Hlín Einarsdóttir sendi tvö fjárkúgunarbréf með kröfu um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherram, greiddi henni milljónir króna. Að öðrum kosti yrði upplýst um fjárhagsleg tengsl forsætisráðherrans og fyrrverandi unnusta hennar, Björns Inga Hrafnssonar útgefanda Pressunnar og seinna DV.
Í ákæru á hendur systrunum kemur fram að send voru tvo bréf með kröfu á hendur Sigmundi. Dagsetningar eru nokkuð á reiki í ákærunni, Þar segir að miðvikudaginn 20. eða fimmtudaginn 21. maí hafi Hlín sett bréf inn um póstlúguna á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar aðstoðarmanns Sigmundar að Þúfubarði í Hafnarfirði. Í bréfinu var krafa um að Sigmundur greiddi 7,5 milljón krónur eða að fjárhagsmálefni Vefpresssunnar, félags Björns Inga, erðu opinberuð. Afhenda átti fjármunina í tösku þriðjudaginn 25. maí klukkan 9:30. Ekki var tilgreint hvar ætti að greiða upphæðina. Fram kemur að Jóhannes Þór hafi ekki séð bréfið fyrr en 1. júní.
Athugasemdir