Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendur Hópkaups á flótta vegna fjarheilara

Aug­lýs­ing Maríu Jón­as­dótt­ur vakti mikla at­hygli í gær en tals­mað­ur Hóp­kaups seg­ir í Harma­geddon að aug­lýs­ing­in hafi ver­ið fjar­lægð. Hóp­kaup fær hluta af ágóð­an­um af við­skipt­um fjar­heilar­ans.

Stjórnendur Hópkaups á flótta vegna fjarheilara
Auglýsing fjarlægð Að sögn talsmanns Hópkaups hefur auglýsing Maríu verið fjarlægð.

Auglýsing Maríu Jónasdóttur fjarheilara hefur verið fjarlægð af forsíðu Hópkaups eftir fjölmiðlaumfjöllun í gær. Auglýsingin er þó aðgengileg sé farið beint inn á viðkomandi síðu. Talsmaður Hópkaups sagði í Harmageddon í morgun að sá sem bæri ábyrgð á auglýsingu Maríu væri í sumarfríi. Óbreyttur starfsmaður var látinn svara fyrir auglýsinguna og tjáði hún útvarpsmönnum að auglýsingin hafi verið fjarlægð.

Hópkaup er í eigu félagsins Móberg sem er svo aftur í eigu Skorra Rafns Rafnsssonar. 

Stundin gerði tilraun til að ræða við talsmanninn en hún var sögð vera á fundi þrátt fyrir að hringt væri fáeinum mínútum eftir að hún ræddi við Harmageddon í beinni útsendingu. Hópkaup fær hluta ágóða af sölu vöru og þjónustu sem seld er á síðunni. „Hópkaup leitast við að skipta eingöngu við trausta og örugga aðila,“ segir á heimasíðu Hópkaups.

Í viðtali við Stundina í gær sagði María að hún væri útvalin af guði og útilokar ekki að hún geti læknað sjúkling af krabbameini. „Í fjarheilunum mínum og fyrirbænum sest ég niður og tengi mig við almættið og ber upp erindið sem getur verið almenn fyrirbæn, heilun eða sérbeiðnir. Allir aldurshópar geta þegið fjarheilun og fyrirbænir. Ég hef mikið unnið við að auka orkustig einstaklingsins og andlega vellíðan með því að fjarlægja kvíða og ótta og auka þar með hæfni hans til að takast á við lífið. Einnig hafa líkamlegir kvillar oft stórminnkað og jafnvel alveg horfið,“ segir í texta auglýsingarinnar. Boðið er upp á tilboð á heilun á 4.800 krónur sem kostar vanalega 8.000 krónur.

Einnig hafa líkamlegir kvillar oft stórminnkað og jafnvel alveg horfið“

María sagði í viðtali við Stundina í gær að Hópkaup hefði leitað til sín. „Síðan fann ég það að fyrirbænir mínar og fjarheilanir voru orðnar það sterkar að ég þurfti ekki að hafa aðstöðuna. Þannig að ég sagði henni upp. Það er hringt í mig frá Hópkaup og spurt hvort ég vilji ekki endurnýja því ég hafi auglýst hitt fyrirkomulagið í fyrra,“ sagði María.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár