„517.000 ferðamenn komu til landsins á fyrstu 6 mánuðum ársins. Virkilega ánægjuleg þróun sem kallar þó á að við grípum, til róttækra aðgerða til að byggja betur upp aðstöðu á ferðamannastöðum og aukum aðgengi að fleiri áhugaverðum stöðum,“ skrifar Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis á Facebook og bætir við:
„Því er haldið fram að vernda verði "ósnortin víðerni hálendisins" fyrir mögulegum virkjunum sem hafa lítil umhverfisáhrif, vegna áhuga ferðamanna á þessum víðernum. Það fóru reyndar örfáir af þessum 517.000 ferðamönnum um "ósnortin víðernin". Þangað hefur verið ófært og verður aftur snemma í haust. Eigum við ekki að nálgast þessa umræðu, um samspil verndunar og nýtingar, með hávaðalausri skynsemi.“
Athugasemdir