Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn hafi ekki afskipti af rannsóknum einstakra sakamála eins og gerðist í lekamálinu. Þróun af slíku tagi má ekki verða í íslenskri stjórnsýslu.
Þetta brýnir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fyrir stjórnvöldum og þingheimi í ársskýrslu sinni fyrir árið 2015. Þar fjallar hann meðal annars um frumkvæðisathugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og aðstoðarmanna hennar, þeirra Gísla Freys Valdórssonar og Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem lauk í upphafi ársins.
„Sem eftirlitsmaður með stjórnsýslunni tel ég ástæðu til þess að undirstrika að þótt í þessu máli hafi verið fjallað um tiltekin samskipti ráðherra og lögreglustjórans er mikilvægt að borgararnir geti jafnan treyst því að rannsókn sakamála í tilefni af kærum þeirra sem beinast gegn stjórnvöldum fari fram án afskipta fyrirsvarsmanna viðkomandi stjórnvalds,“ segir í skýrslunni. „Ef þessa er ekki gætt er m.a. hætta á slíkum afskiptum ef þeir
Athugasemdir