Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA

Hell­en Magne Gunn­ars­dótt­ir er í Pana­ma­gögn­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Erni Karls­syni en þau eiga fé­lag sem á 280 millj­óna króna eign­ir á Tor­tólu. Þau stunda við­skipti við Kirkju­bæj­ar­sk­laust­ur með sjóði í eigu GAMMA sem sér­hæf­ir sig í land­bún­aði en fyr­ir­tæki þeirra stund­ar nytja­skóg­rækt. Rík­is­stofn­un á sviði skóg­rækt­ar fjár­magn­ar nytja­skóg­rækt­ina á jörð­inni til 40 ára.

Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA
Kom upp í Panamagögnunum Viðskiptaumsvif Hellenar M. Gunnarsdóttur, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu, í skattaskjóli voru ókunn þar til nafn hennar kom upp í Panamagögnunum. Hún er auk þess viðskiptafélagi GAMMA sem er orðið stór hagsmunaðili í námslánakerfinu á Íslandi en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er nýbúinn að leggja fram nýtt frumvarp um námslánakerfið.

Skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Hellen Magnea Gunnarsdóttir, er viðskiptafélagi sjóðsstýringarfyrirtækisins GAMMA í fyrirtæki sem heitir Fjósakot ehf. sem stundar landbúnað á jörðinni Sandhóli við Kirkjubæjarklaustur. Hellen er skrifstofustjóri mennta- og vísinda í menntamálaráðuneytinu.  

Sjóður í stýringu GAMMA, Agri, á nánast allt hlutafé í rekstrarfélaginu búsins eða 99,15 prósent. GAMMA setti tæplega 117 milljónir króna hlutafé inn í félagið árið 2012 en það var þá alfarið í eigu Hellenar og eiginmanns hennar, Arnar Karlssonar, fjárfestis og framkvæmdastjóra fjárfestingarfyrirtækisins Teton ehf. Hellen er jafnframt persónulega eigandi fasteignanna á jörðinni, íbúðarhúss, fjárhúss og geymslu meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár