Lögreglufulltrúanum úr fíkniefnadeild, sem vikið var frá störfum í janúar með ólögmætum hætti, var tjáð að með brottvikningunni væri yfirstjórn lögreglunnar að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun sem farið hefði af stað um meinta spillingu í fíkniefnadeild. Frá þessu er greint í umfjöllun um málsástæður kæruaðila í úrskurði innanríkisráðuneytisins.
Eins og fram kom í gær telur innanríkisráðuneytið að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi farið á svig við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga þegar manninum var vikið frá störfum og hefur sú ákvörðun verið felld úr gildi. Lögreglustjórinn hafi byggt hina íþyngjandi ákvörðun einungis á ásökunum og orðrómi en ekki rannsóknargögnum. Þá kemur fram að þegar ákvörðunin var tekin hafi ekki verið komin fram ný gögn eða upplýsingar sem rennt hafi sterkari grun undir meint brot lögreglumannsins.
Manninum var vikið tímabundið frá störfum þann 14. janúar 2016, en vikurnar og dagana á undan höfðu fjölmiðlar, einkum Fréttablaðið og Vísir.is, fjallað umtalsvert um málefni fíkniefnadeildar lögreglu, annars vegar um að umræddur lögreglufulltrúi hefði verið færður til í
Athugasemdir