Þingmenn stjórnarandstöðunnar ætla allir sem einn að sniðganga þingveisluna sem boðið hefur verið til í Súlnasal Hótels Sögu klukkan 19 í kvöld. Stundin upplýsti um áform Alþingis um að bjóða til veislunnar. Sú hugmynd ráðamanna Alþingis að djamma í Bændahöllinni fellur í grýtta jörð. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata, upplýsti í athugasemdakerfi Stundarinnar að hún og aðrir Píratar myndu sniðganga veisluna.
Össur Skarphéðinsson, alþingismaður Samfylkingar, sagði frá því á Facebook að hann hefði ævinlega sniðgengið niðurgreiddar þingveislur.
„Á 25 árum hef ég aldrei farið í niðurgreidda þingveislu.“ Hann sagði í samtali við Stundina að enginn úr þingflokki Samfylkingar ætlaði að mæta.
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hefur þetta um málið að segja á Facebook-síðu sinni: „Við mætum ekki. Það er ekki hægt að neita minni hluta um öll lýðræðisleg réttindi fyrir hádegi og bjóða svo í partí um kvöldið.“
„Við mætum ekki. Það er ekki hægt að neita minni hluta …
Athugasemdir