Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnendur Hópkaups á flótta vegna fjarheilara

Aug­lýs­ing Maríu Jón­as­dótt­ur vakti mikla at­hygli í gær en tals­mað­ur Hóp­kaups seg­ir í Harma­geddon að aug­lýs­ing­in hafi ver­ið fjar­lægð. Hóp­kaup fær hluta af ágóð­an­um af við­skipt­um fjar­heilar­ans.

Stjórnendur Hópkaups á flótta vegna fjarheilara
Auglýsing fjarlægð Að sögn talsmanns Hópkaups hefur auglýsing Maríu verið fjarlægð.

Auglýsing Maríu Jónasdóttur fjarheilara hefur verið fjarlægð af forsíðu Hópkaups eftir fjölmiðlaumfjöllun í gær. Auglýsingin er þó aðgengileg sé farið beint inn á viðkomandi síðu. Talsmaður Hópkaups sagði í Harmageddon í morgun að sá sem bæri ábyrgð á auglýsingu Maríu væri í sumarfríi. Óbreyttur starfsmaður var látinn svara fyrir auglýsinguna og tjáði hún útvarpsmönnum að auglýsingin hafi verið fjarlægð.

Hópkaup er í eigu félagsins Móberg sem er svo aftur í eigu Skorra Rafns Rafnsssonar. 

Stundin gerði tilraun til að ræða við talsmanninn en hún var sögð vera á fundi þrátt fyrir að hringt væri fáeinum mínútum eftir að hún ræddi við Harmageddon í beinni útsendingu. Hópkaup fær hluta ágóða af sölu vöru og þjónustu sem seld er á síðunni. „Hópkaup leitast við að skipta eingöngu við trausta og örugga aðila,“ segir á heimasíðu Hópkaups.

Í viðtali við Stundina í gær sagði María að hún væri útvalin af guði og útilokar ekki að hún geti læknað sjúkling af krabbameini. „Í fjarheilunum mínum og fyrirbænum sest ég niður og tengi mig við almættið og ber upp erindið sem getur verið almenn fyrirbæn, heilun eða sérbeiðnir. Allir aldurshópar geta þegið fjarheilun og fyrirbænir. Ég hef mikið unnið við að auka orkustig einstaklingsins og andlega vellíðan með því að fjarlægja kvíða og ótta og auka þar með hæfni hans til að takast á við lífið. Einnig hafa líkamlegir kvillar oft stórminnkað og jafnvel alveg horfið,“ segir í texta auglýsingarinnar. Boðið er upp á tilboð á heilun á 4.800 krónur sem kostar vanalega 8.000 krónur.

Einnig hafa líkamlegir kvillar oft stórminnkað og jafnvel alveg horfið“

María sagði í viðtali við Stundina í gær að Hópkaup hefði leitað til sín. „Síðan fann ég það að fyrirbænir mínar og fjarheilanir voru orðnar það sterkar að ég þurfti ekki að hafa aðstöðuna. Þannig að ég sagði henni upp. Það er hringt í mig frá Hópkaup og spurt hvort ég vilji ekki endurnýja því ég hafi auglýst hitt fyrirkomulagið í fyrra,“ sagði María.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu