„Ráðherra hefur ekkert vald til þess að ráðstafa eignum annarra“

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar dró til baka til­lögu um op­in­bera birt­ingu jafn­launastað­als í reglu­gerð eft­ir að Staðla­ráð sagði slíkt jafn­gilda eign­ar­námi. Frum­varp­ið um jafn­launa­vott­un bygg­ir á staðli sem er óað­gengi­leg­ur al­menn­ingi nema gegn greiðslu.

„Ráðherra hefur ekkert vald til þess að ráðstafa eignum annarra“

Staðlaráð Íslands telur að opinber birting staðalsins ÍST 85 í reglugerð myndi jafngilda eignarnámi. Staðallinn liggur til grundvallar frumvarpi félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun en er ekki aðgengilegur almenningi nema gegn greiðslu og kostar um 11 þúsund krónur. 

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar skilaði nefndaráliti á mánudag þar sem lagt var til að efniskröfur staðalsins yrðu birtar í reglugerð. Í kjölfarið sendi Staðlaráð nefndinni harðort bréf. „Slíkt myndi jafngilda eignarnámi, þar sem verið væri að leggja hald á afurð þeirrar vinnu sem lýst er hér að ofan,“ segir meðal annars í bréfinu sem Stundin hefur undir höndum. „Ráðherra getur ekki falið neinum aðila að birta staðalinn ÍST 85, einfaldlega vegna þess að ráðherra hefur ekkert vald til þess að ráðstafa eignum annarra.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirer formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Eftir að bréf Staðlaráðs barst skilaði meirihluti nefndarinnar framhaldsáliti þar sem tillagan um birtingu staðalsins í reglugerð er dregin til baka. „Meiri hlutinn telur rétt að falla frá breytingartillögu um að ráðherra geti með reglugerð falið öðru stjórnvaldi eða Staðlaráði Íslands birtingu staðalsins ÍST 85. Meiri hlutinn beinir því til velferðarráðuneytis, í samráði við Staðlaráð Íslands, að semja um aðgang að staðlinum verði frumvarpið að lögum,“ segir í álitinu.

Staðlaráð Íslands er félagasamtök en starfar á grundvelli laga um staðla og Staðlaráð Íslands. Staðlaráð hefur lagst eindregið gegn því að notkun staðalsins ÍST 85:2012 sé lögfest eins og ætlunin er með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun.

Fram kemur í umsögn Staðlaráðs um frumvarpið að staðlar séu almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar. Þá undrast Staðlaráð að ekkert samráð hafi verið haft við sig þrátt fyrir að Staðlaráð sé útgefandi staðalsins sem frumvarpið byggir á og jafnframt eigandi höfundar- og nýtingarréttar af honum. „Staðlaráð telur þessa framgöngu með ólíkindum og harmar slíkt samráðsleysi,“ segir í umsögninni.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttirfulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd

Aðeins nefndarmenn Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson, leggjast gegn frumvarpinu um jafnlaunavottun. Í gær lögðu þau fram frávísunartillögu þar sem útfærsla jafnlaunavottunarinnar er gagnrýnd harðlega.

„Það vekur athygli að sá aðili sem samdi staðalinn skuli mæla gegn því að hann verði lögfestur eins og hér er lagt til. Staðlaráð gagnrýnir einnig að ekki hafi verið haft samráð við ráðið fyrir framlagningu frumvarpsins. Það verður að teljast merki um ófagleg vinnubrögð að ekki hafi verið haft samráð við höfund staðalsins sem á að lögfesta áður en lagafrumvarpið var lagt fram,“ segir í áliti Þórhildar og Gunnars.

Þá benda þau á að samkvæmt 27. gr. stjórnarskrárinnar ber að birta lög opinberlega. Fram kemur að í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar hafi komið fram að faggildingardeild Einkaleyfastofu sé ekki í stakk búin til þess að sinna því aukna álagi sem muni fylgja lögfestingu frumvarpsins, enda hafi ráðuneytið enn ekki lokið vinnu við þau viðmið sem líta beri til við faggildingu staðalsins. 

„Jöfn kjör kynjanna eru ein af grunnstoðum jafnréttissamfélags. Það er því miður að mál þetta skuli fært til 3. umræðu og atkvæðagreiðslu þegar ljóst verður að teljast að málið er hvergi nærri tilbúið til afgreiðslu. Tími til umfjöllunar um málið hefur verið mjög af skornum skammti og eru margir þættir þess enn óskýrðir,“ skrifa Píratarnir. „Engin málefnaleg rök hafa komið fram sem rökstyðja það að mál þetta verði að afgreiða nú. Málsmeðferðin hefur leitt til þess að ekki hefur verið raunhæft að skoða breytingar sem leitt hefðu til þess að frumvarpið yrði unnið í sátt allra aðila sem það snertir. Ef frumvarpið á að ná því markmiði sem að er stefnt er nauðsynlegt að málið sé unnið vel og í sátt. Verði frumvarpið að lögum á þessum tímapunkti verður að teljast ólíklegt að það nái markmiði sínu.“

Sjá einnig: Heimsfrægt frumvarp á hrakhólum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár