Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi fékk líka lán sem hann vill ekki tala um

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra fæst ekki til að svara spurn­ing­um um tengsl sín og Orku Energy. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um hags­muna­tengsl hans og fyr­ir­tæk­is­ins.

Illugi fékk líka lán sem  hann vill ekki tala um
Laun, lán og sala á íbúð Illugi Gunnarsson fékk laun frá Orku Energy sem og lán auk þess sem hann seldi stjórnarformanni fyrirtækisins íbúð sína. Hann hefur ekki svarað þrettán tölvupóstum með spurningum og ítrekunum. Mynd: Pressphotos

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, fékk einnig lán frá orkufyrirtækinu Orku Energy, sem hann vann hjá sem ráðgjafi, árið 2011. Áður hefur komið fram að Illugi hafi unnið hjá fyrirtækinu meðan hann var í leyfi frá þingstörfum vegna athugunar á meintum brotum sem til skoðunar voru í tengslum við Sjóð 9 hjá Glitni þar sem Illugi var stjórnarmaður. Illugi hefur ekki svarað spurningum um hversu mikið hann fékk greitt í heildina frá Orku Energy fyrir þessi störf en heimildir Stundarinnar herma – til eru gögn í málinu um þessi viðskipti Illuga og orkufyrirtækisins – að greiðslurnar hafi numið um tíu milljónum króna. 

Þá hefur einnig komið fram að Illugi hafi selt stjórnarformanni Orku Energy, Hauki Harðarsyni, íbúðina sína á Ránargötu vegna fjárhagserfið­leika sem hann lenti í fyrir og eftir efnahagshrunið á Íslandi. Stundin greindi meðal annars frá því að fjárnám hefði verið gert í íbúð Illuga síðla árs 2007 vegna sjö milljóna króna kröfu frá Glitni. Auk þess var Illugi Gunnarsson við veiðar í Vatnsdalsá á Norðurlandi á sama tíma og  Haukur Harðarson í fyrrasumar en Illugi hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar um það mál.

Þrettán tölvupóstar en engin svör

Tengslin við Hauk
Tengslin við Hauk Haukur Harðarson er stjórnarformaður Orku Energy og keypti hann íbúð Illuga af honum auk eignarhaldsfélags hans. Hann og Illugi voru við veiðar í Vatnsdalsá á sama tíma í fyrra sumar.

Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir í margar vikur til að fá Illuga til að svara spurningum um viðskipti sín og Orku Energy. Alls hefur Stundin sent honum þrettán tölvupósta í gegnum aðstoðarmann hans þar sem beðið er um svör við spurningum um þessi viðskipti. Engin svör hafa hins vegar borist enn við þeim frekari spurningum sem sendar hafa verið til Illuga. 

Illugi svaraði spurningum fjölmiðla um Orku Energy-málið fyrst um sinn en hætti því svo. Stundin sendi eftirfarandi orð til aðstoðarmanns hans, Sigríðar Hallgrímsdóttur, í tölvupósti þann 25. apríl síðastliðinn: „Ég er 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár