Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tjá sig ekki um meinta lánafyrirgreiðslu

Björn Ingi Hrafns­son neit­ar að tjá sig um meinta að­komu for­sæt­is­ráð­herra að lána­fyr­ir­greiðslu úr MP banka. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son mun ekki tjá sig um mál­ið á með­an rann­sókn lög­reglu stend­ur yf­ir.

Tjá sig ekki um meinta lánafyrirgreiðslu

Hvorki Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og einn eigandi Vefpressunnar, né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætla að tjá sig um meinta aðkomu þess síðarnefnda að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar. Samkvæmt frétt á vef Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber, eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. 

„Rannsókn málsins er í höndum lögreglu og stendur enn yfir. Við getum því ekki tjáð okkur um efni bréfsins.“

Stundin náði tali af Birni Inga Hrafnssyni í morgun en hann neitaði að tjá sig um málið. Stundin leitaði einnig viðbragða frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Í skriflegu svari frá aðstoðarmanni hans segir að ráðuneytið hafi ekki hótunarbréfið undir höndum enda hafi það verið afhent lögreglunni strax og teljist nú sönnunargagn í málinu. „Rannsókn málsins er í höndum lögreglu og stendur enn yfir. Við getum því ekki tjáð okkur um efni bréfsins. Að öðru leyti vísast til yfirlýsingar forsætisráðherra um málið sem send var til fjölmiðla í fyrradag,“ segir í svari Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Stundarinnar. 

60 milljóna yfirdráttur frá MP banka

Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Í frétt Vísis er meðal annars rætt við Arnar Ægisson, framkvæmdastjóra Pressunnar, en hann segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé tilkomið. Hann staðfestir að um yfirdrátt frá MP banka hafi verið að ræða, en hafnar hins vegar öllum tengslum við forsætisráðherra. 

„Forsætisráðherra fjármagnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu.“ 

Í yfirlýsingu forsætisráðherra frá því á þriðjudag segir að upplýsingarnar í bréfinu séu byggðar á getgátum og sögusögnum. „Ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni.

Björn Ingi tjáði sig sömuleiðis um málið á Facebook á þriðjudag. „Forsætisráðherra fjármagnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu,“ sagði hann. 

Fjölskyldutengsl lengi legið fyrir

MP banki sendi frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að bréfið sem um ræði sé sönnunargagn í lögreglurannsókn og hafi ekki verið gert opinbert. Forsvarsmenn bankans hafi því ekki séð bréfið og þekki ekki þær ásakanir sem settar eru fram. Bankinn geti ekki rofið trúnað um viðskiptavini eða einstök viðskipti en þó sé hægt að fullyrða að vinnulag bankans sé í öllum tilvikum í fullu samræmi við þau lög sem gilda um starfsemi fjármálafyrirtækja. 

„Það er rétt að fjölskyldutengsl eru á milli forstjóra bankans og forsætisráðherra.“ 

„Það er rétt að fjölskyldutengsl eru á milli forstjóra bankans og forsætisráðherra. Þau tengsl hafa legið fyrir lengi og hafa engin áhrif haft á rekstur bankans. Einnig hefur verið fjallað um þá staðreynd að starfsmenn bankans hafa fengið leyfi frá störfum til að vinna með stjórnvöldum að vandasömum úrlausnarefnum sem varða þjóðarhag, þar með talið afléttingu gjaldeyrishafta. Hjá MP banka vinna margir hæfir sérfræðingar. Stjórnvöld hafa leitað eftir því að fá að njóta starfskrafta þriggja starfsmanna bankans vegna tímabundinna verkefna. Einn þeirra hætti hjá bankanum til að geta sinnt slíku verkefni og tveimur þeirra hefur bankinn veitt leyfi frá störfum til að sinna þessum verkefnum,“ segir í yfirlýsingu MP banka. 

Forstjóri MP banka er Sigurður Atli Jónsson en hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta einnig verið yfirmenn í bankanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár