Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Myndir af sérsveitinni að handtaka Hlín

Malín Brand seg­ir sögu sína og syst­ur sinn­ar í fjár­kúg­un­ar­mál­inu. Hún mynd­aði at­burða­rás­ina þeg­ar Hlín fór á af­hend­ing­ar­stað­inn. „Ég hugs­aði með mér að menn­irn­ir í hvítu slopp­un­um væru komn­ir að sækja syst­ur mína".

Myndir af sérsveitinni að handtaka Hlín

Myndir af handtöku Hlínar Einarsdóttur í tengslum við fjárkúgunarmál á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eru birtar í Stundinni í dag. Á myndunum sést þegar svartur bíll kemur með tösku og skilur eftir á tilteknum stað eftir fyrirmælum Hlínar sem hafði hótað að birta upplýsingar sem tengja Sigmund Davíð við fjármögnun Pressunar sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi sambýlismanns hennar. Á öðrum myndum sést Hlín á flótta undan sérsveitarmönnum sem yfirbuguðu hana skömmu síðar. þetta gerðist 29. maí síðastliðinn. Málið vakti þjóðarathygli. 

Ítarlegt viðtal er við Malín Brand í Stundinni í dag þar sem hún lýsir atburðarásinni sem endaði með handtöku þeirra systra. Þá eru birt dagbókarbrot Malínar vegan málsins. 

Hér er gripið ofan í frásögnina þar sem Hlín er lögð af stað til að sækja peningana. 

Handtakan
Handtakan Á myndinni eru sérsveitarmenn að hlaupa Hlín Einarsdóttur uppi við fiskitrönurnar í Hafnarfirði. Skömmu síðar var Hlín yfirbuguð .

Malín ákvað að nota tímann á meðan hún beið til þess að taka myndir í nágrenninu. Hún tók myndavélina sína og fór upp á hæð í grenndinni. Svo fór hún að mynda fjallahringinn í tærri vorbirtunni. Þarna var Keilir og Helgafell í Hafnarfirði. Hún gleymdi sér um tíma við að mynda. Skyndilega hringdi farsíminn hennar. Hún leit á skjáinn. Þetta var Hlín. „Í símanum var systir mín, lafmóð og á barmi taugaáfalls. Hún var tæplega kílómeters fjarlægð frá mér en ég gat ómögulega komið auga á hana í hraunbreiðunni. Hún sagðist vera að nálgast fiskitrönurnar. „Malla, ég vil endilega tala við þig á meðan svo ég fari ekki yfir um,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár