Skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Hellen Magnea Gunnarsdóttir, er viðskiptafélagi sjóðsstýringarfyrirtækisins GAMMA í fyrirtæki sem heitir Fjósakot ehf. sem stundar landbúnað á jörðinni Sandhóli við Kirkjubæjarklaustur. Hellen er skrifstofustjóri mennta- og vísinda í menntamálaráðuneytinu.
Sjóður í stýringu GAMMA, Agri, á nánast allt hlutafé í rekstrarfélaginu búsins eða 99,15 prósent. GAMMA setti tæplega 117 milljónir króna hlutafé inn í félagið árið 2012 en það var þá alfarið í eigu Hellenar og eiginmanns hennar, Arnar Karlssonar, fjárfestis og framkvæmdastjóra fjárfestingarfyrirtækisins Teton ehf. Hellen er jafnframt persónulega eigandi fasteignanna á jörðinni, íbúðarhúss, fjárhúss og geymslu meðal annars.
Athugasemdir