Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Líf mitt í vændi

„Það er ein­kenni­lega æs­andi að vera nafn­laus kyn­lífs­dúkka sem aðr­ir girn­ast. Það veit­ir völd og auð­vit­að nóg af pen­ing­um,“ sagði Arna í við­tali við Frétta­blað­ið 2004, þar sem hún dá­sam­aði vændi út í eitt. Skömmu síð­ar fékk hún tauga­áfall, sökk í hyl­djúpt þung­lyndi en brast kjark­ur til að fyr­ir­fara sér. Á ör­skömm­um tíma hafði henni tek­ist að rústa lífi sínu. Hún seg­ir frá lífi í vændi, þar sem hún mætti stund­um mönn­um sem hún þekkti vel fyr­ir, af­leið­ing­um þess og von­inni um breytt við­horf.

Líf mitt í vændi
Dásamaði vændi „Hamingjusama hóran“ dásamaði vændi í viðtali í Fréttablaðinu árið 2004. Hún sagði vændið valdeflandi og veita nóg af peningum. Skömmu síðar fékk hún taugaáfall og varð að horfast í augu við veruleikann. Mynd: Kristinn Magnússon

Í hvert sinn sem Arna gengur fram hjá ákveðinni verslun við Laugaveg fær hún sting í magann. Gömul ónotatilfinning sækir að og fyllir öll vit, hún man enn lyktina af gamla manninum sem tók á móti henni og leiddi hana niður í dimman kjallarann þar sem hann hreytti því út úr sér hvort hún ætlaði ekki að koma sér úr fötunum áður en hann lagðist á hana. Hún man eftir því þegar hún lá á gólfinu og horfði í kringum sig og velti því fyrir sér hvort hún myndi ekki örugglega komast aftur út úr þessum drungalega kjallara, þar sem lágt var til lofts og fúkkalykt af veggjum, á meðan hann rumdi ofan á henni. Hún man líka eftir niðurlægingunni sem fylgdi því að ganga út með tuttugu þúsund kall í vasanum og þau skilaboð að hann hefði nú ekki fengið mikið fyrir peninginn, hún væri svo sem ekkert sérstök. Það var nógu vont að vera í vændi, hvað þá þegar henni var sýnd lítilsvirðing. Allt þetta rifjast upp fyrir henni í hvert skipti sem hún fer Laugaveginn. Stundum verður tilfinningin svo sterk að hún óttast að koma upp um sig, eins og samferðafólk hennar skynji hvað er í huga hennar.

Dásamaði vændi

Ekki það að hún þurfi að hafa áhyggjur. Það myndi engan gruna að Arna hefði verið í vændi. Ekkert í fari hennar bendir til þess. Útlit hennar og fas er eins langt frá steríótýpíunni af vændiskonu og hægt er. Þetta er ekki kona sem gerir út á kynþokka, heldur gáfur og húmor. Hún er kennaramenntuð, starfar á leikskóla og er vel liðin af bæði samstarfsfélögum, foreldrum og börnunum sjálfum.

Hún á samt þessa sögu – sem er oft sögð í tengslum við vændi. Áður en hún varð tíu ára hafði hún verið misnotuð innan fjölskyldunnar, áður en hún varð tvítug höfðu vinir hennar nauðgað henni og áður en hún varð þrítug var hún farin að selja blíðu sína. Hún var ein af þessum „hamingjusömu hórum“ sem sögðu sögu sína í blaðaviðtölum og dásömuðu vændi.

Það var þá – á meðan hún reyndi að halda því litla sem eftir var af sjálfsvirðingunni með því að láta eins og allt væri í lagi, leika leikritið og gera það vel. Þar kom þó að hún gafst upp og neyddist til að horfast í augu við sjálfa sig og gjörðir sínar, sökk í hyldjúpt þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Síðustu tíu ár hefur hún markvisst unnið að því að styrkjast, og nú er hún tilbúin til að segja sannleikann um líf sitt í vændi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár