Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vigdís Haukdsóttir líkir mótmælum vegna Panamaskjalanna við valdaránið í Tyrklandi

„Hér var fram­kvæmt hálf­gert vald­arán og það heppn­að­ist en í Tyrklandi var vald­arán sem mis­heppn­að­ist,“ sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir í við­tali við Út­varp Sögu.

Vigdís Haukdsóttir líkir mótmælum vegna Panamaskjalanna við valdaránið í Tyrklandi
Vigdís Hauksdóttir. Formaður fjárlaganefndar. Mynd: Af vef Framsóknarflokksins

Í viðtali við Útvarp Sögu fyrr í vikunni líkti Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, mótmælum sem haldin voru á Íslandi, eftir að í ljós kom að nöfn þriggja ráðherrar ríkisstjórnarinnar koma fram í Panamaskjölunum, við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Tyrklandi.​

Vigdís var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur, en ljóst er að atburðarásin sem fór af stað í kjölfar birtingar Panamaskjalanna var henni ekki að skapi. 

Í Kastljósþætti í byrjun apríl var fjallað um aflandsfélagið Wintris sem skráð var á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og eiginkonu hans. Einnig var fjallað um aflandsfélagið Falson & Co í eigu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og mál Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, sem var skráð prókúruhafi skúffufyrirtækis á Tortóla tveimur dögum eftir að hún tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2006.

„Hér var framkvæmt hálfgert valdarán og það heppnaðist en í Tyrklandi var valdarán sem misheppnaðist.“

Eftir Kastljósþáttinn voru haldin gríðarlega fjölmenn mótmæli á Austurvelli þar sem áætlað var að allt að 20.000 manns hafi verið viðstaddir. Um þetta sagði Vigdís í viðtalinu við Útvarp Sögu:

„Er það lýðræðislegt að það sé hægt að koma niður á Austuvöll og hrekja réttkjörin stjórnvöld frá völdum? Það var nú misheppnað valdarán í Tyrklandi, nýyfirstaðið og teljum við okkur nú vera meira lýðræðisríki heldur en nokkurn tíma Tyrkland, hér var framkvæmt hálfgert valdarán og það heppnaðist en í Tyrklandi var valdarán sem misheppnaðist. Er það bara nóg að það sé hægt að mæta bara á Austurvöll og hrekja réttkjörin stjórnvöld frá völdum, sem hafa svo stóran meirihluta?“

Tveimur dögum eftir hin fjölmennu mótmæli sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra af sér, og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti. Jafnframt var því lýst yfir að alþingiskosningum yrði flýtt fram á haust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár