Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frambjóðandi segir börnum að þau ættu að vera styttra í skólanum: „Heimurinn er fullur af peningum“

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir er út­nefnd sem tals­mað­ur barna á Al­þingi af hálfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún seg­ir börn­um að mik­il­vægt sé að stytta tím­ann í skól­an­um, því tím­inn sé tak­mark­að­ur og heim­ur­inn „full­ur af fólki og pen­ing­um“.

Frambjóðandi segir börnum að þau ættu að vera styttra í skólanum: „Heimurinn er fullur af peningum“
Leiðtogar flokksins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, með Bjarna Benediktssyni formanni. Mynd: Pressphotos

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til Alþingis, hvetur börn til þess að vera styttra í skóla vegna þess að þau hafi lítinn tíma og „heimurinn er fullur af fólki og peningum“.

Þetta eru skilaboð Áslaugar til barna í myndbandi á krakkakosningavef krakkaruv.is, þar sem frambjóðendum fyrir Alþingiskosningar 2016 býðst að kynna börnum stefnu sína. 

„Við eigum ekkert nógan tíma“

„Ég held að það sé nauðsynlegt að stytta tímann sem við erum í skólanum. Við erum búin að stytta hann um eitt ár og ég held að við megum stytta hann um fleiri ár. Af því að heimurinn er fullur af fólki og peningum og alls konar, en við eigum ekkert nógan tíma. Og það er bæði gaman að vera barn en það er líka gaman að vera fullorðinn,“ segir Áslaug meðal annars.

Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum barna er að auka áherslu á „gæðamál og skilvirkni“ á grunn- og framhaldsskólastigi og fjölga sjálfstætt starfandi skólum. „Markmið menntakerfisins er að tryggja börnum okkar og ungmennum bestu mögulegu menntun til þess að undirbúa þau undir lífið. Það þarf að kenna þeim til verka, veita þeim fjölbreytilegan fróðleik og kunnáttu, og kveikja hjá þeim fróðleiksþorsta.“

Talsmaður barna á Alþingi

Sjálfstæðisflokkurinn útnefnir Áslaugu Örnu sem „talsmann barna“, samkvæmt svörum flokksins á kosningavef Krakkarúv. „Það er t.d. styst síðan ritari Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna var barn svo að [það] væri t.d. góð hugmynd,“ segir í svari flokksins við spurningu um hvernig flokkurinn ætlaði að velja talsmann barna á Alþingi. 

Vísar til ábyrgðar á börnumÁslaug Arna telur það til marks um rökþrot gegn sölu áfengis í matvöruverslunum að vísa til hagsmuna barna.  

Áslaug hefur áður tjáð sig um börn. Í umræðu um hvort leyfa ætti sölu áfengis í verslunum gagnrýndi hún þau viðhorf að salan gæti valdið börnum tjóni, sagði þau vera rökþrot og virtist vísa til þess að foreldrar ættu að sjá um börn sín. „Hver er að hugsa um börnin? Já, ég spyr mig að því sama, getur enginn hugsað um þessi börn?“

Umboðsmaður barna skoraði hins vegar á alþingismenn að hafna frumvarpi sem leyfa átti sölu áfengis í matvöruverslunum, þar sem það myndi skaða hagsmuni barna, bæði velferð þeirra og umönnun. 

„Umboðsmaður barna veltir fyrir sér hvaða hagsmuna sé verið að gæta með ofangreindu frumvarpi. Fjölmargar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi auki neyslu í samfélaginu, en slíkt hefur verulegar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir börn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Fjöldinn allur af fagaðilum, bæði á sviði heilbrigðisvísinda og félagsvísinda, hafa stigið fram og varað við þeim skaðlegu áhrifum sem ofangreint frumvarp mun hafa í för með sér, ekki síst fyrir börn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár