Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gunnlaugur tók 354 milljóna arð í gegnum Tortólu og slapp við 70 milljóna skatt á Íslandi

Gunn­laug­ur Sig­munds­son stund­aði við­skipti í gegn­um Tor­tólu og tók út arð upp á 354 millj­ón­ir króna sem var skatt­frjáls í Lúx­em­borg þar sem hann á fyr­ir­tæki. Með laga­breyt­ingu ár­ið 2010 hættu arð­greiðsl­ur eign­ar­halds­fé­lags hans í Lúx­em­borg að vera skattafrjáls­ar og þá hætti hann við­skipt­um í gegn­um Tor­tólu. Fé­lag Gunn­laugs í Lúx­em­borg átti þeg­ar mest lét tæp­ar 600 millj­ón­ir króna sam­kvæmt árs­reikn­ing­um þess þar í landi.

Gunnlaugur tók 354 milljóna arð í gegnum Tortólu og slapp við 70 milljóna skatt á Íslandi
Leiðréttum ársreikningi skilað í síðasta mánuði Leiðréttum ársreikningi eignarhaldsfélags Gunnlaugs Sigmundssonar í Lúxemborg var skilað þann 10. mars síðastliðinn en í honum kemur 354 milljóna arðgreiðslan í gegnum Tortólu fram. Mynd: Alþingi

Eignarhaldsfélag Gunnlaugs Sigmundssonar, föður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greiddi tæplega 354 milljóna króna arð til hluthafa sinna árið 2009 þegar eignarhald fyrirtækisins var í gegnum þrjú fyrirtæki í skattaskjólinu Tortólu. Fyrirtæki Gunnlaugs í Lúxemborg, GSSG Holding S.A., hagnaðist um tæplega 187 milljónir króna árið 2009 og hafði hagnast um rúmlega 80 milljónir króna árið á undan. Hluti hagnaðarins kom frá viðskiptum sem GSSG Holding ehf. stundaði á Íslandi í gengum fjárfestingarfélagið Teton ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins í Lúxemborg sem Stundin hefur undir höndum.

Þetta þýðir að stór hluti núverandi og tilvonandi eigna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er annað hvort vistaður í félögum á Tortólu eða hefur farið í gegnum félög á Tortólu. Félag eiginkonu Sigmundar Davíðs, Wintris Inc., vistar eignir upp á áætlaðar 1.200 milljónir króna og var þetta félag í helmingseigu Sigmundar Davíðs þar til í árslok 2009 eins og komið hefur fram í fram í umfjöllun Reykjavík Media ehf. og alþjóðlegu blaðamannasamtakanna ICIJ um Wintris-málið.

Stundin gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Gunnlaugi Sigmundssyni vegna málsins en án árangurs. Tekið skal fram að viðskipti fyrirtækis hans voru samkvæmt gildandi lögum í Lúxemborg á þessum tíma. 

Hefði þurft að greiða um 70 milljónir í skatt

Ef Gunnlaugur hefði haldið eignunum sem voru inni í GSSG Holding S.A. í íslensku fyrirtæki hefði það fyrirtæki þurft að greiða fyrirtækjaskatta af tekjum fyrirtækisins upp á 20 prósent auk þess sem skattar á arðgreiðslur nema 20 prósentum. Peningarnir sem fyrirtækið hafði til að greiða í arð hefðu því ekki verið eins miklir á Íslandi og í Lúxemborg vegna þeirra fyrirtækjaskatta sem greiddir eru á Íslandi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu