Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Á­rétta að meint kyn­ferðis­brot er nú til lög­reglu­rann­sóknar

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Nú, fjór­um ár­um síð­ar er mál­ið til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á Suð­ur­landi eft­ir að brota­þoli fékk upp­lýs­ing­ar um „játn­ing­una“ og kærði mann­inn.

Á­rétta að meint kyn­ferðis­brot er nú til lög­reglu­rann­sóknar

Ríkissaksóknari vill árétta að embættið fól lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka meint kynferðisbrot sem Stundin hefur fjallað um þann 12. nóvember 2018 í kjölfar kæru brotaþola.

„Er þess óskað að Stundin komi þessum upplýsingum á framfæri,“ segir í tölvupósti sem embættið sendi Stundinni nú um hádegisleytið.

Stundin hefur þegar greint frá því að ríkissaksóknari hafi falið lögreglunni á Suðurlandi rannsókn málsins síðasta haust og að þar sé málið til meðferðar.

Frásögn meints geranda af verknaðinum kom fram í skýrslutöku fyrir meira en fjórum árum, þann 5. febrúar 2015. Viðurkenndi maðurinn, í yfirheyrslu vegna annars sakamáls, að hafa sett lim sinn í endaþarm 17 ára sofandi stúlku meðan hún svaf og tók fram að hann vissi að stúlkan, þá kærasta hans, væri mótfallin endaþarmsmökum.

Lögregla hóf ekki rannsókn, meint brot var ekki skráð í málaskrá, stúlkunni ekki skipaður réttargæslumaður og hún ekki látin vita af framburðinum.  Þannig fékk hún ekki vitneskju um „játninguna“ fyrr en löngu síðar – í fyrra þegar henni voru kynnt lögreglugögn um mál mannsins. Þá kærði hún og þá fyrst hófst rannsókn á meintri nauðgun.

Ríkissaksóknari telur að lögregla hafi farið rétt að þegar hún taldi framburð mannsins ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintu kynferðisbroti. Fram kemur í bréfi embættisins frá 11. júní 2019 að „ekki sé tilefni til að ætla annað en að fyllilega lögmæt sjónarmið hafi verið fyrir því að lögregla hafði ekki frumkvæði að því að hefja rannsókn á mögulegu kynferðisbroti“.

 „Í tilefni af ítrekaðri umfjöllun Stundarinnar um málsmeðferð lögreglu og ríkissaksóknara vegna meints kynferðisbrots [...] sér ríkissaksóknari ástæðu til að benda á að þann 12. nóvember 2018, í kjölfar kæru brotaþola, fól ríkissaksóknari lögreglunni á Suðurlandi rannsókn meints kynferðisbrots sem til umfjöllunar hefur verið í Stundinni,“ segir í tölvupósti frá ríkissaksóknara þar sem vísað er til fréttar af harðri gagnrýni Stígamóta á meðferð málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu