Menntaráð Tyrklands hefur bannað öllum fræðimönnum landsins að ferðast úr landi, samkvæmt tyrkneska ríkisútvarpinu TRT.
Bannið er sagt tímabundin ráðstöfun vegna valdaránstilraunarinnar til að koma í veg fyrir að meintir þátttakendur þess innan háskólasamfélagsins nái að flýja land, segja talsmenn ríkisstjórnarinnar. Þeir halda því jafnframt fram að fólk innan háskólana hafi verið í samskiptum við leiðtoga úr hernum.
Fjórir háskólarektorar hafi nú þegar verið reknir vegba hreinsana Erdoğans, forseta landsins, á öllum sem hann telur hafa átt hlutdeild í valdaránstilrauninni, samkvæmt tyrknesku sjónvarpsstöðinni NTV.
Athugasemdir