Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hanna Birna valin í stjórn Jafnréttissjóðs Íslands

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, sagði af sér ráð­herra­dómi og hætti í stjórn­mál­um eft­ir að hafa ver­ið stað­in að því að segja Al­þingi margsinn­is ósatt um mál er varð­aði brot gegn ein­stæðri móð­ur frá Níg­er­íu. Nú er hún einn af full­trú­um Al­þing­is í stjórn Jafn­rétt­is­sjóðs Ís­lands.

Hanna Birna valin í stjórn Jafnréttissjóðs Íslands

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, var kosin sem aðalmaður í stjórn Jafnréttissjóðs Íslands á Alþingi í nótt og tekur við af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem fulltrúi sjálfstæðismanna í sjóðnum.

„Hér hefur borist ein tilnefning um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég Hönnu Birnu Kristjánsdóttur réttkjörna sem aðalmann í Jafnréttissjóði Íslands,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis þegar hún tilkynnti um kosningu eins aðalmanns í Jafnréttissjóð Íslands í stað Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem kosin var af Alþingi þann 15. mars í fyrra. 

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður á grundvelli þingsályktunar þann 19. júní 2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. 

Hanna Birna Kristjánsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og gegndi embætti innanríkisráðherra árin 2013 til 2014. Hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að fram hafði farið lögreglurannsókn á ráðuneyti hennar og pólitískur aðstoðarmaður dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á þagnarskyldu sem bitnaði á tveimur hælisleitendum frá Nígeríu. Þá hafði ráðherra margsinnis verið staðin að því að segja fjölmiðlum og Alþingi ósatt um málavöxtu. Í ársbyrjun 2015 komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að Hanna Birna hefði brotið lög og misbeitt valdi sínu með því að hafa ítrekuð afskipti af lögreglurannsókninni sem beindist að hennar nánustu aðstoðarmönnum og beita lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu þrýstingi. Hér er farið yfir helstu atriði málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár