Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni“

Björt Ólafs­dótt­ir, þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir lög­in um bú­vöru­samn­ing­ana snið­in að hags­mun­um Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Ver­ið sé að „lög­festa regl­ur sem heim­ila skað­lega fákeppni og sam­þjöpp­un“

„Verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni“

Atvinnuveganefnd brást aðeins að litlu leyti við alvarlegum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Áfram er gert ráð fyrir að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði njóti víðtækra undanþága frá meginreglum samkeppnislaga og áfram verða til staðar heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela þær sérreglur sem settar eru um markaðsráðandi afurðastöðvar í sér að keppinautum og neytendum er almennt sköpuð minni vernd heldur en núgildandi lög veita.

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, telur óásættanlegt að Alþingi samþykki frumvarpið í þeirri mynd sem meirihluti nefndarinnar gerir ráð fyrir samkvæmt breytingartillögum sem lagðar voru fram á Alþingi á mánudag og kallar eftir því að málinu verði vísað frá.

Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir

„Þarna er fyrst og fremst verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni með því að undanþiggja fyrirtækið meginreglum samkeppnislaga,“ segir Björt í samtali við Stundina og bætir við að henni finnist stjórnarliðar vanmeta íslenskan landbúnað. „Þeir treysta honum ekki til að standa í samkeppni. Ég treysti honum hins vegar fullkomlega til þess.“ 

Samkeppnishömlur og skaðleg fákeppni

Í nefndaráliti sínu bendir Björt á að gengið sé gegn meginreglum samkeppnislaga. Heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila séu lögfestar sem og verðsamráð. Jafnframt sé komið í veg fyrir samkeppni með þaki á það magn sem markaðsráðandi afurðastöð er heimilt að selja sjálfstæðum vinnsluaðilum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár