Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

10 óhugnanlegar staðreyndir um alræðistilburðina í Tyrklandi

Tyrk­nesk stjórn­völd hafa brot­ið á mann­rétt­ind­um fólks og við­haft grófa al­ræð­istil­burði eft­ir að gerð var mis­heppn­uð vald­aránstilraun um miðj­an júlí­mán­uð. Am­nesty In­ternati­onal hef­ur tek­ið sam­an óhugn­an­lega töl­fræði um ástand­ið.

10 óhugnanlegar staðreyndir um alræðistilburðina í Tyrklandi

Tyrknesk stjórnvöld hafa brotið á mannréttindum fólks og sýnt grófa alræðistilburði eftir að misheppnuð valdaránstilraun var gerð um miðjan júlímánuð.

Rannsakendur á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa dvalið í Istanbúl og Ankara undanfarnar vikur og skrásett þau mannréttindabrot sem framin hafa verið.

Á vef Íslandsdeildar Amnesty International er að finna óhugnanlegar tölulegar upplýsingar um ástandið, eina staðreynd um valdaránið sjálft og 10 tölulegar staðreyndir um þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til í kjölfarið:

131

fjölmiðli eða útgáfufyrirtæki hefur verið lokað. Þar á meðal eru 3 fréttastofur, 16 sjónvarpsstöðvar, 23 útvarpsstöðvar, 45 dagblöð, 15 tímarit og 29 útgáfufyrirtæki.

89

Að minnsta kosti 89 handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur fréttamönnum og fleiri en 40 hafa verið færðir í varðhald.

260

Minnst 260 manns voru drepnir og fleiri en 2 þúsund særðust í valdaránstilrauninni í Istanbúl og Ankara um miðjan júlí samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa gefið.

15.000

Fleiri en 15 þúsund manns hafa sætt varðhaldi í kjölfar valdaránstilraunarinnar.

45.000

Fleiri en 45 þúsund manns hafa verið fjarlægðir eða leystir tímabundið frá störfum, þar á meðal starfsmenn lögreglu, dómarar og saksóknarar.

1.000

Fleiri en 1.000 einkaskólum og menntastofnunum hefur verið lokað og 138 þúsund skólabörn hafa verið flutt í ríkisrekna skóla.

48

klukkustundir er sá tími sem lögreglan í Ankara og Istanbúl heldur föngum í álagsstöðu (stress position). Föngum hefur verið neitað um mat, vatn og læknisaðstoð, sætt svívirðingum og hótunum. Sumir hafa þurft að sæta harkalegum barsmíðum og pyntingum, þar á meðal nauðgun.

3

mánuðir er áætluð lengd neyðarástandsins sem lýst var yfir þann 20. júlí síðastliðinn. Þannig er forsætisráðherranum og ríkisstjórn hans veitt úrskurðarvald og heimild til að sneiða hjá tyrkneska þinginu.

30

dagar er sá tími sem tyrknesk stjórnvöld geta haft menn í haldi án ákæru. Áður var takmarkið fjórir dagar, en með fyrstu tilskipun ríkisstjórnarinnar eftir að neyðarástandi hafði verið lýst yfir var tíminn lengdur.

15

er númer greinarinnar í tyrknesku stjórnarskránni sem segir til um að stjórnvöld geti ekki fellt Evrópusamning um mannréttindi tímabundið úr gildi. Þó að lýst hafi verið yfir neyðarástandi má aðeins draga úr ákveðnum réttindum.

0

er fjöldi þeirra óháðu eftirlitsaðila með mannréttindum sem hafa aðgang að varðhaldsstöðum í Tyrklandi eftir að mannréttindastofnunin ríkisins var lögð af í apríl 2016.

Mannréttindi í hættu

Amnesty International hvetja alla til að skrifa undir eftirfarandi áskorun til tyrkneskra stjórnvalda um að virða réttarríkið og mannréttindi:

Krefstu þess að Erdogan forseti tryggi það að þau réttindi sem svo hart hefur verið barist fyrir verði ekki afnumin, jafnvel þó að neyðarástand ríki:

Tyrknesk stjórnvöld verða að virða mannréttindi á meðan rannsóknum stendur, sleppa fólki úr haldi þar sem engar sannanir benda til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað og tryggja sanngjörn réttarhöld.

Bann við pyndingum eða annarri illri meðferð er afdráttarlaust, það má aldrei gefa eftir eða fresta tímabundið. Þar sem ásakanir um beitingu pyndinga koma upp verður að veita óháðum eftirlitsaðilum aðgang að föngum, hvar sem þeim er haldið. Öllum föngum skal tryggður reglulegur aðgangur að lögfræðingum og fjölskyldumeðlimum sínum.

„Neyðarástand í landinu má ekki vera
fyrirsláttur til þess að þagga niður í þeim
sem vilja andmæla friðsamlega“

Neyðarástand í landinu má ekki vera fyrirsláttur til þess að þagga niður í þeim sem vilja andmæla friðsamlega eða fyrir víðtækum hreinsunum í hinu borgaralega samfélagi, fjölmiðlum, dómskerfinu, menntakerfinu eða öðrum hlutum samfélagsins.

Að beita fjölmiðla ritskoðun fyrir það eitt að gagnrýna stefnu stjórnvalda stríðir gegn lögum, jafnvel þegar neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Réttindum verkamanna til að mótmæla brottvikningu eða uppsögn sinni í sanngjörnum og gagnsægjum ferlum verður að halda á lofti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Valdaránið í Tyrklandi

Afturför Tyrklands
ÚttektValdaránið í Tyrklandi

Aft­ur­för Tyrk­lands

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár