Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, biður Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að sýna auðmýkt og lítillæti og segja af sér. Þá segir hann að leiða megi að því rök að Sigmundur hafi orðið uppvís að landráðum þegar hann hélt því leyndu að hann væri hópi kröfuhafa, sem hann sjálfur samdi við fyrir hönd þjóðarinnar. Þetta segir hann í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu í dag. Kári er þar með í hópi hátt í níu þúsund manns sem hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð láti af störfum sem forsætisráðherra og hverfi af þingi.
„Það er ekki bara óásættanlegt að þú skulir hafa tekið þátt í samingunum heldur með öllu óskiljanlegt að þú skulir hafa haldið að það væri í lagi og haldir það enn þann dag í dag. Í því endurspeglast
Athugasemdir