Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni“

Björt Ólafs­dótt­ir, þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir lög­in um bú­vöru­samn­ing­ana snið­in að hags­mun­um Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Ver­ið sé að „lög­festa regl­ur sem heim­ila skað­lega fákeppni og sam­þjöpp­un“

„Verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni“

Atvinnuveganefnd brást aðeins að litlu leyti við alvarlegum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Áfram er gert ráð fyrir að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði njóti víðtækra undanþága frá meginreglum samkeppnislaga og áfram verða til staðar heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela þær sérreglur sem settar eru um markaðsráðandi afurðastöðvar í sér að keppinautum og neytendum er almennt sköpuð minni vernd heldur en núgildandi lög veita.

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, telur óásættanlegt að Alþingi samþykki frumvarpið í þeirri mynd sem meirihluti nefndarinnar gerir ráð fyrir samkvæmt breytingartillögum sem lagðar voru fram á Alþingi á mánudag og kallar eftir því að málinu verði vísað frá.

Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir

„Þarna er fyrst og fremst verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni með því að undanþiggja fyrirtækið meginreglum samkeppnislaga,“ segir Björt í samtali við Stundina og bætir við að henni finnist stjórnarliðar vanmeta íslenskan landbúnað. „Þeir treysta honum ekki til að standa í samkeppni. Ég treysti honum hins vegar fullkomlega til þess.“ 

Samkeppnishömlur og skaðleg fákeppni

Í nefndaráliti sínu bendir Björt á að gengið sé gegn meginreglum samkeppnislaga. Heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila séu lögfestar sem og verðsamráð. Jafnframt sé komið í veg fyrir samkeppni með þaki á það magn sem markaðsráðandi afurðastöð er heimilt að selja sjálfstæðum vinnsluaðilum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár