Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ósátt við að Arnþrúður noti húfuna gegn múslimum

Seg­ir út­varps­stjóra Út­varps sögu hafa beð­ið um húfu til að aug­lýsa

Ósátt við að Arnþrúður noti húfuna gegn múslimum
Arnþrúður Karlsdóttir Sendir yfirlýsingu með mynd af sér í „búrku“. Mynd: Facebook / Útvarp Saga

Birna Mjöll Atladóttir fatahönnuður er ósátt við að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps sögu, hafi notað húfu sem hún hannaði til þess að koma á framfæri yfirlýsingu gegn fjölgun múslima á Íslandi.

„Munu allir útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“ spurði Arnþrúður á föstudaginn á Facebook-síðu Útvarps sögu, líkt og Stundin greindi frá

Birna Mjöll greinir frá því að Arnþrúður hafi sjálf beðið um húfu, en upphaflega beðið hana um rauða húfu, en svo hafi henni snúist hugur og hún viljað svarta. Hana notaði hún síðan sem búrku á meðfylgjandi ádeilumynd.

„Mikið þykir mér þetta leiðinlegt,“ segir Birna Mjöll. „Þetta er saumað sem hlýr og góður skjólfatnaður. Hún bað um rauða húfu til að auglýsa þær. Seinna bað hún um svarta og þá gerði hún þetta.“

Gagnrýni Birnu Mjallar
Gagnrýni Birnu Mjallar Er ósátt við að húfa frá henni sé notuð í pólitískum tilgangi gegn múslimum.

Birna byrjaði að sauma lambhúshettur fyrir 23 árum og hefur saumað ýmis klæði undir merkinu Mjallarföt, en lambhúshetturnar hennar eru ætlaðar fyrir veðurfarslega öfgakenndar íslenskar aðstæður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár