Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leyndarmál Sigmundar Davíðs: Frá héraðsdómi til Tortólu

Stund­in birt­ir fyrstu op­in­beru stað­fest­ing­una á mála­ferl­um Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur gegn Páli Samú­els­syni á ár­un­um 2006 og 2007.

Leyndarmál Sigmundar Davíðs: Frá héraðsdómi til Tortólu

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, Gunnlaugssonar, stefndi föður sínum árið 2006 vegna deilna um arf sem hún taldi sig eiga rétt á.  Samkvæmt upplýsingum um málið úr málaskrá Héraðsdóms Reykjavíkur var mál Önnu Sigurlaugar gegn Páli Samúelssyni þingfest í desember árið 2006. Í kjölfarið fékk Páll frest til að skila greinargerð í málinu sem hann og gerði. Málinu var úthlutað til héraðsdómarans Hervarar Þorvaldsdóttur. Málið var svo fellt niður sumarið 2007 án þess að gerð væri dómsátt og var engin formleg meðferð í málinu umfram það sem hér segir. Í kjölfar þessa fékk Anna Sigurlaug fyrirframgreidda arfinn frá föður sínum og enduðu þessir fjármunir í skattaskjólinu Bresku Jómfrúareyjum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt Stundarinnar á máli Wintris Inc., eignarhaldsfélagi Önnu Sigurlaugar á Bresku Jómfrúareyjum, sem hún greindi sjálf frá á Facebook-síðu sinni eftir að blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson spurninga um félagið. Staðfestingin á dómsmálinu frá Héraðsdómi Reykjavíkur er sú fyrsta opinbera sem birtist í íslenskum fjölmiðli og benda tímasetningarnar í því máli til að Anna Sigurlaug hafi fengið peningana sem svo enduðu á Tortóla um mitt ár 2007. 

Í úttekt Stundarinnar er einnig viðtal við sænska skattalögfræðinginn Torsten Fensby, sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu í skattaparadísum, og segist hann aldrei hafa vitað til þess að forsætisráðherra í evrópsku lýðræðisríki tengist eignarhaldi á fé í skattaskjóli. „Ég hef aldrei heyrt talað um slíkt dæmi um forsætisráðherra fyrr í reynd.“

Úttekt Stundarinnar geta áskrifendur lesið hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár