Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ákæran birt: Tvö fjárkúgunarbréf send vegna Sigmundar Davíðs

Æv­in­týra­legri fjár­kúg­un­ar­tilraun er lýst í ákær­unni á hend­ur Malín Brand og Hlín Ein­ars­dótt­ur. Fjár­kúg­un­ar­bréf vegna for­sæt­is­ráð­herra eru sögð vera tvö. Helgi Je­an Claessen vill 1,7 millj­ón í bæt­ur.

 

Ákæran birt: Tvö fjárkúgunarbréf send vegna Sigmundar Davíðs
Ákærðar Systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa verið ákærðar fyrir að hafa kúgað fé af Helga Jean Claessen og að hafa reynt að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í með tveimur bréfum. Myndina tók Malín þegar Hlín var handtekin. Mynd: Malín Brand

Hlín Einarsdóttir sendi tvö fjárkúgunarbréf með kröfu um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherram,  greiddi henni milljónir króna. Að öðrum kosti yrði upplýst um fjárhagsleg tengsl forsætisráðherrans og fyrrverandi unnusta hennar, Björns Inga Hrafnssonar útgefanda Pressunnar og seinna DV.

Félagar
Félagar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson voru miðpunktar í fjárkúgunarmálinu.

Í ákæru á hendur systrunum kemur fram að send voru tvo bréf með kröfu á hendur Sigmundi. Dagsetningar eru nokkuð á reiki í ákærunni, Þar segir að miðvikudaginn 20. eða fimmtudaginn 21. maí hafi Hlín sett bréf inn um póstlúguna á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar aðstoðarmanns Sigmundar að Þúfubarði í Hafnarfirði. Í bréfinu var krafa um að Sigmundur greiddi 7,5 milljón krónur eða að fjárhagsmálefni Vefpresssunnar, félags Björns Inga, erðu opinberuð. Afhenda átti fjármunina í tösku þriðjudaginn 25. maí klukkan 9:30. Ekki var tilgreint hvar ætti að greiða upphæðina. Fram kemur að Jóhannes Þór hafi ekki séð bréfið fyrr en 1. júní.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár