„Það er klárlega einhver strategía í gangi,“ segir Grétar Sveinn Theodórsson almannatengill í samtali við Stundina um atburðarásina sem ríkisstjórnin hrinti af stað í síðustu viku. Utanríkisráðherra sendi bréf til forystu Evrópusambandsins á fimmtudag og greindi frá því að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur í hópi umsóknarríkja og er Evrópusambandið beðið um að taka mið af því. Gunnar Bragi hefur ítrekað látið hafa eftir sér að með þessu sé málið komið á endastöð.
Það var RÚV sem greindi fyrst frá bréfinu í kvöldfréttum útvarps klukkan sex síðastliðinn fimmtudag. Grétar Sveinn segir tímasetninguna enga tilviljun.
Athugasemdir