Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þekktur andstæðingur innflytjenda skrifar nafnlaust á Eyjuna

Magnús Þór Haf­steins­son, þekkt­ur and­stæð­ing­ur flótta­manna sem skip­aði odd­vita­sæti hjá Flokki fólks­ins, skrif­ar nafn­laus­ar grein­ar á Eyj­una, með­al ann­ars um að „var­göld“ ríki í Stokk­hólmi.

Þekktur andstæðingur innflytjenda skrifar nafnlaust á Eyjuna
Skrifaði nafnlaust á Eyjuna Magnús Þór Hafsteinsson er ritstjóri blaðsins Vesturland hjá fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar og viðskiptafélaga. Mynd: Picasa

Magnús Þór Hafsteinsson, sem skipaði oddvitasæti í Flokki fólksins og er þekktur andstæðingur flóttamanna, skrifar nafnlausar greinar á Eyjuna.is, meðal annars um að „vargöld“ sé í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, vegna glæpa.

Nýjasta grein hans bar yfirskriftina „Vargöld í Stokkhólmi: Lögreglan biður um liðsauka“. Í fréttinni er greint frá því að lögreglan í Stokkhólmi kortleggi nú þörf fyrir aukinn mannafla, en að um sé að ræða uppgjör glæpahópa og að hætta fyrir almenning hafi ekki aukist. „Segja má að vargöld ríki nú í borginni,“ segir í fréttinni. Í ummælum við fréttina er varað við innflytjendum. „Viljum við virkilega fá þetta fólk hingað?“ segir einn. Frétt Eyjunnar hefur verið deilt í hópi Íslendinga sem eru andsnúnir innflytjendum og meðal annars vísað til orða Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem gaf ranglega til kynna að hryðjuverkaárás hefði átt sér stað í Svíþjóð þegar hann hélt ræðu fyrir stuðningsmenn sína í Flórída á dögunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu