Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fékk „sjokk“ í Hegningarhúsinu og finnur til með kvenfanganum

Dótt­ir Rósu Jóns­dótt­ur verð­ur færð á föstu­dag úr Hegn­ing­ar­hús­inu til Ak­ur­eyr­ar. Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist hafa feng­ið sjokk þeg­ar hún heim­sótti fang­els­ið á síð­asta kjör­tíma­bili.

Fékk „sjokk“ í Hegningarhúsinu og finnur til með kvenfanganum
Borgarfulltrúi Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa fengið í hjartað við að hugsa til fangans. Mynd: Samsett

Dóttir Rósu Jónsdóttur, sem færð var í einangrunarklefa í Hegningarhúsinu eftir lokun Kvennafangelsisins, verður flutt í Fangelsið á Akureyri á föstudaginn.

Stundin ræddi við Rósu í gær þar sem hún lýsti slæmum aðbúnaði dóttur sinnar í Hegningarhúsinu en hún var færð þangað eftir lokun Kópavogsfangelsis, öðru nafni Kvennafangelsið, vegna niðurskurðar.

„Hún vill vera innan um fólk. Enda er hún ekki morðingi eða barnaníðingur“

Rósa segir í dag að dóttir sín sé gífurlega ánægð með að komast úr einangrun á næstu dögum. Rósa segist hafa hætt við mótmæli sín, en hún ætlaði að hlekkja sig við Hegningarhúsið, að beiðni lögmanns síns. „Ég fékk svör í morgun. Ég heyrði í henni í morgun og hún er mjög ánægð með þetta, bara það að vera ekki alein lokuð af. Hún vill vera innan um fólk. Enda er hún ekki morðingi eða barnaníðingur. Hún villtist af leið og er að taka sig á. Það má ekki brjóta það niður sem er búið að byggja upp,“ segir Rósa.

Dóttir hennar var síðasti fanginn sem var fluttur úr Kópavogsfangelsi.

Finnst gott að vita af föngum í húsinu

Rósa segir að dóttir sín sé gífurlega fegin að vita að hún þurfi einungis að tóra í Hegningarhúsinu í einn dag til viðbótar. „Það er allt betra en þetta. Hún segist njóta þess í dag að heyra í kallkerfinu, eins og: „Guðmundur, það er síminn til þín“. Þá er það einhver annar fangi sem var fluttur þarna. Hún segist vera fegin að vita að það er einhver þarna, þó að það séu strákar,“ segir Rósa.

Fangaverðirnir yndislegir

Rósa vill sérstaklega hrósa fangavörðum og öðru starfsfólki, bæði í Kópavogsfangelsi og í Hegningarhúsinu. „Þó að Kvennafangelsið hafi verið í niðurníðslu, þá státaði það af frábæru starfsfólki,“ segir Rósa. Hún bætir enn fremur við að það sé helst fangavörðum í Hegningarhúsinu að þakka að vist dóttur hennar þar hafi verið bærileg. „Það sem bjargar þessu er frábært starfsfólk. Þessir karlar eru allir upp til hópa alveg yndislegir. Það sem ég er að gagnrýna eru yfirvöld, að loka heilu fangelsi og hafa ekki úrræði á hreinu eru forkastanleg vinnubrögð,“ segir Rósa og vill koma á framfæri þökkum til fangavarða.

Borgarfulltrúi fær fyrir hjartað

Mál dóttur Rósu hefur vakið nokkra athygli og segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að hún hafi fengið í hjartað við að hugsa til fangans.

Ung stúlka á ekkert erindi í karlkyns gæsluvarðhaldsfangelsi.“ 

„Sem formaður Heilbrigðisnefndar á síðasta kjörtímabili heimsótti ég Hegningarhúsið. Ég fékk algjört sjokk. Þetta húsnæði er langt frá því að uppfylla eðlilegar kröfur. Eftir heimsóknina þá ákváðum við í samstarfi við fangelsismálayfirvöld að fækka fangarýmum og búa til sameiginleg rými. Þrátt fyrir þær breytingar þá er þetta ekki boðlegt. Ég fæ illt í hjartað við að hugsa til þessarar stúlku. Sem betur fer er nýtt fangelsi á Hólmsheiði að rísa en þangað til þá verðum við að finna aðrar lausnir. Ég vona að dóttir Rósu verði fundin önnur úrræði. Ung stúlka á ekkert erindi í karlkyns gæsluvarðhaldsfangelsi,“ skrifar Kristín Soffía á Facebook-síðu sinni.

Aðrir fangar sýna samhug

Afstaða, félaga fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun fanga, setur málið í samhengi við fjárskort í fangelsismálum á Facebook-síðu félagsins. „Afstaða hefur tekið þetta mál upp við Fangelsismálastofnun og lýst yfir áhyggjum af stöðu mála. Fangelsismálastofnun hefur fullyrt að einstaklingurinn verði fluttur í annað fangelsi eins fljótt og hægt er og hefur Afstaða heimildir fyrir því að það verði fyrir helgi. Hörmulegt ástand sem unnið er að því að leysa. Þess má geta að ástæða þess að þessi staða er kominn upp er sú að Fangelsismálastofnun hefur verið fjársvelt í um áratug núna og enn skar Alþingi niður í fjárlögum til fangelsismála um 2% þetta árið án þess að nokkur stjórnmálaflokkur hafi gert athugasemd við það. Fangelsin eru á mörkum þess að geta starfað eðlilega við þetta ástand. Lokun fangelsisins í Kópavogi er bein afleiðing þess og hefði það fangelsi annars verið opið áfram þar til fangelsið á Hólmsheiðinni opnar,“ segir á Facebook-síðu samtakanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangelsismál

Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Bannað að vera viðstaddur útskrift: „Ég er alveg miður mín“
FréttirFangelsismál

Bann­að að vera við­stadd­ur út­skrift: „Ég er al­veg mið­ur mín“

„Fyr­ir mig er þetta stór áfangi en fyr­ir fjöl­skyld­una er þetta enn stærri áfangi,“ skrif­ar Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son fangi í bréfi til fang­els­is­mála­stjóra. „Guð­mund­ur hef­ur stað­ið sig ótrú­lega vel,“ seg­ir fjar­náms­stjóri Versl­un­ar­skóla Ís­lands sem er mið­ur sín yf­ir að hann fái ekki að vera við­stadd­ur út­skrift­ina.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Á vettvangi“ er vinsælasta hlaðvarp landsins
10
FréttirÁ vettvangi

„Á vett­vangi“ er vin­sæl­asta hlað­varp lands­ins

Fyrsti þátt­ur­inn í nýrri hlað­varps­þáttar­öð sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur unn­ið í sam­starfi við Heim­ild­ina náði því að verða mest áhlustaða ís­lenska hlað­varp lands­ins í lið­inni viku. Í þátt­un­um fylg­ir Jó­hann­es kyn­ferð­is­brota­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir í um tveggja mán­aða skeið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár