Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni Th. „Fólk geti ekki keypt sér leið fram fyrir biðröðina.“

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við fjórðu spurn­ing­unni: „Hvort hall­ast þú frek­ar að aukn­um einka­rekstri eða aukn­um rík­is­rekstri, til dæm­is varð­andi heil­brigðis­kerfi og skóla­kerfi?“

Guðni Th. „Fólk geti ekki keypt sér leið fram fyrir biðröðina.“
Frambjóðendurnir. Níu einstaklingar eru í boði sem næsti forseti lýðveldisins.

Stundin hefur spurt alla frambjóðendur* til forseta tíu spurninga er varða nokkur af helstu deilu og álitamálum líðandi stundar. Hér ber að líta svör þeirra við fyrstu spurningunni:

Hvort hallast þú frekar að auknum einkarekstri eða auknum ríkisrekstri, til dæmis varðandi heilbrigðiskerfi og skólakerfi?

 


 

Andri Snær Magnason:

Andri Snær.
Andri Snær. Rithöfundur.

Ég hef nú alltaf verið á því að hæfileg blanda væri æskileg. Ég tel að nýsköpun eigi sér ekki bara stað í einkageiranum. En ég hef tekið þátt í nýsköpun í skólastarfi innan hins opinbera, þegar ég tók þátt í að búa til Krikaskóla í Mosfellsbæ, sem var í rauninni nýsköpun innan kerfisins. Þannig að ég myndi hallast að blöndun þar.

 

 


 

 

Ástþór Magnússon:

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. Viðskiptamaður.

Regluverkið um slíkan rekstur liggur hjá Alþingi og ríkisstjórn. Frambjóðendur til Alþingis eiga að móta skýra stefnu í slíkum málum og leggja fyrir dóm kjósenda.

Ég mun sem forseti beita mér fyrir því að stjórnmálamenn standi við sín kosningaloforð. Áður en til stjórnarmyndunar kemur mun ég kynna mér gaumgæfilega kosningaloforð þeirra sem fá slíkt umboð. Ég myndi ekki hika við að kalla ráðamenn til fundar á Bessastöðum til að veita aðhald ef á þarf að halda.  

 


 

Elísabet Jökulsdóttir:

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Rithöfundur.

Ég held að heilbrigðis- og skólakerfi verði að vera ríkisrekið. Það væri ekki gott ef einhver ríkur kall ætti skólakerfið. Þá er strax grunnurinn farinn og komið ójafnvægi.

 

 

 

 

 


 

 

 

 

Guðni Th. Jóhannesson:

Guðni Th.
Guðni Th. Sagnfræðingur.

Ég hallast frekar að ríkisrekstri en má ég bæta því við að þetta varðar mig ekki sem forsetaefni, myndi ég ætla. Ég sé ekki fyrir mér að sitja á Bessastöðum og velta vöngum yfir því hvernig ég geti komið mínum sjónarmiðum á framfæri í heilbrigðismálum eða skólamálum. Mér finnst hins vegar að gott samfélag byggist á jöfnum rétti þegnanna til að njóta grunnstoðanna. Njóta heilbrigðisþjónustu, menntunar og tryggja að þeir sem eru hjálparþurfi fái þá hjálp sem þeir þarfnast. Um leið að þeir sem vilja spreyta sig fái það frelsi sem þeir þurfa. Ég horfi sérstaklega til skólakerfisins, mér finnst að við eigum að halda í það sem við höfum hér, að efnahagur foreldra ráði ekki mestu um það hvernig börnum vegnar á menntabrautinni. En við höfum haft hér einkaskóla sem hafa skilað sínu vel, en mér finnst að meginstefnan eigi að vera sú að krakkar njóti góðrar menntunar og hafi aðgang að góðu menntakerfi óháð efnahag foreldra. Sama gildir um heilbrigðisþjónustu: Mér finnst við eigum að halda í það að allir eigi rétt á öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu, að fólk geti ekki keypt sér leið fram fyrir biðröðina. Þetta eru mín meginsjónarmið og ég held að þau rými við sjónarmið flestra á Íslandi, bæði núna og síðustu áratugi. Við viljum hafa þennan jöfnuð og svo geta menn keppt á öðrum sviðum.

 


 

Guðrún Margrét Pálsdóttir:

Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hjúkrunarfræðingur.

Ég hallast frekar að auknum ríkisrekstri í þessum mikilvægu grundvallarmálum sem varðar heilbrigði og framtíð þjóðarinnar.

 

 

 

 

 


 

Halla Tómasdóttir:

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Fjárfestir.

Ég tel afar mikilvægt að við búum við jafnt og óhindrað aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Fjármögnun heilbrigðis-  og skólakerfis á að vera á hendi ríkisins. Ólík rekstrarform eiga þó rétt á sér, það er mikilvægt að gefa fólki val og fjölbreytni í þjónustu er af hinu góða. Ég nefni skóla Hjallastefnunar, Verzlunarskólann og Háskólann í Reykjavík sem dæmi um skóla sem eru að stórum hluta fjármagnaðir af ríki en ekki ríkisreknir. Þessir skólar hafa verið mikilvægur þáttur í okkar menntakerfi. Gott og heilbrigt jafnvægi er best. 

 


 

Hildur Þórðardóttir:

Hildur Þórðardóttir.
Hildur Þórðardóttir. Rithöfundur.

Mér finnst aðallega að peningunum sé vel varið, að þeir renni ekki í vasa eigendanna, mestmegnis. Þeim sé varið til verkefnisins og menn séu ekki í þessu til þess að græða heldur til að þjóna. Ef að fólk er í þessu af hugsjón og þjónustu við samfélagið þá er þetta ekkert slæmt. En ef þeir eru að þessu bara til að græða þá er þetta eitthvað sem við þurfum að endurskoða. En þetta er bara útfærsluatriði hvernig við gerum þetta, og menn vinna vinnuna sína og eru að þessu með hjartanu, þá ætti það að vera allt í lagi. En vörumst græðgina.

 


 

Sturla Jónsson:

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Athafnamaður.

Ég vil bara hafa heilbrigðisþjónustuna eins og hún var þegar ég var barn, ríkisrekna. Það stendur í stjórnarskránni að allir séu jafnir fyrir lögum, óháð efnahag. Svo stendur að öllum skal tryggður réttur í lögum vegna sjúkleika, örorku og svo framvegis. Þetta tvennt segir mér að það sé ekki heimilt að rukka okkur fyrir sjúkrahúsvistina. Því það er óháð efnahag. Ég var rétt áðan að gefa útigangsmanni pening. Hann á ekki fyrir komugjaldi á spítala, og ef hann fer þangað inn labbar hann út með skuld, en stjórnarskráin segir að hann eigi rétt á hjúkrun endurgjaldslaust. Við erum komin langt af leið miðað við það hvernig kerfið okkar á að vera. Skólakerfið má vera einkarekið fyrir mér, en grunnskólann vil ég hafa ríkisrekinn, af sömu ástæðu. Við vitum það að fólk sem er með mikla peninga það kemst í betri skóla. Ég var sjálfur ofvirkur og með athyglisbrest, lesblindur og settur í tossabekk, en allt sem var sett í hendurnar á mér átti ég mjög auðvelt með, og það er hlutur sem má laga. Krökkum, eins og ég var sjálfur, er ekki sinnt nógu vel, og þess vegna lenda margir hverjir á slæmu brautinni bara af því þeir passa ekki inn í kassann. 

 


 

* Frambjóðandinn Davíð Oddson fékk spurningarnar sendar og tækifæri til þess að svara þeim en hefur ekki gert það. Berist svör frá honum mun þeim verða bætt við jafnóðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár