Þrengt að umboðsmanni

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is mun ekki fá nægi­legt fjár­magn til þess að sinna frum­kvæðis­at­hug­un­um. Ákvörð­un­in kem­ur í kjöl­far harðr­ar gagn­rýni flokks­manna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á störf um­boðs­manns í leka­mál­inu, sem sneri að ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þrengt að umboðsmanni
Umboðsmaður Alþingis Tryggvi Gunnarsson var harðlega gagnrýndur fyrir að opinbera athugasemdir við störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Alþingi samþykkti breytingar á fjárlögum næsta árs síðustu helgi eftir margra daga umræður. Fallið var frá breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um að skera framlög til embættis umboðsmanns Alþingis um þrettán milljónir króna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lagði til að embættið fengi fimmtán milljóna króna viðbótarframlag en ekki náðist samstaða um það í fjárlaganefnd. Þetta er sú upphæð sem umboðsmaður hefur sagt að hann þurfi til þess að geta sinnt frumkvæðisathugunum.

Embætti umboðsmanns Alþingis sætti harðri gagnrýni af hálfu stjórnarliða, þar á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, fyrir vinnulagið í tengslum við frumkvæðisathugun embættisins á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjóra meðan á rannsókn lekamálsins stóð. Í nýlegu áliti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur hinsvegar fram að verklag embættisins hafi verið eðlilegt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár