Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hlín rýfur þögnina: Krefst þess að Pressan skili tölvupóstum

Lög­mað­ur Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur krefst tölvu­pósta vegna varn­ar í fjár­kúg­un­ar­máli en ekk­ert ger­ist.

Hlín rýfur þögnina: Krefst þess að Pressan skili tölvupóstum
Hlín Einarsdóttir Á ýmsu hefur gengið í lífi ritstjórans fyrrverandi undanfarnar vikur. Hún hefur verið kærð fyrir fjárkúgun og kærði sjálf nauðgun. Mynd: Kristinn Magnússon

Hlín Einarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Bleikt.is, sem var handtekin fyrir að senda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra fjárkúgunarbréf, hyggst nota tölvupósta sína frá Vefpressunni í þeim málaferlum sem framundan eru vegna fjárkúgunarmálsins og einnig nauðgunarkæru hennar á hendur fyrrverandi samstarfsmanni. Henni er hins vegar meinað um aðgang að póstunum af eigendum og stjórnendum fyrirtækisins sem er að stærstum hluta í eigu fyrrverandi sambýlismanns hennar til þriggja ára, Björns Inga Hrafnssonar.

Hlín hefur ekki tjáð sig um málið frá því það kom upp fyrr en nú.

Segir dularfullt að hún fái ekki tölvupóstana

Eftir að fjárkúgunin, sem gekk út á óeðlileg tengsl forsætisráðherra og Björns Inga, komst í hámæli, lokuðu stjórnendur Pressunnar á netfang Hlínar. Hún segist hafa haft þetta netfang, hlin@bleikt.is, allar götur síðan hún var ritstjóri Bleikt.is, sem er einn af miðlum Vefpressunnar. Hlín sagði í samtali við Stundina í kvöld að hún teldi sig eiga fullan rétt á þessum gögnum sem að stórum hluta eru persónuleg.

„Það er mjög dularfullt að þeir skuli neita að afhenda mér gögnin“

„Ég krefst þess að fá aðgang að tölvupósti mínum en stjórnendur Vefpressunnar eru að draga lappirnar. Það er mjög dularfullt að þeir skuli neita að afhenda mér gögnin,” segir Hlín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár