Alþingi samþykkti breytingar á fjárlögum næsta árs síðustu helgi eftir margra daga umræður. Fallið var frá breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um að skera framlög til embættis umboðsmanns Alþingis um þrettán milljónir króna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lagði til að embættið fengi fimmtán milljóna króna viðbótarframlag en ekki náðist samstaða um það í fjárlaganefnd. Þetta er sú upphæð sem umboðsmaður hefur sagt að hann þurfi til þess að geta sinnt frumkvæðisathugunum.
Embætti umboðsmanns Alþingis sætti harðri gagnrýni af hálfu stjórnarliða, þar á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, fyrir vinnulagið í tengslum við frumkvæðisathugun embættisins á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjóra meðan á rannsókn lekamálsins stóð. Í nýlegu áliti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur hinsvegar fram að verklag embættisins hafi verið eðlilegt.
Athugasemdir