Lögreglan á Suðurnesjum handtók í júní mann sem hafði svikið út flugmiða og tæki á borð við iPhone-síma, iPad og spjaldtölvur. Þessu til viðbótar reyndist maðurinn vera með barnaklám í fórum sínum. Strax komu upp vísbendingar um að þjófnaðurinn væri umfangsmikill og að maðurinn hefði dreift barnakláminu.
Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum, Reece Scoby frá Skotlandi, sem héraðsdómur samþykkti. Á Litla-Hrauni var hann í almennri gæslu og lenti í átökum við aðra fanga. Þegar honum var sleppt úr haldi var hann úrskurðaður í farbann. Þá hélt maðurinn uppteknum hætti og var stórtækur í að svíkja út þjónustu og vörur. Meðal annars stakk hann af frá hótelreikningingum. Hann var handtekinn aftur og úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.
Athugasemdir