Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigurður Ingi verði nýr forsætisráðherra Íslands

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son mun stíga til hlið­ar sem for­sæt­is­ráð­herra og vill að dýra­lækn­ir­inn fyrr­ver­andi Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son taki við.

Sigurður Ingi verði nýr forsætisráðherra Íslands
Sigurður Ingi Jóhannsson Virðist verða nýr forsætisráðherra Íslands. Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hættir sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi dýralæknir, mun taka við, ef niðurstaða fundar þingflokks Framsóknarflokksins gengur eftir. 

Sigurður Ingi, sem nú er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lýsti þessu yfir eftir fund þingflokksins. „Niðurstaða fundarins er sú að forsætisráðherra lagði það til á þingflokksfundi að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og lagði til að ég tæki við því embætti en hann mun halda áfram sem formaður flokksins. Þessi tillaga var samþykkt af þingflokknum.“

Það er vilji þingflokks Framsóknarflokksins að ríkisstjórnarsamstarfið haldi áfram.

Aðspurður hvað Sjálfstæðisflokknum finnist um þetta segir Sigurður Ingi: „Ég hef kynnt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokki þetta, hann var þá á leiðinni til Bessastaða, og við Ásmundur Einar þingflokksformaður munum eiga samtal við þau í dag.“

Sigurður Ingi
Sigurður Ingi

Fyrrverandi bóndi og dýralæknir

Sigurður Ingi er fyrrverandi bóndi og héraðsdýralæknir. Hann fæddist 20. apríl 1962 og er því að verða 54 ára gamall. 

Árin 1987 til 1994 var hann bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi. Þá starfaði hann samhliða bústörfum sem sjálfstætt starfandi dýralæknir árin 1990 til 1995. Hann var dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands árin 1996 til 2009 og oddviti Hrunamannahrepps frá 2002, allt þar til hann settist á þing árið 2009 í kosningunum í kjölfar efnahagshrunsins.

„Virðingarvert“

Sigurður Ingi sagði að Sigmundur væri með þessu að hlusta eftir því sem gerist í samfélaginu, með virðingarverðum hætti. „Eins og öllum er ljóst þá er mikil ólga í samfélaginu og hann hlustar eftir því sem er að gerast í samfélaginu og þetta eru hans viðbrögð og okkur finnst það vera mjög virðingarvert.“

Bjarni Benediktsson fundaði með forseta á Bessastöðum fyrr í dag. Eftir fundinn ræddi hann brotthvarf Sigmundar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði fundað með forseta í morgun í tilraun til að fá umboð til að boða til kosninga, en forsetinn hafnaði því.

Sjálfstæðismenn eiga eftir að samþykkja að Sigurður Ingi Jóhannsson verði næsti forsætisráðherra Íslands.

Ferill Sigurðuar Inga á ráðherrastóli hefur verið umdeildur og hefur hann stutt Sigmund Davíð eindregið í skattaskjólsmálinu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár