Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vinir Hlínar yfirheyrðir í nauðgunarmáli

Hlín Ein­ars­dótt­ir seg­ir að all­ir þeir sem hún hafi sagt frá meintri nauðg­un hafi ver­ið tekn­ir í skýrslu­töku. Hún fer fram á að fá að­gang að tölvu­póstað­gangi sín­um hjá Vefpress­uni. Þar á með­al er tölvu­póst­ur sem hún sendi Birni Inga Hrafns­syni, henn­ar fyrr­ver­andi sam­býl­is­manni og út­gef­anda DV og Press­unn­ar, um meinta nauðg­un.

Vinir Hlínar yfirheyrðir í nauðgunarmáli
Hlín Einarsdóttir Á ýmsu hefur gengið í lífi ritstjórans fyrrverandi undanfarnar vikur. Hún hefur verið kærð fyrir fjárkúgun og kærði sjálf nauðgun. Mynd: Kristinn Magnússon

Hlín Einarsdóttir, sem reyndi að kúga fé út úr forsætisráðherra, segir að vinir hennar sem hún hafi tjáð um meinta nauðgun hafi verið teknir í skýrslutöku hjá lögreglu. „Ég sagði vinum mínum frá nauðguninni daginn eftir að þetta gerðist. Það er búið að taka skýrslur af þeim,“ segir Hlín í samtali við Stundina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur Hlín fengið aðgang að hluta af tölvupóstum sínum  sem stjórnendur Vefpressunar höfðu lokað á. Grunsemdir eru uppi um að tilteknum póstum hafi verið eytt. Málið er á leið til Persónuverndar. Hlín vill hvorki játa þessu opinberlega né neita. „Ég vísa á lögmann minn í þessu máli,“ segir Hlín.

„Hún hefur ekki fengið aðgang, það er enn þá lokað fyrir netfangið. Þetta var bara í Outlookinu í símanum, þetta vistast þar. Það stendur enn þá eftir þessi krafa um að fá aðgang að tölvupóstinum þannig að hún geti fengið sín persónulegu gögn,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar. Hún segist bíða þar til Arnar Ægisson, framkvæmdastjóra Pressunnar, komi úr fríi áður en málið verði formlega kært til Persónuverndar.

Hlín hyggst nota tölvupósta sem voru inn á netfangi hennar, hlin@bleikt.is, í þeim málaferlum sem hún stendur frammi fyrir. Að hennar sögn er þar á meðal tölvupóstur sem hún sendi Birni Inga Hrafnssyni, hennar fyrrverandi sambýlismanni og útgefanda DV og Pressunnar, um meinta nauðgun sem hún hafi kært til lögreglu.

Öll málin enn í rannsókn

Hlín og systir hennar Malín Brand voru, líkt og þekkt er orðið, handteknar fyrir að senda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra fjárkúgunarbréf. Fljótlega eftir að það mál kom upp kærði Helgi Jean Claessen, eigandi menn.is, þær systur fyrir fjárkúgun. Helgi segir að þær systur hafi kúgað fé úr honum með því að saka hann um nauðgun. Hlín hefur hins vegar formlega kært Helga fyrir nauðgun. Öll þrjú mál eru enn í rannsókn hjá lögreglu.

Engin viðbrögð

Í upphafi þar síðustu viku fór Hlín fram á að hún fengi aðgang að tölvupóstaðgangi sínum hjá Vefpressunni. Hún segist hafa haft þetta netfang allt frá því að hún var ritstjóri Bleikt.is, sem er einn af miðlum Vefpressunnar. Lokað var á þann aðgang um svipað leyti og fjárkúgun hennar gegn Sigmundi Davíð komst í hámæli. Hvorki Hlín né lögmaður hennar hafa fengið viðbrögð frá eigendum og stjórnendum fyrirtækisins utan þess að vísað var á lögmann Vefpressunnar. Kolbrún segir að lögmaður Vefpressunnar í málinu sem varðar tölvupóstana sé Sigurður G. Guðjónsson. „Framkvæmdastjórinn Arnar vísaði á Sigurð sem lögmann Vefpressunnar, meira veit ég ekki. Ég ræddi við hann og fékk þær upplýsingar að hann upplýsti félagið um reglunnar sem gilda um tölvupóst samkvæmt persónuverndarlögum,“ segir Kolbrún.

Sigurður segist ekkert tengjast málinu

Sigurður segir þó í samtali við Stundina að mál Hlínar og Pressunar tengist sér ekkert. „Það er bara ekki á mínu forræði,“ segir hann og bendir blaðamanni að ræða við Arnar Ægisson, framkvæmdastjóra Pressunnar. Sigurður þvertekur fyrir að  vera lögmaður Pressunnar. „Þó svo að ég væri lögmaður Pressunar, þá ræði ég aldrei mál skjólstæðinga við fjölmiðla,“ segir Sigurður. Hvorki hefur náðst í Björn Inga Hrafnsson né Arnar Ægisson við vinnslu fréttar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár