Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tyrkir halla sér að Rússum

Sam­skipti milli Rúss­lands og Tyrk­lands hafa ver­ið stirð síð­an rúss­nesk flug­vél var skot­in nið­ur yf­ir Tyrklandi í fyrra. Leið­tog­ar ríkj­anna vinna hins veg­ar í því að bæta sam­skipt­in á milli land­anna og er fyrsti fund­ur þeirra síð­an at­vik­ið átti sér stað lið­ur í því.

Tyrkir halla sér að Rússum
Leiðtogarnir Frá fundi Vladimir Pútín og Recep Tayyip Erdoğan í Tyrklandi árið 2012.

Erdogan, forseti Tyrklands, mun fara til Rússlands á fund Vladimir Pútín, en fundurinn er þeirra fyrsti síðan rússnesk þota var skotin niður yfir Tyrklandi á síðasta ári.

„Sendiherrann hefur tilkynnt okkur að vor kæri forseti (Erdogan) hafi staðfest að hann muni verða í Pétursborg þann 9. ágúst,“ höfðu rússneskar fréttastofur eftir Mihmet Simsek, fulltrúa Erdogans. Stjórnvöld í Tyrklandi segja að Erdogan og Pútín hafi ákveðið að hittast áður en G20 ráðstefnan verður haldin í Kína í september, þar sem leiðtogar 20 stærstu iðnríki heims munu hittast. Simsek fór sjálfur til Moskvu til þess að hitta rússneskan starfsbróður sinn, Arkady Dvorkovich, í tilraun til þess að „leiða ástandið til lykta og bæta samskipti þjóðanna eins fljótt og auðið er og á meiri hraða.“

Eftir að flugvélin var skotin niður andaði köldu á milli ríkjanna tveggja og lét rússneskur embættismaður hafa eftir sér að atvikið væri eins og „hnífur í bakið“. Yfirvöld í Moskvu hins vegar tilkynntu í síðasta mánuði að Erdoğan hefði beðið Pútín afsökunar á atvikinu. Í kjölfarið aflétti Rússland ýmsum efnahagsþvingunum, banni við innflutningi á tyrkneskum vörum og farþegaflugum til landsins.

„Það eru engar líkur á því að Tyrkland muni ganga í Evrópusambandið á næstu áratugum.“

Refsiaðgerðirnar höfðu komið hart niður á tyrkneska ferðamannaiðnaðinum, sem byggist að miklu leyti á ferðalöngum frá Rússlandi. Pútín á svo að hafa hringt í Erdoğan eftir misheppnað valdarán í Tyrklandi fyrr í mánuðinum og lýst yfir stuðningi við hann.

Aðildarviðræður Tyrklands að Evrópusambandinu eru í uppnámi, eftir umfangsmiklar hreinsanir og handtökur í landinu í kjölfar valdaránstilraunarinnar. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var einn helsti talsmaður þess að Tyrkir gengu í sambandið. Honum hefur hins vegar snúist hugur. „Það eru engar líkur á því að Tyrkland muni ganga í Evrópusambandið á næstu áratugum,“ sagði hann í vikunni. „Þú getur ekki fundið neinn sérfræðing í þessum málum sem heldur því fram að það muni gerast, því það mun ekki gerast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Valdaránið í Tyrklandi

Afturför Tyrklands
ÚttektValdaránið í Tyrklandi

Aft­ur­för Tyrk­lands

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár