Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, fékk einnig lán frá orkufyrirtækinu Orku Energy, sem hann vann hjá sem ráðgjafi, árið 2011. Áður hefur komið fram að Illugi hafi unnið hjá fyrirtækinu meðan hann var í leyfi frá þingstörfum vegna athugunar á meintum brotum sem til skoðunar voru í tengslum við Sjóð 9 hjá Glitni þar sem Illugi var stjórnarmaður. Illugi hefur ekki svarað spurningum um hversu mikið hann fékk greitt í heildina frá Orku Energy fyrir þessi störf en heimildir Stundarinnar herma – til eru gögn í málinu um þessi viðskipti Illuga og orkufyrirtækisins – að greiðslurnar hafi numið um tíu milljónum króna.
Þá hefur einnig komið fram að Illugi hafi selt stjórnarformanni Orku Energy, Hauki Harðarsyni, íbúðina sína á Ránargötu vegna fjárhagserfiðleika sem hann lenti í fyrir og eftir efnahagshrunið á Íslandi. Stundin greindi meðal annars frá því að fjárnám hefði verið gert í íbúð Illuga síðla árs 2007 vegna sjö milljóna króna kröfu frá Glitni. Auk þess var Illugi Gunnarsson við veiðar í Vatnsdalsá á Norðurlandi á sama tíma og Haukur Harðarson í fyrrasumar en Illugi hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar um það mál.
Þrettán tölvupóstar en engin svör
Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir í margar vikur til að fá Illuga til að svara spurningum um viðskipti sín og Orku Energy. Alls hefur Stundin sent honum þrettán tölvupósta í gegnum aðstoðarmann hans þar sem beðið er um svör við spurningum um þessi viðskipti. Engin svör hafa hins vegar borist enn við þeim frekari spurningum sem sendar hafa verið til Illuga.
Illugi svaraði spurningum fjölmiðla um Orku Energy-málið fyrst um sinn en hætti því svo. Stundin sendi eftirfarandi orð til aðstoðarmanns hans, Sigríðar Hallgrímsdóttur, í tölvupósti þann 25. apríl síðastliðinn: „Ég er
Athugasemdir