Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þakkar íslensku þjóðinni: „Guð blessi ykkur öll“

Albanski fjöl­skyldufað­ir­inn Pëll­umb Ndoka þakk­ar fyr­ir ís­lenska rík­is­borg­ara­rétt­inn. „Ís­lenska þjóð­in bjarg­aði lífi stráks­ins míns,“ seg­ir Pëll­umb í sam­tali við Stund­ina.

Þakkar íslensku þjóðinni: „Guð blessi ykkur öll“
Börnin Systir Arjan er þriggja ára. Mynd: Facebook

Albanski fjölskyldufaðirinn Pëllumb Ndoka var vægast sagt himinlifandi þegar Stundin náði tali af honum í dag. Réttar sagt er Pëllumb nú orðin Íslendingur enda fékk hann og fjölskylda hans ríkisborgararétt síðastliðinn laugardag.

Íslenskur ríkisborgari
Íslenskur ríkisborgari Pëllumb segir íslensku þjóðina hafa bjargað lífi sonar síns.

Pëllumb og fjölskyldu hans var vísað úr landi í skjóli nætur fyrr í mánuðinum eftir ákvörðun Útlendingastofnunar. Pëllumb hafði sótt um hæli á Íslandi vegna hótanna sem honum hafði borist vegna skilnaðar sem og vegna veikinda sonar hans, Arjan, sem er ársgamall og fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Alþingi tók ákvörðun um að veita fjölskyldu hans ríkisborgararétt eftir hörð viðbrögð almennings vegna brottvísunarinnar.  

„Ó, já, ég er mjög glaður. Íslenska þjóðin bjargaði lífi stráksins míns. Ég veit ekki hvað ég á að gera til að þakka þjóðinni. Ég ætla að gera eitthvað mjög mikið fyrir landið. Um leið og kem ætla ég að finna starf, undireins. Ég vil vinna, ég nenni ekki að hanga heima,“ segir Pëllumb. Hann segist tilbúinn og viðbúinn að koma til Íslands sem fyrst.

„Íslenska þjóðin bjargaði lífi stráksins míns.“

Hann er þó ekki viss hvenær hann komi. „Ég veit það ekki, það hefur enginn haft samband við mig og sagt mér hvenær ég megi koma. Ég get komið hvenær sem er. Bara þegar þið viljið að ég komi, þegar þið eruð tilbúin. Ég hefði helst viljað koma sem fyrst þar sem sonur minn þyrfti að fara í læknisskoðun,“ segir Pëllumb.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár