Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frumvarp um jafnlaunavottun afgreitt úr ríkisstjórn

Frum­varp­ið sem var kynnt á blaða­manna­fundi Við­reisn­ar í októ­ber og átti að verða for­gangs­mál varð ekki fyrsta frum­varp­ið sem ráð­herra lagði fram á Al­þingi líkt og lagt var upp með. Frum­varp­ið hef­ur vak­ið heims­at­hygli þótt það hafi í raun ekki enn kom­ið fyr­ir Al­þingi. Það var hins veg­ar af­greitt úr rík­is­stjórn í síð­ustu viku.

Frumvarp um jafnlaunavottun afgreitt úr ríkisstjórn

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, lagði í dag fram sitt fyrsta frumvarp á Alþingi, um  breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög. Áður hafði hann boðað að sitt fyrsta frumvarp yrði um jafnlaunavottun en Viðreisn lagði mikla áherslu á málið í kosningabaráttunni. Boðað var til sérstaks blaðamannafundar til þess að kynna frumvarpið, sem var þá þegar tilbúið og fullyrt að það yrði fyrsta þingmál Viðreisnar. Frumvarpið hefur hins vegar legið inni í ráðuneytinu frá því að ráðherrann tók til starfa og hefur ekki enn verið lagt fyrir þingið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál,“ sagði Þorsteinn, í samtali við Vísi um miðjan mars.  

Helsta áherslumál Viðreisnar

Í október boðaði Viðreisn til sérstaks blaðamannafundar til þess að kynna frumvarp sem skyldar fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri til þess að skila jafnlaunavottun. Samkvæmt frumvarpinnu átti að gera það opinbert ef fyrirtæki eða stofnanir greiða starfsmönnum sínum ólík laun á grundvelli kynferðis en ekki annarra sjónarmiða, en slík mismunun er lögbrot. Með frumvarpinu var lagt upp með að uppræta óútskýrðan launamun kynjanna.  

Málið rataði inn í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar og samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Í sama mánuði boðaði Þorsteinn að frumvarpið yrði það fyrsta sem hann myndi leggja fyrir á Alþingi. Síðan var stefnt að því að leggja frumvarpið fyrir í mars, en það hefur enn ekki verið gert.

Frumvarpið hefur hins vegar verið lagt fram í ríkisstjórn og var samþykkt þaðan í síðustu viku, samkvæmt svari frá aðstoðarmanni ráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, við fyrirspurn Stundarinnar. 

Blendin viðbrögð 

Hugmyndin um jafnlaunavottun hefur vakið blendin viðbrögð á meðal þingmanna. Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa sagt að þeir ætli ekki að styðja frumvarpið. Auk þess hefur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lýst yfir efasemdum um kynbundinn launamun og jafnlaunavottun.

Samtök atvinnulífsins hafa einnig gagnrýnt frumvarpið, en Vísir greindi frá því í mars að reynt væri að fá jafnlaunavottun inn í kjarasamninga. Frumvarpið gæti því orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga,“ sagði Þorsteinn þá.

Þótt frumvarpið hafi ekki enn verið lagt fyrir á þingi hefur það vakið athygli langt út fyrir landsteinana og verið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum á borð við Time, The New York Times, NPR, Independent og fleiri. Í mars sagði Þorsteinn í viðtali við norska fjölmiðilinn Dagsavisen að Norðmenn gætu svo sannarlega fetað í fótspor Íslendinga og lögfest jafnlaunavottun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár