Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Átta spurningar til Sigríðar Bjarkar

Lög­reglu­stjóri og inn­an­rík­is­ráð­herra ósam­mála úr­skurði Per­sónu­vernd­ar

Átta spurningar til Sigríðar Bjarkar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur enn ekki svarað beiðni Stundarinnar um að veita viðtal vegna úrskurðar Persónuverndar. Persónuvernd telur að Sigríður hafi, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, brotið lög um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga, en bæði Sigríður og Ólöf Nordal innanríkisráðherra eru ósammála þeirri niðurstöðu. Stundin sendi lögreglustjóranum eftirfarandi spurningar:

1. Hvers vegna upplýstirðu ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um samskipti þín við Gísla Frey Valdórsson meðan rannsókn lekamálsins stóð yfir og Gísli hafði réttarstöðu grunaðs manns?

2. Persónuvernd telur verklag þitt hafa farið í bága við 11. og 12. grein laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í viðtali við RÚV á dögunum sagðir þú hins vegar: „Nei, ég tel ekki að ég hafi brotið lög“. Telur þú að Persónuvernd hafi rangt fyrir sér, og ef svo er, hvers vegna?

3. Í yfirlýsingu sem þú sendir frá þér á föstudag segist þú sem sendandi hvorki hafa getað „vitað né tryggt” að viðhlítandi heimild væri fyrir hendi þegar þú sendir Gísla Frey skýrsludrög um málefni Tony Omos. Samkvæmt úrskurði Persónuverndar var hins vegar lögreglan á Suðurnesjum „ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í miðluninni” og sem lögreglustjóri bar þér að tryggja að miðlunin samrýmdist persónuverndarlögum. Telur þú að Persónuvernd hafi rangt fyrir sér um þetta? Hvar telur þú að ábyrgðin liggi, ef hún lá ekki hjá þér?

4. Hvers vegna gafstu Persónuvernd ekki nákvæmar upplýsingar um hvenær þú sendir Gísla Frey skýrsludrögin um málefni Tony Omos?

5. Málsvörn þín undanfarna daga hefur byggt á því að þú hafir ekki vitað að í miðlun persónuupplýsinganna hafi falist lögbrot. Verður tekið tillit til sambærilegra sjónarmiða við meðferð mála sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni?

6. Í tilkynningu sem þú sendir frá þér þann 18. nóvember síðastliðinn sagðist þú hafa hringt í Gísla að morgni 20. nóvember árið 2013 „til að svara skilaboðum.“ Gísli neitaði þessu hins vegar í samtali við fréttastofu RÚV sama dag, og sagðist ekki hafa skilið eftir nein skilaboð til þín. Voru þau skilaboð sem þú varst að svara ekki frá Gísla komin, og ef svo er, frá hverjum voru þau?

7. Í viðtali við RÚV fyrir jól sagðir þú orðrétt: „Ég er með átján ára flekklausan feril. Þið eruð að draga mig niður, ég hef ekkert gert”. Telur þú að fréttaflutningur af samskiptum ykkar Gísla Freys hafi verið tilefnislaus og eingöngu til þess fallinn að draga þig niður?

8. Óttast þú ekki að áframhaldandi seta þín sem lögreglustjóri skaði trúverðugleika og traust landsmanna til embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu?

Tengt efni
Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar ber ekki saman
Innanríkisráðherra styður lögreglustjóra eftir lögbrot
Lögreglustjóri ósammála Persónuvernd
Villandi ummæli í tilkynningu Sigríðar Bjarkar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár