Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fékk „sjokk“ í Hegningarhúsinu og finnur til með kvenfanganum

Dótt­ir Rósu Jóns­dótt­ur verð­ur færð á föstu­dag úr Hegn­ing­ar­hús­inu til Ak­ur­eyr­ar. Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist hafa feng­ið sjokk þeg­ar hún heim­sótti fang­els­ið á síð­asta kjör­tíma­bili.

Fékk „sjokk“ í Hegningarhúsinu og finnur til með kvenfanganum
Borgarfulltrúi Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa fengið í hjartað við að hugsa til fangans. Mynd: Samsett

Dóttir Rósu Jónsdóttur, sem færð var í einangrunarklefa í Hegningarhúsinu eftir lokun Kvennafangelsisins, verður flutt í Fangelsið á Akureyri á föstudaginn.

Stundin ræddi við Rósu í gær þar sem hún lýsti slæmum aðbúnaði dóttur sinnar í Hegningarhúsinu en hún var færð þangað eftir lokun Kópavogsfangelsis, öðru nafni Kvennafangelsið, vegna niðurskurðar.

„Hún vill vera innan um fólk. Enda er hún ekki morðingi eða barnaníðingur“

Rósa segir í dag að dóttir sín sé gífurlega ánægð með að komast úr einangrun á næstu dögum. Rósa segist hafa hætt við mótmæli sín, en hún ætlaði að hlekkja sig við Hegningarhúsið, að beiðni lögmanns síns. „Ég fékk svör í morgun. Ég heyrði í henni í morgun og hún er mjög ánægð með þetta, bara það að vera ekki alein lokuð af. Hún vill vera innan um fólk. Enda er hún ekki morðingi eða barnaníðingur. Hún villtist af leið og er að taka sig á. Það má ekki brjóta það niður sem er búið að byggja upp,“ segir Rósa.

Dóttir hennar var síðasti fanginn sem var fluttur úr Kópavogsfangelsi.

Finnst gott að vita af föngum í húsinu

Rósa segir að dóttir sín sé gífurlega fegin að vita að hún þurfi einungis að tóra í Hegningarhúsinu í einn dag til viðbótar. „Það er allt betra en þetta. Hún segist njóta þess í dag að heyra í kallkerfinu, eins og: „Guðmundur, það er síminn til þín“. Þá er það einhver annar fangi sem var fluttur þarna. Hún segist vera fegin að vita að það er einhver þarna, þó að það séu strákar,“ segir Rósa.

Fangaverðirnir yndislegir

Rósa vill sérstaklega hrósa fangavörðum og öðru starfsfólki, bæði í Kópavogsfangelsi og í Hegningarhúsinu. „Þó að Kvennafangelsið hafi verið í niðurníðslu, þá státaði það af frábæru starfsfólki,“ segir Rósa. Hún bætir enn fremur við að það sé helst fangavörðum í Hegningarhúsinu að þakka að vist dóttur hennar þar hafi verið bærileg. „Það sem bjargar þessu er frábært starfsfólk. Þessir karlar eru allir upp til hópa alveg yndislegir. Það sem ég er að gagnrýna eru yfirvöld, að loka heilu fangelsi og hafa ekki úrræði á hreinu eru forkastanleg vinnubrögð,“ segir Rósa og vill koma á framfæri þökkum til fangavarða.

Borgarfulltrúi fær fyrir hjartað

Mál dóttur Rósu hefur vakið nokkra athygli og segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að hún hafi fengið í hjartað við að hugsa til fangans.

Ung stúlka á ekkert erindi í karlkyns gæsluvarðhaldsfangelsi.“ 

„Sem formaður Heilbrigðisnefndar á síðasta kjörtímabili heimsótti ég Hegningarhúsið. Ég fékk algjört sjokk. Þetta húsnæði er langt frá því að uppfylla eðlilegar kröfur. Eftir heimsóknina þá ákváðum við í samstarfi við fangelsismálayfirvöld að fækka fangarýmum og búa til sameiginleg rými. Þrátt fyrir þær breytingar þá er þetta ekki boðlegt. Ég fæ illt í hjartað við að hugsa til þessarar stúlku. Sem betur fer er nýtt fangelsi á Hólmsheiði að rísa en þangað til þá verðum við að finna aðrar lausnir. Ég vona að dóttir Rósu verði fundin önnur úrræði. Ung stúlka á ekkert erindi í karlkyns gæsluvarðhaldsfangelsi,“ skrifar Kristín Soffía á Facebook-síðu sinni.

Aðrir fangar sýna samhug

Afstaða, félaga fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun fanga, setur málið í samhengi við fjárskort í fangelsismálum á Facebook-síðu félagsins. „Afstaða hefur tekið þetta mál upp við Fangelsismálastofnun og lýst yfir áhyggjum af stöðu mála. Fangelsismálastofnun hefur fullyrt að einstaklingurinn verði fluttur í annað fangelsi eins fljótt og hægt er og hefur Afstaða heimildir fyrir því að það verði fyrir helgi. Hörmulegt ástand sem unnið er að því að leysa. Þess má geta að ástæða þess að þessi staða er kominn upp er sú að Fangelsismálastofnun hefur verið fjársvelt í um áratug núna og enn skar Alþingi niður í fjárlögum til fangelsismála um 2% þetta árið án þess að nokkur stjórnmálaflokkur hafi gert athugasemd við það. Fangelsin eru á mörkum þess að geta starfað eðlilega við þetta ástand. Lokun fangelsisins í Kópavogi er bein afleiðing þess og hefði það fangelsi annars verið opið áfram þar til fangelsið á Hólmsheiðinni opnar,“ segir á Facebook-síðu samtakanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangelsismál

Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Bannað að vera viðstaddur útskrift: „Ég er alveg miður mín“
FréttirFangelsismál

Bann­að að vera við­stadd­ur út­skrift: „Ég er al­veg mið­ur mín“

„Fyr­ir mig er þetta stór áfangi en fyr­ir fjöl­skyld­una er þetta enn stærri áfangi,“ skrif­ar Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son fangi í bréfi til fang­els­is­mála­stjóra. „Guð­mund­ur hef­ur stað­ið sig ótrú­lega vel,“ seg­ir fjar­náms­stjóri Versl­un­ar­skóla Ís­lands sem er mið­ur sín yf­ir að hann fái ekki að vera við­stadd­ur út­skrift­ina.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár