Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Líf mitt í vændi

„Það er ein­kenni­lega æs­andi að vera nafn­laus kyn­lífs­dúkka sem aðr­ir girn­ast. Það veit­ir völd og auð­vit­að nóg af pen­ing­um,“ sagði Arna í við­tali við Frétta­blað­ið 2004, þar sem hún dá­sam­aði vændi út í eitt. Skömmu síð­ar fékk hún tauga­áfall, sökk í hyl­djúpt þung­lyndi en brast kjark­ur til að fyr­ir­fara sér. Á ör­skömm­um tíma hafði henni tek­ist að rústa lífi sínu. Hún seg­ir frá lífi í vændi, þar sem hún mætti stund­um mönn­um sem hún þekkti vel fyr­ir, af­leið­ing­um þess og von­inni um breytt við­horf.

Líf mitt í vændi
Dásamaði vændi „Hamingjusama hóran“ dásamaði vændi í viðtali í Fréttablaðinu árið 2004. Hún sagði vændið valdeflandi og veita nóg af peningum. Skömmu síðar fékk hún taugaáfall og varð að horfast í augu við veruleikann. Mynd: Kristinn Magnússon

Í hvert sinn sem Arna gengur fram hjá ákveðinni verslun við Laugaveg fær hún sting í magann. Gömul ónotatilfinning sækir að og fyllir öll vit, hún man enn lyktina af gamla manninum sem tók á móti henni og leiddi hana niður í dimman kjallarann þar sem hann hreytti því út úr sér hvort hún ætlaði ekki að koma sér úr fötunum áður en hann lagðist á hana. Hún man eftir því þegar hún lá á gólfinu og horfði í kringum sig og velti því fyrir sér hvort hún myndi ekki örugglega komast aftur út úr þessum drungalega kjallara, þar sem lágt var til lofts og fúkkalykt af veggjum, á meðan hann rumdi ofan á henni. Hún man líka eftir niðurlægingunni sem fylgdi því að ganga út með tuttugu þúsund kall í vasanum og þau skilaboð að hann hefði nú ekki fengið mikið fyrir peninginn, hún væri svo sem ekkert sérstök. Það var nógu vont að vera í vændi, hvað þá þegar henni var sýnd lítilsvirðing. Allt þetta rifjast upp fyrir henni í hvert skipti sem hún fer Laugaveginn. Stundum verður tilfinningin svo sterk að hún óttast að koma upp um sig, eins og samferðafólk hennar skynji hvað er í huga hennar.

Dásamaði vændi

Ekki það að hún þurfi að hafa áhyggjur. Það myndi engan gruna að Arna hefði verið í vændi. Ekkert í fari hennar bendir til þess. Útlit hennar og fas er eins langt frá steríótýpíunni af vændiskonu og hægt er. Þetta er ekki kona sem gerir út á kynþokka, heldur gáfur og húmor. Hún er kennaramenntuð, starfar á leikskóla og er vel liðin af bæði samstarfsfélögum, foreldrum og börnunum sjálfum.

Hún á samt þessa sögu – sem er oft sögð í tengslum við vændi. Áður en hún varð tíu ára hafði hún verið misnotuð innan fjölskyldunnar, áður en hún varð tvítug höfðu vinir hennar nauðgað henni og áður en hún varð þrítug var hún farin að selja blíðu sína. Hún var ein af þessum „hamingjusömu hórum“ sem sögðu sögu sína í blaðaviðtölum og dásömuðu vændi.

Það var þá – á meðan hún reyndi að halda því litla sem eftir var af sjálfsvirðingunni með því að láta eins og allt væri í lagi, leika leikritið og gera það vel. Þar kom þó að hún gafst upp og neyddist til að horfast í augu við sjálfa sig og gjörðir sínar, sökk í hyldjúpt þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Síðustu tíu ár hefur hún markvisst unnið að því að styrkjast, og nú er hún tilbúin til að segja sannleikann um líf sitt í vændi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár