Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu“

Hanna Birna seg­ir stjórn­mál­in ekki hafa gef­ið sér tæki­færi til að rækta það góða í sjálfri sér. Karl­ar njóti mýkri með­ferð­ar en kon­ur. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar hef­ur Hanna Birna gagn­rýnt flokks­systkini sín fyr­ir að hafa ekki veitt sér sama stuðn­ing og Ill­ugi fékk í hremm­ing­um sín­um.

„Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýndi harðlega íslenska stjórnmálamenningu og fjölmiðla í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar var hún til viðtals ásamt þingmönnunum Björt Ólafsdóttur, Ögmundi Jónassyni og Karli Garðarssyni. Benti Hanna Birna á að konur fengju oft harðari útreið í stjórnmálum heldur en karlar. 

„Mér finnst konur mæta allt öðrum veruleika en vinir mínir strákarnir, allavega í mínum flokki,“ sagði Hanna Birna. Leiða má líkum að því að þarna hafi hún óbeint verið að vísa til stuðningsins sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fékk innan Sjálfstæðisflokksins þegar staða hans var veik vegna Orku Energy-málsins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gagnrýndi Hanna Birna samherja sína á þingflokksfundi í fyrra fyrir að hafa ekki veitt sér sama stuðning í lekamálinu og Illugi Gunnarsson naut í sínum hremmingum.

Engu að síður er ljóst að sjálfstæðismenn vörðu hana af miklum krafti í opinberri umræðu um lekamálið og skiptu upp heilu ráðuneyti svo Hanna Birna gæti áfram gegnt ráðherrastöðu þrátt fyrir sakamálarannsókn á ráðuneyti hennar og ákæru ríkissaksóknara á hendur aðstoðarmanni hennar. Þá neitaði fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar að afhenda fjölmiðlum upplýsingar um leyniathugun sem fram fór á vegum rekstrarfélags stjórnarráðsins. Upplýsingarnar áttu síðar eftir að afhjúpa að margumtöluð innanhússrannsókn rekstrarfélagsins á trúnaðarbroti innanríkisráðuneytisins hafði verið í algjöru skötulíki.

Í Vikulokunum sagðist Hanna Birna aldrei mundu hafa trúað því að hún ætti aðeins eftir að sitja í þrjú ár á Alþingi, enda hefðu stjórnmál alla tíð verið hennar helsta ástríða. „Frá því man eftir mér, pínulítið kríli, hefur þetta verið það eina sem mig hefur langað til að gera,“ sagði hún. 

Hanna Birna sagðist upphaflega hafa farið inn í stjórnmál til að breyta hugmyndinni um konur. Þetta hefði ekki gengið og hjarta hennar væri ekki lengur í stjórnmálunum. „Mér finnst ganga of hægt að breyta stjórnmálunum, mér finnst þau gamaldags, mér finnst þau staðin, mér finnst þau kalla á endalaus átök, mér finnst þau kalla á uppstillingar á svörtu og hvítu, mér finnst þau ekki gefa mér tækifæri til að rækta það góða í mér og mér finnst um leið að það skili ekki góðu fyrir almenning,“ sagði hún. 

Þá vék hún að fjölmiðlum en viðurkenndi jafnframt að ekki væri vinsælt að gagnrýna þá. „Fjölmiðlar hafa engan áhuga á sátt og samstöðu,“ sagði Hanna Birna og bætti því við að hvað þetta varðaði langaði hana í „annan veruleika“. Það væri ekki aðeins stjórnmálamönnum að kenna að staða stjórnmálanna væri bagaleg heldur einnig fjölmiðlum. „Menn vilja frekar heyra að við Ögmundur séum ósammála og séum að takast á, menn vilja frekar fréttina um Eygló sem sat hjá heldur en um okkur sem tókst að vinna rosalega stór og góð mál inn á þingi, menn vilja frekar þær fréttir, þær selja og það er líka bara staðreynd lífsins,“ sagði hún. Skemmst er að minnast þess að á fimmtudaginn gagnrýndi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðla harðlega og sagðist hafa á tilfinninguna að þeir hefðu enga ritstjórnarstefnu, fylgdu engum þræði og væru eins og tóm skel. 

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagðist í spjallinu í Vikulokum ekki hafa upplifað að konur fengju harðari útreið í stjórnmálum en karlar. Hann sagðist stundum hafa á tilfinningunni að konur væru „að nýta sér svona tal sér til framdráttar“. Þá hafnaði hann hugmyndum Hönnu Birnu um samræðu- og sáttastjórnmál og sagði mikilvægt og eðlilegt að átakalínurnar í stjórnmálum væri sem sýnilegastar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár