Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni Th. „Fólk geti ekki keypt sér leið fram fyrir biðröðina.“

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við fjórðu spurn­ing­unni: „Hvort hall­ast þú frek­ar að aukn­um einka­rekstri eða aukn­um rík­is­rekstri, til dæm­is varð­andi heil­brigðis­kerfi og skóla­kerfi?“

Guðni Th. „Fólk geti ekki keypt sér leið fram fyrir biðröðina.“
Frambjóðendurnir. Níu einstaklingar eru í boði sem næsti forseti lýðveldisins.

Stundin hefur spurt alla frambjóðendur* til forseta tíu spurninga er varða nokkur af helstu deilu og álitamálum líðandi stundar. Hér ber að líta svör þeirra við fyrstu spurningunni:

Hvort hallast þú frekar að auknum einkarekstri eða auknum ríkisrekstri, til dæmis varðandi heilbrigðiskerfi og skólakerfi?

 


 

Andri Snær Magnason:

Andri Snær.
Andri Snær. Rithöfundur.

Ég hef nú alltaf verið á því að hæfileg blanda væri æskileg. Ég tel að nýsköpun eigi sér ekki bara stað í einkageiranum. En ég hef tekið þátt í nýsköpun í skólastarfi innan hins opinbera, þegar ég tók þátt í að búa til Krikaskóla í Mosfellsbæ, sem var í rauninni nýsköpun innan kerfisins. Þannig að ég myndi hallast að blöndun þar.

 

 


 

 

Ástþór Magnússon:

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. Viðskiptamaður.

Regluverkið um slíkan rekstur liggur hjá Alþingi og ríkisstjórn. Frambjóðendur til Alþingis eiga að móta skýra stefnu í slíkum málum og leggja fyrir dóm kjósenda.

Ég mun sem forseti beita mér fyrir því að stjórnmálamenn standi við sín kosningaloforð. Áður en til stjórnarmyndunar kemur mun ég kynna mér gaumgæfilega kosningaloforð þeirra sem fá slíkt umboð. Ég myndi ekki hika við að kalla ráðamenn til fundar á Bessastöðum til að veita aðhald ef á þarf að halda.  

 


 

Elísabet Jökulsdóttir:

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Rithöfundur.

Ég held að heilbrigðis- og skólakerfi verði að vera ríkisrekið. Það væri ekki gott ef einhver ríkur kall ætti skólakerfið. Þá er strax grunnurinn farinn og komið ójafnvægi.

 

 

 

 

 


 

 

 

 

Guðni Th. Jóhannesson:

Guðni Th.
Guðni Th. Sagnfræðingur.

Ég hallast frekar að ríkisrekstri en má ég bæta því við að þetta varðar mig ekki sem forsetaefni, myndi ég ætla. Ég sé ekki fyrir mér að sitja á Bessastöðum og velta vöngum yfir því hvernig ég geti komið mínum sjónarmiðum á framfæri í heilbrigðismálum eða skólamálum. Mér finnst hins vegar að gott samfélag byggist á jöfnum rétti þegnanna til að njóta grunnstoðanna. Njóta heilbrigðisþjónustu, menntunar og tryggja að þeir sem eru hjálparþurfi fái þá hjálp sem þeir þarfnast. Um leið að þeir sem vilja spreyta sig fái það frelsi sem þeir þurfa. Ég horfi sérstaklega til skólakerfisins, mér finnst að við eigum að halda í það sem við höfum hér, að efnahagur foreldra ráði ekki mestu um það hvernig börnum vegnar á menntabrautinni. En við höfum haft hér einkaskóla sem hafa skilað sínu vel, en mér finnst að meginstefnan eigi að vera sú að krakkar njóti góðrar menntunar og hafi aðgang að góðu menntakerfi óháð efnahag foreldra. Sama gildir um heilbrigðisþjónustu: Mér finnst við eigum að halda í það að allir eigi rétt á öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu, að fólk geti ekki keypt sér leið fram fyrir biðröðina. Þetta eru mín meginsjónarmið og ég held að þau rými við sjónarmið flestra á Íslandi, bæði núna og síðustu áratugi. Við viljum hafa þennan jöfnuð og svo geta menn keppt á öðrum sviðum.

 


 

Guðrún Margrét Pálsdóttir:

Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hjúkrunarfræðingur.

Ég hallast frekar að auknum ríkisrekstri í þessum mikilvægu grundvallarmálum sem varðar heilbrigði og framtíð þjóðarinnar.

 

 

 

 

 


 

Halla Tómasdóttir:

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Fjárfestir.

Ég tel afar mikilvægt að við búum við jafnt og óhindrað aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Fjármögnun heilbrigðis-  og skólakerfis á að vera á hendi ríkisins. Ólík rekstrarform eiga þó rétt á sér, það er mikilvægt að gefa fólki val og fjölbreytni í þjónustu er af hinu góða. Ég nefni skóla Hjallastefnunar, Verzlunarskólann og Háskólann í Reykjavík sem dæmi um skóla sem eru að stórum hluta fjármagnaðir af ríki en ekki ríkisreknir. Þessir skólar hafa verið mikilvægur þáttur í okkar menntakerfi. Gott og heilbrigt jafnvægi er best. 

 


 

Hildur Þórðardóttir:

Hildur Þórðardóttir.
Hildur Þórðardóttir. Rithöfundur.

Mér finnst aðallega að peningunum sé vel varið, að þeir renni ekki í vasa eigendanna, mestmegnis. Þeim sé varið til verkefnisins og menn séu ekki í þessu til þess að græða heldur til að þjóna. Ef að fólk er í þessu af hugsjón og þjónustu við samfélagið þá er þetta ekkert slæmt. En ef þeir eru að þessu bara til að græða þá er þetta eitthvað sem við þurfum að endurskoða. En þetta er bara útfærsluatriði hvernig við gerum þetta, og menn vinna vinnuna sína og eru að þessu með hjartanu, þá ætti það að vera allt í lagi. En vörumst græðgina.

 


 

Sturla Jónsson:

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Athafnamaður.

Ég vil bara hafa heilbrigðisþjónustuna eins og hún var þegar ég var barn, ríkisrekna. Það stendur í stjórnarskránni að allir séu jafnir fyrir lögum, óháð efnahag. Svo stendur að öllum skal tryggður réttur í lögum vegna sjúkleika, örorku og svo framvegis. Þetta tvennt segir mér að það sé ekki heimilt að rukka okkur fyrir sjúkrahúsvistina. Því það er óháð efnahag. Ég var rétt áðan að gefa útigangsmanni pening. Hann á ekki fyrir komugjaldi á spítala, og ef hann fer þangað inn labbar hann út með skuld, en stjórnarskráin segir að hann eigi rétt á hjúkrun endurgjaldslaust. Við erum komin langt af leið miðað við það hvernig kerfið okkar á að vera. Skólakerfið má vera einkarekið fyrir mér, en grunnskólann vil ég hafa ríkisrekinn, af sömu ástæðu. Við vitum það að fólk sem er með mikla peninga það kemst í betri skóla. Ég var sjálfur ofvirkur og með athyglisbrest, lesblindur og settur í tossabekk, en allt sem var sett í hendurnar á mér átti ég mjög auðvelt með, og það er hlutur sem má laga. Krökkum, eins og ég var sjálfur, er ekki sinnt nógu vel, og þess vegna lenda margir hverjir á slæmu brautinni bara af því þeir passa ekki inn í kassann. 

 


 

* Frambjóðandinn Davíð Oddson fékk spurningarnar sendar og tækifæri til þess að svara þeim en hefur ekki gert það. Berist svör frá honum mun þeim verða bætt við jafnóðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár