Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni“

Björt Ólafs­dótt­ir, þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ir lög­in um bú­vöru­samn­ing­ana snið­in að hags­mun­um Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Ver­ið sé að „lög­festa regl­ur sem heim­ila skað­lega fákeppni og sam­þjöpp­un“

„Verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni“

Atvinnuveganefnd brást aðeins að litlu leyti við alvarlegum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Áfram er gert ráð fyrir að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði njóti víðtækra undanþága frá meginreglum samkeppnislaga og áfram verða til staðar heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela þær sérreglur sem settar eru um markaðsráðandi afurðastöðvar í sér að keppinautum og neytendum er almennt sköpuð minni vernd heldur en núgildandi lög veita.

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, telur óásættanlegt að Alþingi samþykki frumvarpið í þeirri mynd sem meirihluti nefndarinnar gerir ráð fyrir samkvæmt breytingartillögum sem lagðar voru fram á Alþingi á mánudag og kallar eftir því að málinu verði vísað frá.

Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir

„Þarna er fyrst og fremst verið að tryggja að Mjólkursamsalan haldi markaðsráðandi stöðu sinni með því að undanþiggja fyrirtækið meginreglum samkeppnislaga,“ segir Björt í samtali við Stundina og bætir við að henni finnist stjórnarliðar vanmeta íslenskan landbúnað. „Þeir treysta honum ekki til að standa í samkeppni. Ég treysti honum hins vegar fullkomlega til þess.“ 

Samkeppnishömlur og skaðleg fákeppni

Í nefndaráliti sínu bendir Björt á að gengið sé gegn meginreglum samkeppnislaga. Heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila séu lögfestar sem og verðsamráð. Jafnframt sé komið í veg fyrir samkeppni með þaki á það magn sem markaðsráðandi afurðastöð er heimilt að selja sjálfstæðum vinnsluaðilum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár