bara mæta til skrifta á sunnu­deg­in­um tutt­ug­asta­og­sjötta“

Það stangast hins vegar á við upplýsingar sem koma fram í viðtali við Davíð Oddsson sem birtist í sama miðli og hann ritstýrir, Morgunblaðinu. Í viðtali sem birtist sama dag og Davíð Oddsson tilkynnti um forsetaframboð sitt kemur fram að Davíð ætli að taka sér leyfi frá störfum sem ritstjóri blaðsins en þó ekki strax eða eins og það var orðað „...á allra næstu dögum.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Davíð sé ekki farinn í leyfi: „Davíð tek­ur sér leyfi frá störf­um sem rit­stjóri Morg­un­blaðsins og mbl.is á allra næstu dög­um. Hann seg­ist eft­ir að ganga frá ein­hverj­um hlut­um áður. Spurður að því hvort hann sé al­far­inn nái hann kjöri, seg­ist hann ekki kom­inn svo langt.“

Verður Davíð forseti og ritstjóri Morgunblaðsins?

Davíð sagði frá því að hann hefði ekki enn ákveðið hvort hann yrði áfram ritstjóri Morgunblaðsins, yrði hann kjörinn forseti. „Ég er ekki bú­inn að hugsa dæmið svo langt því ég tel nú að þetta geti gengið á hvern veg sem er. Þannig að ég er ekk­ert far­inn að gera slík­ar pæl­ing­ar. Ég ákveð það þegar og ef væri,“ sagði Davíð orðrétt.

„Ég geng ekki að neinu gefnu, en ef hins veg­ar ein­hver ann­ar verður fyr­ir val­inu til þess­ara starfa, myndi ég bara mæta til skrifta á sunnu­deg­in­um tutt­ug­asta­og­sjötta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár