Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

10 óhugnanlegar staðreyndir um alræðistilburðina í Tyrklandi

Tyrk­nesk stjórn­völd hafa brot­ið á mann­rétt­ind­um fólks og við­haft grófa al­ræð­istil­burði eft­ir að gerð var mis­heppn­uð vald­aránstilraun um miðj­an júlí­mán­uð. Am­nesty In­ternati­onal hef­ur tek­ið sam­an óhugn­an­lega töl­fræði um ástand­ið.

10 óhugnanlegar staðreyndir um alræðistilburðina í Tyrklandi

Tyrknesk stjórnvöld hafa brotið á mannréttindum fólks og sýnt grófa alræðistilburði eftir að misheppnuð valdaránstilraun var gerð um miðjan júlímánuð.

Rannsakendur á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa dvalið í Istanbúl og Ankara undanfarnar vikur og skrásett þau mannréttindabrot sem framin hafa verið.

Á vef Íslandsdeildar Amnesty International er að finna óhugnanlegar tölulegar upplýsingar um ástandið, eina staðreynd um valdaránið sjálft og 10 tölulegar staðreyndir um þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til í kjölfarið:

131

fjölmiðli eða útgáfufyrirtæki hefur verið lokað. Þar á meðal eru 3 fréttastofur, 16 sjónvarpsstöðvar, 23 útvarpsstöðvar, 45 dagblöð, 15 tímarit og 29 útgáfufyrirtæki.

89

Að minnsta kosti 89 handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur fréttamönnum og fleiri en 40 hafa verið færðir í varðhald.

260

Minnst 260 manns voru drepnir og fleiri en 2 þúsund særðust í valdaránstilrauninni í Istanbúl og Ankara um miðjan júlí samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa gefið.

15.000

Fleiri en 15 þúsund manns hafa sætt varðhaldi í kjölfar valdaránstilraunarinnar.

45.000

Fleiri en 45 þúsund manns hafa verið fjarlægðir eða leystir tímabundið frá störfum, þar á meðal starfsmenn lögreglu, dómarar og saksóknarar.

1.000

Fleiri en 1.000 einkaskólum og menntastofnunum hefur verið lokað og 138 þúsund skólabörn hafa verið flutt í ríkisrekna skóla.

48

klukkustundir er sá tími sem lögreglan í Ankara og Istanbúl heldur föngum í álagsstöðu (stress position). Föngum hefur verið neitað um mat, vatn og læknisaðstoð, sætt svívirðingum og hótunum. Sumir hafa þurft að sæta harkalegum barsmíðum og pyntingum, þar á meðal nauðgun.

3

mánuðir er áætluð lengd neyðarástandsins sem lýst var yfir þann 20. júlí síðastliðinn. Þannig er forsætisráðherranum og ríkisstjórn hans veitt úrskurðarvald og heimild til að sneiða hjá tyrkneska þinginu.

30

dagar er sá tími sem tyrknesk stjórnvöld geta haft menn í haldi án ákæru. Áður var takmarkið fjórir dagar, en með fyrstu tilskipun ríkisstjórnarinnar eftir að neyðarástandi hafði verið lýst yfir var tíminn lengdur.

15

er númer greinarinnar í tyrknesku stjórnarskránni sem segir til um að stjórnvöld geti ekki fellt Evrópusamning um mannréttindi tímabundið úr gildi. Þó að lýst hafi verið yfir neyðarástandi má aðeins draga úr ákveðnum réttindum.

0

er fjöldi þeirra óháðu eftirlitsaðila með mannréttindum sem hafa aðgang að varðhaldsstöðum í Tyrklandi eftir að mannréttindastofnunin ríkisins var lögð af í apríl 2016.

Mannréttindi í hættu

Amnesty International hvetja alla til að skrifa undir eftirfarandi áskorun til tyrkneskra stjórnvalda um að virða réttarríkið og mannréttindi:

Krefstu þess að Erdogan forseti tryggi það að þau réttindi sem svo hart hefur verið barist fyrir verði ekki afnumin, jafnvel þó að neyðarástand ríki:

Tyrknesk stjórnvöld verða að virða mannréttindi á meðan rannsóknum stendur, sleppa fólki úr haldi þar sem engar sannanir benda til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað og tryggja sanngjörn réttarhöld.

Bann við pyndingum eða annarri illri meðferð er afdráttarlaust, það má aldrei gefa eftir eða fresta tímabundið. Þar sem ásakanir um beitingu pyndinga koma upp verður að veita óháðum eftirlitsaðilum aðgang að föngum, hvar sem þeim er haldið. Öllum föngum skal tryggður reglulegur aðgangur að lögfræðingum og fjölskyldumeðlimum sínum.

„Neyðarástand í landinu má ekki vera
fyrirsláttur til þess að þagga niður í þeim
sem vilja andmæla friðsamlega“

Neyðarástand í landinu má ekki vera fyrirsláttur til þess að þagga niður í þeim sem vilja andmæla friðsamlega eða fyrir víðtækum hreinsunum í hinu borgaralega samfélagi, fjölmiðlum, dómskerfinu, menntakerfinu eða öðrum hlutum samfélagsins.

Að beita fjölmiðla ritskoðun fyrir það eitt að gagnrýna stefnu stjórnvalda stríðir gegn lögum, jafnvel þegar neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Réttindum verkamanna til að mótmæla brottvikningu eða uppsögn sinni í sanngjörnum og gagnsægjum ferlum verður að halda á lofti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Valdaránið í Tyrklandi

Afturför Tyrklands
ÚttektValdaránið í Tyrklandi

Aft­ur­för Tyrk­lands

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár