Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frambjóðandi segir börnum að þau ættu að vera styttra í skólanum: „Heimurinn er fullur af peningum“

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir er út­nefnd sem tals­mað­ur barna á Al­þingi af hálfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún seg­ir börn­um að mik­il­vægt sé að stytta tím­ann í skól­an­um, því tím­inn sé tak­mark­að­ur og heim­ur­inn „full­ur af fólki og pen­ing­um“.

Frambjóðandi segir börnum að þau ættu að vera styttra í skólanum: „Heimurinn er fullur af peningum“
Leiðtogar flokksins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, með Bjarna Benediktssyni formanni. Mynd: Pressphotos

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til Alþingis, hvetur börn til þess að vera styttra í skóla vegna þess að þau hafi lítinn tíma og „heimurinn er fullur af fólki og peningum“.

Þetta eru skilaboð Áslaugar til barna í myndbandi á krakkakosningavef krakkaruv.is, þar sem frambjóðendum fyrir Alþingiskosningar 2016 býðst að kynna börnum stefnu sína. 

„Við eigum ekkert nógan tíma“

„Ég held að það sé nauðsynlegt að stytta tímann sem við erum í skólanum. Við erum búin að stytta hann um eitt ár og ég held að við megum stytta hann um fleiri ár. Af því að heimurinn er fullur af fólki og peningum og alls konar, en við eigum ekkert nógan tíma. Og það er bæði gaman að vera barn en það er líka gaman að vera fullorðinn,“ segir Áslaug meðal annars.

Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum barna er að auka áherslu á „gæðamál og skilvirkni“ á grunn- og framhaldsskólastigi og fjölga sjálfstætt starfandi skólum. „Markmið menntakerfisins er að tryggja börnum okkar og ungmennum bestu mögulegu menntun til þess að undirbúa þau undir lífið. Það þarf að kenna þeim til verka, veita þeim fjölbreytilegan fróðleik og kunnáttu, og kveikja hjá þeim fróðleiksþorsta.“

Talsmaður barna á Alþingi

Sjálfstæðisflokkurinn útnefnir Áslaugu Örnu sem „talsmann barna“, samkvæmt svörum flokksins á kosningavef Krakkarúv. „Það er t.d. styst síðan ritari Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna var barn svo að [það] væri t.d. góð hugmynd,“ segir í svari flokksins við spurningu um hvernig flokkurinn ætlaði að velja talsmann barna á Alþingi. 

Vísar til ábyrgðar á börnumÁslaug Arna telur það til marks um rökþrot gegn sölu áfengis í matvöruverslunum að vísa til hagsmuna barna.  

Áslaug hefur áður tjáð sig um börn. Í umræðu um hvort leyfa ætti sölu áfengis í verslunum gagnrýndi hún þau viðhorf að salan gæti valdið börnum tjóni, sagði þau vera rökþrot og virtist vísa til þess að foreldrar ættu að sjá um börn sín. „Hver er að hugsa um börnin? Já, ég spyr mig að því sama, getur enginn hugsað um þessi börn?“

Umboðsmaður barna skoraði hins vegar á alþingismenn að hafna frumvarpi sem leyfa átti sölu áfengis í matvöruverslunum, þar sem það myndi skaða hagsmuni barna, bæði velferð þeirra og umönnun. 

„Umboðsmaður barna veltir fyrir sér hvaða hagsmuna sé verið að gæta með ofangreindu frumvarpi. Fjölmargar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi auki neyslu í samfélaginu, en slíkt hefur verulegar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir börn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Fjöldinn allur af fagaðilum, bæði á sviði heilbrigðisvísinda og félagsvísinda, hafa stigið fram og varað við þeim skaðlegu áhrifum sem ofangreint frumvarp mun hafa í för með sér, ekki síst fyrir börn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár