Gunnlaugur tók 354 milljóna arð í gegnum Tortólu og slapp við 70 milljóna skatt á Íslandi

Gunn­laug­ur Sig­munds­son stund­aði við­skipti í gegn­um Tor­tólu og tók út arð upp á 354 millj­ón­ir króna sem var skatt­frjáls í Lúx­em­borg þar sem hann á fyr­ir­tæki. Með laga­breyt­ingu ár­ið 2010 hættu arð­greiðsl­ur eign­ar­halds­fé­lags hans í Lúx­em­borg að vera skattafrjáls­ar og þá hætti hann við­skipt­um í gegn­um Tor­tólu. Fé­lag Gunn­laugs í Lúx­em­borg átti þeg­ar mest lét tæp­ar 600 millj­ón­ir króna sam­kvæmt árs­reikn­ing­um þess þar í landi.

Gunnlaugur tók 354 milljóna arð í gegnum Tortólu og slapp við 70 milljóna skatt á Íslandi
Leiðréttum ársreikningi skilað í síðasta mánuði Leiðréttum ársreikningi eignarhaldsfélags Gunnlaugs Sigmundssonar í Lúxemborg var skilað þann 10. mars síðastliðinn en í honum kemur 354 milljóna arðgreiðslan í gegnum Tortólu fram. Mynd: Alþingi

Eignarhaldsfélag Gunnlaugs Sigmundssonar, föður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greiddi tæplega 354 milljóna króna arð til hluthafa sinna árið 2009 þegar eignarhald fyrirtækisins var í gegnum þrjú fyrirtæki í skattaskjólinu Tortólu. Fyrirtæki Gunnlaugs í Lúxemborg, GSSG Holding S.A., hagnaðist um tæplega 187 milljónir króna árið 2009 og hafði hagnast um rúmlega 80 milljónir króna árið á undan. Hluti hagnaðarins kom frá viðskiptum sem GSSG Holding ehf. stundaði á Íslandi í gengum fjárfestingarfélagið Teton ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins í Lúxemborg sem Stundin hefur undir höndum.

Þetta þýðir að stór hluti núverandi og tilvonandi eigna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er annað hvort vistaður í félögum á Tortólu eða hefur farið í gegnum félög á Tortólu. Félag eiginkonu Sigmundar Davíðs, Wintris Inc., vistar eignir upp á áætlaðar 1.200 milljónir króna og var þetta félag í helmingseigu Sigmundar Davíðs þar til í árslok 2009 eins og komið hefur fram í fram í umfjöllun Reykjavík Media ehf. og alþjóðlegu blaðamannasamtakanna ICIJ um Wintris-málið.

Stundin gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Gunnlaugi Sigmundssyni vegna málsins en án árangurs. Tekið skal fram að viðskipti fyrirtækis hans voru samkvæmt gildandi lögum í Lúxemborg á þessum tíma. 

Hefði þurft að greiða um 70 milljónir í skatt

Ef Gunnlaugur hefði haldið eignunum sem voru inni í GSSG Holding S.A. í íslensku fyrirtæki hefði það fyrirtæki þurft að greiða fyrirtækjaskatta af tekjum fyrirtækisins upp á 20 prósent auk þess sem skattar á arðgreiðslur nema 20 prósentum. Peningarnir sem fyrirtækið hafði til að greiða í arð hefðu því ekki verið eins miklir á Íslandi og í Lúxemborg vegna þeirra fyrirtækjaskatta sem greiddir eru á Íslandi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár