Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þrengt að umboðsmanni

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is mun ekki fá nægi­legt fjár­magn til þess að sinna frum­kvæðis­at­hug­un­um. Ákvörð­un­in kem­ur í kjöl­far harðr­ar gagn­rýni flokks­manna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á störf um­boðs­manns í leka­mál­inu, sem sneri að ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þrengt að umboðsmanni
Umboðsmaður Alþingis Tryggvi Gunnarsson var harðlega gagnrýndur fyrir að opinbera athugasemdir við störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Alþingi samþykkti breytingar á fjárlögum næsta árs síðustu helgi eftir margra daga umræður. Fallið var frá breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um að skera framlög til embættis umboðsmanns Alþingis um þrettán milljónir króna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lagði til að embættið fengi fimmtán milljóna króna viðbótarframlag en ekki náðist samstaða um það í fjárlaganefnd. Þetta er sú upphæð sem umboðsmaður hefur sagt að hann þurfi til þess að geta sinnt frumkvæðisathugunum.

Embætti umboðsmanns Alþingis sætti harðri gagnrýni af hálfu stjórnarliða, þar á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, fyrir vinnulagið í tengslum við frumkvæðisathugun embættisins á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjóra meðan á rannsókn lekamálsins stóð. Í nýlegu áliti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur hinsvegar fram að verklag embættisins hafi verið eðlilegt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár