Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands, segir að skólinn og Landspítalinn þurfa að rannsaka aðkomu þessara tveggja stofnana að máli ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarinis ofan í kjölinn. Hún segir málið „mjög alvarlegt“ og segir að kanna þurfi sérstaklega ábyrgð tveggja íslenskra, Tómasar Guðbjartssonar og Óskars Einarssonar að málinu.
Orðrétt segir hún um málið: „Yfirmenn heilbrigðismála hérlendis, íslensk læknastétt, Landspítalinn og Háskóli Íslands verða að gera allt til að hindra þetta mál grafi enn frekar undan trúverðugleika þeirra og þeim rannsóknum sem stundaðar eru í þeirra nafni.“
Athugasemdir