Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA

Hell­en Magne Gunn­ars­dótt­ir er í Pana­ma­gögn­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Erni Karls­syni en þau eiga fé­lag sem á 280 millj­óna króna eign­ir á Tor­tólu. Þau stunda við­skipti við Kirkju­bæj­ar­sk­laust­ur með sjóði í eigu GAMMA sem sér­hæf­ir sig í land­bún­aði en fyr­ir­tæki þeirra stund­ar nytja­skóg­rækt. Rík­is­stofn­un á sviði skóg­rækt­ar fjár­magn­ar nytja­skóg­rækt­ina á jörð­inni til 40 ára.

Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA
Kom upp í Panamagögnunum Viðskiptaumsvif Hellenar M. Gunnarsdóttur, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu, í skattaskjóli voru ókunn þar til nafn hennar kom upp í Panamagögnunum. Hún er auk þess viðskiptafélagi GAMMA sem er orðið stór hagsmunaðili í námslánakerfinu á Íslandi en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er nýbúinn að leggja fram nýtt frumvarp um námslánakerfið.

Skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Hellen Magnea Gunnarsdóttir, er viðskiptafélagi sjóðsstýringarfyrirtækisins GAMMA í fyrirtæki sem heitir Fjósakot ehf. sem stundar landbúnað á jörðinni Sandhóli við Kirkjubæjarklaustur. Hellen er skrifstofustjóri mennta- og vísinda í menntamálaráðuneytinu.  

Sjóður í stýringu GAMMA, Agri, á nánast allt hlutafé í rekstrarfélaginu búsins eða 99,15 prósent. GAMMA setti tæplega 117 milljónir króna hlutafé inn í félagið árið 2012 en það var þá alfarið í eigu Hellenar og eiginmanns hennar, Arnar Karlssonar, fjárfestis og framkvæmdastjóra fjárfestingarfyrirtækisins Teton ehf. Hellen er jafnframt persónulega eigandi fasteignanna á jörðinni, íbúðarhúss, fjárhúss og geymslu meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár