Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu“

Hanna Birna seg­ir stjórn­mál­in ekki hafa gef­ið sér tæki­færi til að rækta það góða í sjálfri sér. Karl­ar njóti mýkri með­ferð­ar en kon­ur. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar hef­ur Hanna Birna gagn­rýnt flokks­systkini sín fyr­ir að hafa ekki veitt sér sama stuðn­ing og Ill­ugi fékk í hremm­ing­um sín­um.

„Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýndi harðlega íslenska stjórnmálamenningu og fjölmiðla í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar var hún til viðtals ásamt þingmönnunum Björt Ólafsdóttur, Ögmundi Jónassyni og Karli Garðarssyni. Benti Hanna Birna á að konur fengju oft harðari útreið í stjórnmálum heldur en karlar. 

„Mér finnst konur mæta allt öðrum veruleika en vinir mínir strákarnir, allavega í mínum flokki,“ sagði Hanna Birna. Leiða má líkum að því að þarna hafi hún óbeint verið að vísa til stuðningsins sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fékk innan Sjálfstæðisflokksins þegar staða hans var veik vegna Orku Energy-málsins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gagnrýndi Hanna Birna samherja sína á þingflokksfundi í fyrra fyrir að hafa ekki veitt sér sama stuðning í lekamálinu og Illugi Gunnarsson naut í sínum hremmingum.

Engu að síður er ljóst að sjálfstæðismenn vörðu hana af miklum krafti í opinberri umræðu um lekamálið og skiptu upp heilu ráðuneyti svo Hanna Birna gæti áfram gegnt ráðherrastöðu þrátt fyrir sakamálarannsókn á ráðuneyti hennar og ákæru ríkissaksóknara á hendur aðstoðarmanni hennar. Þá neitaði fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar að afhenda fjölmiðlum upplýsingar um leyniathugun sem fram fór á vegum rekstrarfélags stjórnarráðsins. Upplýsingarnar áttu síðar eftir að afhjúpa að margumtöluð innanhússrannsókn rekstrarfélagsins á trúnaðarbroti innanríkisráðuneytisins hafði verið í algjöru skötulíki.

Í Vikulokunum sagðist Hanna Birna aldrei mundu hafa trúað því að hún ætti aðeins eftir að sitja í þrjú ár á Alþingi, enda hefðu stjórnmál alla tíð verið hennar helsta ástríða. „Frá því man eftir mér, pínulítið kríli, hefur þetta verið það eina sem mig hefur langað til að gera,“ sagði hún. 

Hanna Birna sagðist upphaflega hafa farið inn í stjórnmál til að breyta hugmyndinni um konur. Þetta hefði ekki gengið og hjarta hennar væri ekki lengur í stjórnmálunum. „Mér finnst ganga of hægt að breyta stjórnmálunum, mér finnst þau gamaldags, mér finnst þau staðin, mér finnst þau kalla á endalaus átök, mér finnst þau kalla á uppstillingar á svörtu og hvítu, mér finnst þau ekki gefa mér tækifæri til að rækta það góða í mér og mér finnst um leið að það skili ekki góðu fyrir almenning,“ sagði hún. 

Þá vék hún að fjölmiðlum en viðurkenndi jafnframt að ekki væri vinsælt að gagnrýna þá. „Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu,“ sagði Hanna Birna og bætti því við að hvað þetta varðaði langaði hana í „annan veruleika“. Það væri ekki aðeins stjórnmálamönnum að kenna að staða stjórnmálanna væri bagaleg heldur einnig fjölmiðlum. „Menn vilja frekar heyra að við Ögmundur séum ósammála og séum að takast á, menn vilja frekar fréttina um Eygló sem sat hjá heldur en um okkur sem tókst að vinna rosalega stór og góð mál inn á þingi, menn vilja frekar þær fréttir, þær selja og það er líka bara staðreynd lífsins,“ sagði hún. Skemmst er að minnast þess að á fimmtudaginn gagnrýndi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðla harðlega og sagðist hafa á tilfinninguna að þeir hefðu enga ritstjórnarstefnu, fylgdu engum þræði og væru eins og tóm skel. 

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagðist í spjallinu í Vikulokum ekki hafa upplifað að konur fengju harðari útreið í stjórnmálum en karlar. Hann sagðist stundum hafa á tilfinningunni að konur væru „að nýta sér svona tal sér til framdráttar“. Þá hafnaði hann hugmyndum Hönnu Birnu um samræðu- og sáttastjórnmál og sagði mikilvægt og eðlilegt að átakalínurnar í stjórnmálum væri sem sýnilegastar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár