Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni“

Björt Ólafs­dótt­ir, þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir lög­in um bú­vöru­samn­ing­ana snið­in að hags­mun­um Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Ver­ið sé að „lög­festa regl­ur sem heim­ila skað­lega fákeppni og sam­þjöpp­un“

„Verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni“

Atvinnuveganefnd brást aðeins að litlu leyti við alvarlegum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Áfram er gert ráð fyrir að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði njóti víðtækra undanþága frá meginreglum samkeppnislaga og áfram verða til staðar heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela þær sérreglur sem settar eru um markaðsráðandi afurðastöðvar í sér að keppinautum og neytendum er almennt sköpuð minni vernd heldur en núgildandi lög veita.

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, telur óásættanlegt að Alþingi samþykki frumvarpið í þeirri mynd sem meirihluti nefndarinnar gerir ráð fyrir samkvæmt breytingartillögum sem lagðar voru fram á Alþingi á mánudag og kallar eftir því að málinu verði vísað frá.

Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir

„Þarna er fyrst og fremst verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni með því að undanþiggja fyrirtækið meginreglum samkeppnislaga,“ segir Björt í samtali við Stundina og bætir við að henni finnist stjórnarliðar vanmeta íslenskan landbúnað. „Þeir treysta honum ekki til að standa í samkeppni. Ég treysti honum hins vegar fullkomlega til þess.“ 

Samkeppnishömlur og skaðleg fákeppni

Í nefndaráliti sínu bendir Björt á að gengið sé gegn meginreglum samkeppnislaga. Heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila séu lögfestar sem og verðsamráð. Jafnframt sé komið í veg fyrir samkeppni með þaki á það magn sem markaðsráðandi afurðastöð er heimilt að selja sjálfstæðum vinnsluaðilum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu