Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lögreglustjórinn segir ósatt í viðtali við Morgunblaðið

Lög­regl­an vissi ekki af send­ingu grein­ar­gerð­ar­inn­ar né að Sig­ríð­ur hefði hringt í Gísla úr leyn­i­núm­eri. Sak­sókn­ari leið­rétt­ir mál­flutn­ing lög­reglu­stjóra í Kjarn­an­um.

Lögreglustjórinn segir ósatt í viðtali við Morgunblaðið

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ósatt í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag

Rætt er um samskipti hennar við Gísla Frey Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra í nóvember árið 2013 og hvers vegna hún hafi ekki upplýst lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um þau meðan rannsókn lekamálsins stóð yfir. Orðrétt er haft eftir Sigríði Björk: „Þeirri spurn­ingu hef­ur verið varpað fram hvort ég hefði ekki átt að gera lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu kunn­ugt um sam­skipti mín við Gísla Frey, aðstoðarmann ráðherra, þegar hún vann að rann­sókn sinni á leka­mál­inu. Því er til að svara að sam­skipti mín við aðstoðar­mann­inn fóru fram eft­ir að hann hafði lekið upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla. Jafn­framt að öll sam­skipti aðstoðarmanna og tölvu­póst­send­ing­ar voru skoðuð af lög­regl­unni og all­ar upp­lýs­ing­ar um mín sam­skipti lágu þar fyr­ir.” 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þetta rangt. Lögreglan vissi hvorki um sendingu Sigríðar á greinargerðinni til Gísla Freys, né hafði lögreglan vitneskju um að Sigríður Björk hefði hringt í aðstoðarmanninn að fyrra bragði að morgni dags þann 20. nóvember árið 2013. Hringdi hún þá úr leyninúmeri sem lögreglan kannaði ekki hver ætti. DV fékk hins vegar staðfest að númerið tilheyrði fjölskyldu Sigríðar og fjallaði um málið þann 18. nóvember síðastliðinn.

Kjarninn gerir málinu góð skil í dag og ber ummæli Sigríðar undir Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksoknara. Haft er eftir Helga að lögreglu hafi ekki verið kunnugt um tölvupóstinn með greinargerðinni.  „Að sjálfsögðu var pósthólf Sigríðar ekki rannsakað, en mér er ekki kunnugt um að merki um þessa póstsendingu hafi fundist í pósthólfi Gísla Freys og var hún ekki hluti af málsgögnum,” segir Helgi í skriflegu svari til Kjarnans og bætir við: „Ákæruvaldið fékk fyrst upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send þegar Sigríður greindi frá því í fjölmiðlum eftir að umfjöllun um símasamskipti hennar við Gísla Frey komu til umræðu eftir að dómur gekk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár