Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tyrkir halla sér að Rússum

Sam­skipti milli Rúss­lands og Tyrk­lands hafa ver­ið stirð síð­an rúss­nesk flug­vél var skot­in nið­ur yf­ir Tyrklandi í fyrra. Leið­tog­ar ríkj­anna vinna hins veg­ar í því að bæta sam­skipt­in á milli land­anna og er fyrsti fund­ur þeirra síð­an at­vik­ið átti sér stað lið­ur í því.

Tyrkir halla sér að Rússum
Leiðtogarnir Frá fundi Vladimir Pútín og Recep Tayyip Erdoğan í Tyrklandi árið 2012.

Erdogan, forseti Tyrklands, mun fara til Rússlands á fund Vladimir Pútín, en fundurinn er þeirra fyrsti síðan rússnesk þota var skotin niður yfir Tyrklandi á síðasta ári.

„Sendiherrann hefur tilkynnt okkur að vor kæri forseti (Erdogan) hafi staðfest að hann muni verða í Pétursborg þann 9. ágúst,“ höfðu rússneskar fréttastofur eftir Mihmet Simsek, fulltrúa Erdogans. Stjórnvöld í Tyrklandi segja að Erdogan og Pútín hafi ákveðið að hittast áður en G20 ráðstefnan verður haldin í Kína í september, þar sem leiðtogar 20 stærstu iðnríki heims munu hittast. Simsek fór sjálfur til Moskvu til þess að hitta rússneskan starfsbróður sinn, Arkady Dvorkovich, í tilraun til þess að „leiða ástandið til lykta og bæta samskipti þjóðanna eins fljótt og auðið er og á meiri hraða.“

Eftir að flugvélin var skotin niður andaði köldu á milli ríkjanna tveggja og lét rússneskur embættismaður hafa eftir sér að atvikið væri eins og „hnífur í bakið“. Yfirvöld í Moskvu hins vegar tilkynntu í síðasta mánuði að Erdoğan hefði beðið Pútín afsökunar á atvikinu. Í kjölfarið aflétti Rússland ýmsum efnahagsþvingunum, banni við innflutningi á tyrkneskum vörum og farþegaflugum til landsins.

„Það eru engar líkur á því að Tyrkland muni ganga í Evrópusambandið á næstu áratugum.“

Refsiaðgerðirnar höfðu komið hart niður á tyrkneska ferðamannaiðnaðinum, sem byggist að miklu leyti á ferðalöngum frá Rússlandi. Pútín á svo að hafa hringt í Erdoğan eftir misheppnað valdarán í Tyrklandi fyrr í mánuðinum og lýst yfir stuðningi við hann.

Aðildarviðræður Tyrklands að Evrópusambandinu eru í uppnámi, eftir umfangsmiklar hreinsanir og handtökur í landinu í kjölfar valdaránstilraunarinnar. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var einn helsti talsmaður þess að Tyrkir gengu í sambandið. Honum hefur hins vegar snúist hugur. „Það eru engar líkur á því að Tyrkland muni ganga í Evrópusambandið á næstu áratugum,“ sagði hann í vikunni. „Þú getur ekki fundið neinn sérfræðing í þessum málum sem heldur því fram að það muni gerast, því það mun ekki gerast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Valdaránið í Tyrklandi

Afturför Tyrklands
ÚttektValdaránið í Tyrklandi

Aft­ur­för Tyrk­lands

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár