Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stígamót: Réttarkerfið enn og aftur brugðist brotaþolum

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem hann vissi að vildi ekki enda­þarms­mök. Stíga­mót bregð­ast við frétta­flutn­ingn­um: „Ef sam­þykki er ekki fyr­ir hendi er um nauðg­un að ræða.“

Stígamót: Réttarkerfið enn og aftur brugðist brotaþolum

Stígamót telja að af frétt Stundarinnar um meðferð kynferðisbrotamáls sé „ekki hægt að draga aðra ályktun en að réttarkerfið hafi enn og aftur brugðist brotaþolum kynferðisofbeldis“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin birta á Facebook.

Eins og fjallað er um í nýjasta tölublaði Stundarinnar töldu lögregla og ríkissaksóknari ekki tilefni til að rannsaka hvort nauðgun hefði átt sér stað þegar maður setti lim sinn í endaþarm 17 ára stúlku meðan hún svaf. Maðurinn viðurkenndi verknaðinn í yfirheyrslu vegna annars máls árið 2015 og sagðist hafa vitað að stúlkan, þá kærasta hans, væri mótfallin endaþarmsmökum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hóf ekki rannsókn, meint brot var ekki skráð í málaskrá, stúlkunni ekki skipaður réttargæslumaður og hún ekki látin vita af framburði mannsins. Kvaðst maðurinn sjálfur hafa verið sofandi og taldi því lögregla að háttsemin gæti ekki talist nauðgun eða kynferðisbrot. Hefur nú ríkissaksóknari komist að sömu niðurstöðu en samkvæmt bréfi embættisins frá 11. júní 2019 verður „ekki séð að sakborningurinn hafi með framangreindum framburði sínum verið að viðurkenna nauðgun eða lýsa ásetningsverki“. Eftir að brotaþoli fékk upplýsingar um „játninguna“ og kærði málið vísaði ríkissaksóknari því til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Stígamót benda á að fyrir rúmu ári síðan samþykkti Alþingi breytingar á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum, en með lögunum hafi öll tvímæli verið tekin af um að samþykki sé forsenda kynmaka. 

„Við á Stígamótum höfum ítrekað sagt að lögin verði ekki til í einhverju tómarúmi. Þau mótast í gagnkvæmum tengslum við samfélagið og hafa hingað til verið múlbundin skilgreiningum á verknaðarlýsingu sem miðar við að líkamlegu ofbeldi sé beitt, er það í engu samræmi við reynsluheim kvenna sem sjaldan berjast á móti. Þrátt fyrir að nauðgunarákvæðinu hafi verið breytt þar sem áhersla er lögð á samþykki og kynfrelsi, virðist réttarkerfið ekki vera í takti við þá breytingu,“ segir í færslu samtakanna.

„Breytingar á nauðgunarákvæði hegningarlaga voru liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eimir sterkt af á ýmsum stöðum. Karlmenn eiga aldrei rétt á kynlífi með konu. Hvort sem það er í sambandi eða innan hjónabands. Kynlíf undir öllum kringumstæðum byggir á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þeirra einstaklinga sem taka þátt í því. Að okkar mati bregst réttarkerfið brotaþolum kynferðisofbeldis reglulega. Það kemur fram í tíðum niðurfellingum mála, fáum sakfellingum og í þeim fáu tilfellum sem gerandi er fundin sekur eru dómarnir mildir og í engu samræmi við grófleika glæpsins. Af frétt Stundarinnar er ekki hægt að draga aðra ályktun en að réttarkerfið hafi enn og aftur brugðist brotaþolum kynferðisofbeldis. Ef samþykki er ekki fyrir hendi er um nauðgun að ræða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
2
Stjórnmál

Aldrei fleiri ver­ið hlynnt að­ild Ís­lands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
10
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár