Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Komi nefndin með tillögur um grundvallarbreytingar, þá verða þær einfaldlega stöðvaðar“

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins greina blaða­kon­unni Agnesi Braga­dótt­ur frá því í nafn­laus­um við­töl­um að þeir hafi eng­ar áhyggj­ur af nefnd­inni um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi. Grund­vall­ar­breyt­ing­ar verði hvort sem er stöðv­að­ar á Al­þingi.

„Komi nefndin með tillögur um grundvallarbreytingar, þá verða þær einfaldlega stöðvaðar“

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að koma í veg fyrir hvers kyns grundvallarbreytingar á gjaldtöku í sjávarútvegi, óháð því hver niðurstaða þverpólitískrar nefndar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verður. Þeir greina frá þessu undir nafnleynd í viðtali við blaðakonuna Agnesi Bragadóttur í Morgunblaðinu.

„Menn eru ekkert að stressa sig á þessu, því komi nefndin með tillögur um grundvallarbreytingar, þá verða þær einfaldlega stöðvaðar í þinginu. Þetta er nú ekki ýkja flókið,“ er haft eftir ónafngreindum þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í fréttinni sem birtist í Morgunblaðinu í gær.  

Eins og Stundin greindi frá í fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn þegið meira en 20 milljónir frá handhöfum kvóta á tímabilinu 2013 til 2015. Um er að ræða 28 prósent af öllum styrkjum lögaðila til flokksins. Á sama tímabili voru veiðigjöld styrkveitendanna lækkuð auk þess sem reynt var að úthluta þeim tugmilljarða makrílkvóta.

Í síðustu viku gekk Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úr röðum Viðreisnar, frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.

Nefndin er skipuð samkvæmt tilnefningum allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi og mun skila tillögum til ráðherra í formi lagafrumvarps ekki seinna en 1. desember næstkomandi.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun gegna formennsku í nefndinni. Eins og Stundin fjallaði um í síðustu viku hefur Þorsteinn, á tímabilinu 1996 til 2012, ítrekað varað við gjaldtöku í sjávarútvegi og meðal annars talað gegn því að tekið sé upp veiðileyfagjald eða auðlindaskattur á sjávarútvegsfyrirtæki. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lagði fram frumvarp til laga um veiðigjöld í mars 2012, fullyrti Þorsteinn að ef lögin yrðu að veruleika myndu flest útgerðarfyrirtæki á Íslandi leggja upp laupana.  Þá hefur hann lagst gegn uppboði aflaheimilda, en uppboðsleið í sjávarútvegi var á meðal helstu kosningaloforða Viðreisnar í aðdraganda síðustu þingkosninga. 

Að því er fram kemur í frétt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir með að Viðreisn eigi tvo fulltrúa í nefndinni en aðrir flokkar aðeins einn. Hins vegar hafa þingmennirnir litlar áhyggjur, enda telja þeir ólíklegt að neitt komi út úr starfi nefndarinnar sem byggjandi verði á. 

Eftirfarandi er haft eftir þingmanni Sjálfstæðisflokksins: „Ef þessi svokallaða þverpólitíska nefnd skilar frumvarpi sem felur í sér byltingarkenndar breytingartillögur sem grafa undan góðu sjávarútvegskerfi okkar, þá verður það frumvarp einfaldlega stöðvað á Alþingi og þar munu Sjálfstæðisflokkur og örugglega Framsóknarflokkur og fleiri ná saman. Við látum ekki eyðileggja gott kerfi, þótt við séum vissulega opnir fyrir einhverjum breytingum, svo sem á reglum um framsal og veiðiskyldu.“

„Þá verður það frumvarp einfaldlega stöðvað á Alþingi og þar munu Sjálfstæðisflokkur og örugglega Framsóknarflokkur og fleiri ná saman“

Fram kemur að fleiri þingmenn flokksins séu á sama máli og hafi efasemdir um að nokkuð raunhæft komi út úr störfum nefndarinnar. Þess vegna hafi þeir litlar áhyggjur af því hvernig hún er mönnuð. „Komi nefndin með tillögur um grundvallarbreytingar, þá verða þær einfaldlega stöðvaðar í þinginu,“ fullyrðir ónafngreindur þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavík. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmunum eru þau Guðlaugur Þórðarson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson, Sigríður Á. Andersen og Hildur Sverrisdóttir. 

Þingmenn úr hinum stjórnarflokkunum hafa talað á þá leið að þeir bindi miklar vonir við störf hinnar þverpólitísku nefndar um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í sjávarútvegi. Þannig hefur t.d. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagst gegn uppboði viðbótarkvóta á þeirri forsendu að slíkt kunni að trufla vinnu nefndarinnar. „Ég óttast að þessi inngrip í þetta aflahlutdeildarkerfi gæti haft neikvæð áhrif á þá vinnu sem er að fara í gang í þessum töluðu orðum og ég bind svo miklar væntingar við,“ sagði hún í umræðum á Alþingi þann 3. maí. „Ég trúi því að sú vinna skili niðurstöðum sem hafi langtímahagsmuni í huga. Ég nýt þess að vera fulltrúi Viðreisnar í nefndinni. Ég hlakka til vinnunnar. Ég mun í anda Viðreisnar halda þar á lofti sjónarmiðum um útboðsleiðina.“ 

„Ég trúi því að sú vinna skili niðurstöðum
sem hafi langtímahagsmuni í huga“

Frétt Agnesar Bragadóttur og ummæli þingmanna Sjálfstæðisflokksins báru á góma í Silfrinu í morgun. Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af þeim upplýsingum sem þar komu fram. 

Fréttamaðurinn Kristinn Hrafnsson sagði hins vegar að ummæli þingmannanna hefðu afhjúpað skipun nefndarinnar sem sýndargjörning. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur tekið sama pól í hæðina. „Það kemur ekki til greina að auka gjaldtöku fyirr afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu stöðva það og segjast treysta á Framsóknarflokkinn og „fleiri“ til að tryggja þá niðurstöðu. Þeir hafa engar áhyggjur af málinu. Skipun nefndarinnar er því leiksýning og aldrei hefur staðið til að auka gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni,“ skrifaði hann á Facebook í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár