Aðili

Reykjavík Media ehf.

Greinar

Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli
RannsóknPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Systkin­in fjög­ur með fé­lög í skatta­skjóli

Skatta­yf­ir­völd á Tor­tóla reyndu að fá upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu fé­lags Karls Werners­son­ar á Tor­tólu. Karl seg­ir skatta­yf­ir­völd á Ís­landi hafa skoð­að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins án frek­ari að­gerða. Þrjú af systkin­um Karls stofn­uðu fyr­ir­tæki í gegn­um Mossack Fon­seca en eitt þeirra, Ing­unn Werners­dótt­ir, fékk tæpa fimm millj­arða króna þeg­ar hún seldi Karli og Stein­grími Werners­son­um hlut sinn í Milest­one ár­ið 2005. Skúli Eggert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri seg­ir upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við lág­skatta­ríki hafa gert mik­ið gagn.
Panamaskjölin: Karl Wernersson stofnaði félag hjá Mossack Fonseca sem tók við milljörðum frá Íslandi
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Karl Werners­son stofn­aði fé­lag hjá Mossack Fon­seca sem tók við millj­örð­um frá Ís­landi

Karl Werners­son not­aði fé­lag á Seychell­es-eyj­um til að taka við arði, lána pen­inga og fá lán frá Ís­landi. Leiftri ltd. tók með­al ann­ars við tæp­lega þriggja millj­arða láni frá Milest­one sem aldrei fékkst greitt til baka. Karl seg­ir að Leiftri hafi tap­að öllu sínu í hrun­inu. Pana­maskjöl­in sýna að fé­lag­ið var lagt nið­ur ár­ið 2012 skömmu eft­ir að það af­skrif­aði millj­arðs króna skuld móð­ur­fé­lags lyfja­versl­un­ar­inn­ar Lyfja og heilsu á Ís­landi.
Landsbankinn auglýsti ráðgjöf til að minnka skattgreiðslur: „Kemur þér bara ekkert við“
FréttirWintris-málið

Lands­bank­inn aug­lýsti ráð­gjöf til að minnka skatt­greiðsl­ur: „Kem­ur þér bara ekk­ert við“

Kristján Gunn­ar Valdi­mars­son, skatta­ráð­gjafi Lands­bank­ans fyr­ir hrun, vill ekki ræða þá ráð­gjöf sem bank­inn veitti við­skipta­vin­um sín­um. Aug­lýs­ing um ráð­gjöf Kristjáns Gunn­ars var enn­þá inni á vef Lands­bank­ans eft­ir hrun. All­ir þrír ís­lensku ráð­herr­arn­ir sem tengj­ast fé­lög­um í skatta­skjól­um fengu við­skipta­ráð­gjöf frá Lands­banka Ís­lands fyr­ir hrun­ið ár­ið 2008. Lands­bank­inn hf. seg­ir að hann bjóði ekki leng­ur upp á skatta­ráð­gjöf.

Mest lesið undanfarið ár