Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Páll Valur: „Nei Óttarr Proppé, nú er mér öllum lokið“

Fyrr­ver­andi þing­mað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar spyr hvort lof­orð um „minna fúsk“ hafi bara ver­ið plat.

Páll Valur: „Nei Óttarr Proppé, nú er mér öllum lokið“

Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að sér sé öllum lokið vegna framgöngu Óttars Proppé, formanns flokksins, í umræðum um skipun dómara við nýjan Landsrétt.

„Nei Óttarr Proppé nú er mér öllum lokið. Var þetta bara plat hjá okkur á sínum tíma? "Minna fúsk, minna drasl og minna lélegt þýðir meiri Björt framtíð",“ skrifar Páll á Facebook. 

Þá vitnar hann í fleyg ummæli Styrmis Gunnarssonar úr rannsóknarskýrslu Alþingis: Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.

„Datt þessi tilvitnun í hug eftir að hafa horft á fulltrúa og boðbera nýrra stjórnmála í ræðustól alþingis í umræðum um tillögu dómsmálaráðherra um dómara í nýjan Landsrétt,“ skrifar Páll Valur.

Páll er einn af þremur fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar sem sagt hafa skilið við flokkinn. Páll Valur tilkynnti um þá ákvörðun sína í apríl, en Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir skráðu sig úr flokknum þann 3. janúar, daginn sem flokkurinn hóf formlega stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn.

„Ég sé ekki að ég eigi lengur samleið með flokknum á þeirri leið sem hann er (ég á raunar eins og margir aðrir mjög erfitt með að átta mig á hvert flokkurinn stefnir og fyrir hvað hann stendur),“ skrifaði hann í pistli þegar hann sagði sig úr Bjartri framtíð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár