Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur sent Lögmannafélagi Íslands formlega kvörtun vegna „vals verjenda og slælegum vinnubrögðum“ þeirra.
Kvörtun Afstöðu er margþætt en fyrst og fremst snýr hún að úthlutun lögreglu á verjendum til fanga og þá í flestum tilvikum til þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi. Að sögn Afstöðu virðist fámennur hópur lögmanna fá flestöll verkefni lögreglu og hefur félaginu auk þess borist fjöldi kvartana vegna vinnubragða þessa sömu lögmanna. Bréfið er undirritað af Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, og dagsett 17. nóvember.
Athugasemdir