Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lögreglustjórinn segir ósatt í viðtali við Morgunblaðið

Lög­regl­an vissi ekki af send­ingu grein­ar­gerð­ar­inn­ar né að Sig­ríð­ur hefði hringt í Gísla úr leyn­i­núm­eri. Sak­sókn­ari leið­rétt­ir mál­flutn­ing lög­reglu­stjóra í Kjarn­an­um.

Lögreglustjórinn segir ósatt í viðtali við Morgunblaðið

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ósatt í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag

Rætt er um samskipti hennar við Gísla Frey Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra í nóvember árið 2013 og hvers vegna hún hafi ekki upplýst lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um þau meðan rannsókn lekamálsins stóð yfir. Orðrétt er haft eftir Sigríði Björk: „Þeirri spurn­ingu hef­ur verið varpað fram hvort ég hefði ekki átt að gera lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu kunn­ugt um sam­skipti mín við Gísla Frey, aðstoðarmann ráðherra, þegar hún vann að rann­sókn sinni á leka­mál­inu. Því er til að svara að sam­skipti mín við aðstoðar­mann­inn fóru fram eft­ir að hann hafði lekið upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla. Jafn­framt að öll sam­skipti aðstoðarmanna og tölvu­póst­send­ing­ar voru skoðuð af lög­regl­unni og all­ar upp­lýs­ing­ar um mín sam­skipti lágu þar fyr­ir.” 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þetta rangt. Lögreglan vissi hvorki um sendingu Sigríðar á greinargerðinni til Gísla Freys, né hafði lögreglan vitneskju um að Sigríður Björk hefði hringt í aðstoðarmanninn að fyrra bragði að morgni dags þann 20. nóvember árið 2013. Hringdi hún þá úr leyninúmeri sem lögreglan kannaði ekki hver ætti. DV fékk hins vegar staðfest að númerið tilheyrði fjölskyldu Sigríðar og fjallaði um málið þann 18. nóvember síðastliðinn.

Kjarninn gerir málinu góð skil í dag og ber ummæli Sigríðar undir Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksoknara. Haft er eftir Helga að lögreglu hafi ekki verið kunnugt um tölvupóstinn með greinargerðinni.  „Að sjálfsögðu var pósthólf Sigríðar ekki rannsakað, en mér er ekki kunnugt um að merki um þessa póstsendingu hafi fundist í pósthólfi Gísla Freys og var hún ekki hluti af málsgögnum,” segir Helgi í skriflegu svari til Kjarnans og bætir við: „Ákæruvaldið fékk fyrst upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send þegar Sigríður greindi frá því í fjölmiðlum eftir að umfjöllun um símasamskipti hennar við Gísla Frey komu til umræðu eftir að dómur gekk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu