Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þrengt að umboðsmanni

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is mun ekki fá nægi­legt fjár­magn til þess að sinna frum­kvæðis­at­hug­un­um. Ákvörð­un­in kem­ur í kjöl­far harðr­ar gagn­rýni flokks­manna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á störf um­boðs­manns í leka­mál­inu, sem sneri að ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þrengt að umboðsmanni
Umboðsmaður Alþingis Tryggvi Gunnarsson var harðlega gagnrýndur fyrir að opinbera athugasemdir við störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Alþingi samþykkti breytingar á fjárlögum næsta árs síðustu helgi eftir margra daga umræður. Fallið var frá breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um að skera framlög til embættis umboðsmanns Alþingis um þrettán milljónir króna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lagði til að embættið fengi fimmtán milljóna króna viðbótarframlag en ekki náðist samstaða um það í fjárlaganefnd. Þetta er sú upphæð sem umboðsmaður hefur sagt að hann þurfi til þess að geta sinnt frumkvæðisathugunum.

Embætti umboðsmanns Alþingis sætti harðri gagnrýni af hálfu stjórnarliða, þar á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, fyrir vinnulagið í tengslum við frumkvæðisathugun embættisins á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjóra meðan á rannsókn lekamálsins stóð. Í nýlegu áliti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur hinsvegar fram að verklag embættisins hafi verið eðlilegt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár