„Það er mér bæði ljúft og skylt að lýsa því yfir að ég mun í þessum störfum mínum eins og öllum öðrum störfum kappkosta að fara að lögum, bæði lögum um opinber fjármál og um önnur mál,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, í pontu í Alþingi í dag.
Fjármálaáætlunin 2018-2022 hefur verið sögð ógagnsæ, ekki úthugsuð til enda, og brjóta lög um opinber fjármál. Þar að auki gagnrýndi fjármálaráð áætlunina harðlega. Ráðið er sjálfstæður sérfræðingahópur sem er skipaður af fjármálaráðherra sjálfum.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði fjármálaráðherra um að hafa sagt Alþingi ósatt þegar hann sagði að stjórnarandstaðan gæti ekki fengið hagræna flokkun á fjármálaáætluninni, þar sem það myndi skemma ferlið. „Rétt í þessu fengum við Píratar mjög alvarlegar fregnir: Upplýsingar sem við höfum verið að kalla eftir eru hreinlega ekki til samkvæmt fjármálaráðuneytinu,“ sagði hún í pontu 26. maí.
Samkvæmt lögum um opinber fjármál á …
Athugasemdir